Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 18
166 ÆGIR mánaðamótin marz—apríl lá þéttur ís allnærri landi á svæðinu milli Horns og Kolbeinseyjar, en sást víst aldrei af landi. Svo hvarf hann og varð ekki frekara vart við ís til ársloka. Sjávarhitinn við ísland, sem undan- farin ár hafði verið töluvert hærri og sumstaðar, eins og við N og A-strönd- ina, mikið hærri en venjulega, var nú orðinn svipaður því sem vant er viðast hvar, nema helzt við N-ströndina, þar sem hann var yflrleitt 1—2° stigum hærri kaldari hluta árins, desember—maí. B. Sœm. Strand „Barðans“. Togarinn »Barðinn« R. E. 274,416 br. smálestir, smíðaður í Englandi 1913 (hét áður »Clementine«), strandaði kl. 1 e. h. þann 21. ágúst á Þjótnum við Akranes. Eigendur skipsins eru h.f. Heimir. Það hafði verið á veiðum nokkra daga og var búið að fá um 800 körfur af ís- fiski, ætlaði til Akraness og taka þar kunnugan mann, sem átti að leiðbeina skipstjóra nokkra daga, eða þar til hon- um þætti afli nógur, sem átti að selja á Englandi. Kl. rúmlega 1 e. h., kom fyrsta skeyti frá skipinú um, að það væri strandað á F’jótnum, og beðið um Magna til að- stoðar. Kl. 31/! kom næsta skeyti sem segir að sjór sé kominn 1 skipið og beðið um að senda togara sem hér lá á höfn- inni til þess að reyna að draga skipið út. Kl. 47a kom síðasta skeytið, sem segir að ljósvél sé að fara í kaf. Útfall var á meðan á þessu stóð. »Magni« byrjaði að dæla kl. um 6 e. h. og þá hallaðist skipið svo, að skip- stjóri á »Magna« vildi ekki hætta á, að vera við þá hlið, sem það lá á, því fram- endi var svo siginn og afturhluti reis svo hátt, að útlit var helzt til, að skipið gæti á hverri stuudu steypzt ofan af klettin- um, og mátti þá búast við að »Magni« fylgdi með. Kl. 2—3 um nóttina, rann skipið þannig ofan af klettinum, að fram- stefni náði botni á c. 12 metra dýpi, aft- urpartur stóð hátt í loft upp, svo hæll var fyrir ofan sjó, hefur því hvilupunkt- ur verið undir ketilrúmi. Pá var hætt að dæla og »Magni« tók skipshöfn til Reykja- víkur. Þegar skipið rann á klettinn var logn og skinandi fagur sumardagur. Á laugardag 22. ágúst var ekkert átt við skipið og ekki farið á vettvang, því það stóð enn í sömu stellingum og um nótt- ina og talinn lífsháski að fara að þvi. Sunnudaginn var NV sveljandi og braut þá svo á Þjót, að skipið hlaut að renna af klettinum, væri ekki annaðhvort klett- ur í gegnum það, eða það rigskorðað á sjálfum klettinum, sem það riðaði á. Mánudaginn 24. fór varðskipið »Ægir« að »Barðanum« og á bát var farið að skipinu, mælt dýpi kringum það og kom- ist að á hverjum klettinum það stóð. Þjóturinn eru tveir klettar ámóta stórir hvor um sig eins og 20—30 smálesta mótorbátur og liggja í c. NA—SV og milli þeirra eru 10—12 metra dýpi og breidd sundsins milli þeirra um stjórn- færislengd. Mið á Þjót eru: Hafnarfjallarœtur um torfuna vestur af Jaðarbæ (JaðriJ og Brautarholt laust við Esjuháls, en innsigling á Krossvík er : Klöppin á Langasandi [eða Garðahúsið um vestri Pitia, þ. e. rœtur Akrafjalls. Það þarf ekki mikinn vind til þess að hrjóti á Þjót og flestir þeir sem um Faxa- flóa fara að staðaldri, þekkja þau sker, en þegar »Barðinn« rann upp á klettinn, var engin alda, sól og sumar. 25. ágúst var SV 3; þá braut á Þjót og sjórinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.