Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1931, Side 4

Ægir - 01.10.1931, Side 4
192 ÆGIR greiðslu, sem þeir svo aftur hafa notað í óeðlilega villtri samkeppni til þess að ná viðskiftunum hvor frá öðrum með stöðugt lækkuðu verði og lækkaðri fyr- irframgreiðslu. Þannig stóðu sakir um 20. september þegar sterlingspundið féll snögglega og islenzka krónan fetaði hlutfallslega i fót- spor þess. Margir af framleiðendum hér, að minnsta kosli þeir, sem mest voru skuldugir, héldu að með þessu mundi þeim verða kleift að komast yfir yfir- standandi örðugleika, enda átti það að verka þannig í bili, ef að söluverði neyzlu- landanna hefði verið haldið óbreyttu, en enn sem komið er hefur stöðugt verið lialdið áfram að þvinga fram lág sölutil- boð frá íslandi, og verðið í neyzlulönd- unum lækkað næstum því í sama hlut- falli og gengi framleiðslulandanna, og hér hjá okkur hefur jafnvel lækkunin verið enn þá meiri, því almenn fyrir- framgreiðsla á stórfisk hér sunnanlands, áður en gengið féll, var ca. 65 kr. pr. skpd. með 32 fiskum í 50 kg., en nú bjóðast útflytjendurnir til þess að greiða fyrirfram 52 kr. pr. skpd. út á samslags fisk. Auðvitað gefa útflytjendur fiskeig- endum jafnan glæsilegar vonir um að uppbótin, sem þeir eigi í vændum, standi ekki í neinu sambandi við fyrirfram- greiðsluna, og að þeir muni geta fengið þolanlegt verð fyrir framleiðslu sina að lokum, en það er varhugavert fyrir fisk- eigendur að leggja of mikið upp úr slíku, að minnsta kosti þegar menn fara að sjá að umboðssölufiskurinn, er notaður til þess að kaupa upp hvers annars við- skiftamenn. Skilji þvi útflytjendur ekki köllun sina betur en þetta, rekur að því að löggjafarvaldið verður að taka í taum- ana og takmarka þetta »athafnafrelsi« þeirra, því einokunin er jafnslæm hvort heldur það eru einstaklingar eða »hring- ar«, sem að henni standa, eins og þaðsé ríkið sjálft. Norsku fiskútflytjendurnir hafa á yfir- standandi neyðartímum skilið betur köll- un sina og kröfur þær, sem þjóðfélagið verður að gera til þeirra, en starfsbræð- ur þeirra á íslandi. Um síðustu mánaðamót höfðu flestir norsku fiskútflytjendurnir fund með sér í Kristjánssandi, til þess að komaásam- vinnu að því er fisksöluna snertir, bæði um útboðsverð og söluskilmála. Á fund- inum var stofnað félag fiskútflytjenda, sem nær yfir allt landið og var konsúll Birgir Werring í Iíristjánssandi kjörinu formaður félagsins, en umboðsmenn verða sendir til aðalmarkaðslandanna, til þess að gæta hagsmuna útflytjendanna hver á sinn stað. Ennfremur er ákveðið að stofna verð- lagsnefnd, sem jafnframt ákveði hve mikið fiskimagn hver einstakur af út- flytjendum fengi til umráða; er fiski- málastjórinn norski formaður þeirrar nefndar. Á fundinum var jafnframt ákveðið að leita samvinnu við íslendinga á fiski- sölusviðinu, en meðan fisksala okkar er ekki betur skipulagsbundin en enn er orðið, get ég ekki séð, á hvern hátt sú samvinna mætti takast. Því geti ísl. út- flytjendur ekki komið sér saman um að forðast óeðlilega og óþarfa samkeppni, að því er snertir söluna á íslenzka fisk- inum, þá er enn þá ótrúlegra að þeir, hver einstakur, fari að leggja hömlur á viðskifti sín til hagsmuna fyrir aðra þjóð. En því er ekki að neita, að æskilegt væri, ef íslendingar og Norðmenn, sem erustærstu fiskútflytjendurnir hérna meg- in Atlantshafsins, gætu komið sérsaman um að draga eitthvað úr þeirri æstu samkeppni, sem stundum hefur átt sér stað um fisksöluna á heimsmarkaðinum,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.