Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1931, Blaðsíða 11
ÆGIR 199 það minnsta til miðnættis, hann gat breytt stefnu, stöðvað skipið, látið það fara afturábak til þess að varast haettu. Já, hættu, hugsaði hann, hvernig hljóðar nú hið gamla: »Ef þu ert í hættu staddur og hefur lítið rúm til að snúa skipinu, þá hægðu ferðina, stöðvaðu skipið, farðu afturábak. Já, svona hljóðar gamla regl- an. »Ekkert rúm til að snúa skipi!« Hann mátti varla til þess hugsa, að slíkt gæti borið að höndum, en setjum nú, hugsaði hann, að mörg skip yrðu á vegi mínum og stefndu í ýmsar áttir, hvað ætti ég þá að gera. í huganum rifjaði hann upp hina ýmsu kafla siglingaregln- anna, en lítið var á þeim að græða. Kæmi slíkt fyrir myndi hann stöðva skipið. Já, þar var ráðið, stöðva það og láta það reka, en gæta þess vel, að það ræki ekki á önnur skip. Það var lausnin og varð hann nú rólegri. Hann tók nú að labba fram og aftur á stjórnpallinum, raula lag og skyggnast um. Allt í einu staðnæmdist hann og hárin risu á höfði hans. Framundan á stjórnborða var eitthvað. Hann langaði til að grípa sjónaukann úr kassanum en hætti við það, er hann hugsaði til þess, að hásetinn, sem slýrði, hefði auga með honum, því ekki mátli hann verða var við. að stýrimaður væri órór. Tók hann því aftur að ganga fram og aflur um stjórnpallinn, enskyndilega greip hann sjónaukann og beindi hon- um í ýmsar áttir en sá ekkert annað en himinn og haf. Órói hans jókst. Setjum svo, að skip kæmi móti honum og stefndi beint á hans skip, þá væri það skylda hans að miða það eins fljótt og auðið væri,jafn- vel þótt það virtist vera langt í burtu, það þoldi enga bið, ætti ekki árekstur að verða afleiðing. Vel gæti slíkt skip haft óvenjulega mikinn hraða, t. d. tund- urrpillir, sem kæmi beint á móti honum með 40-50 sjómilna hraða á klukku- stund; guð komi til. Hvaða tími væri þá til að fá miðun? Enginn. 17. og 18. grein- ar hinna almennu sjóferðareglna fóru sem örskot gegnum heila hans. Með sjón- aukanum leitaði hann eflir ljósum eða einhverju á sjónum, beint framuudan eða til hlíðar, en sá ekkert. Allt i einu tók hann viðbragð og beindi sjónaukan- um á eitthvað, sem hann kom auga á, hann starði og starði og lá við að hann hnigi niður, því nú var hann viss um að skip stefndi beint á skip hanseg færi hratt. Loks var sem steinn íéíli frá hjarta hans er hann sá, að það sem hann hélt vera skip, var að eins máfur, sem flögr- aði skammt frá skipinu. Klukkan var tólf, »átta glös« voru sleg- in og annar stýrimaður kom á vörð. »Hafið þér séð nokkur skip«, spurði hann þriðja stýrimann. »Við fórum fram úr tveimur eða þremur«, mælti hann, »en þau eru horfm«. Siðan fór hann niður að sofa. Það var nótt og þriðji stýrimaður var aftur einn á stjórnpalli. Himininn var heiðríkur og hvervetna blikuðu stjörnur. í norðaustri var stóri björn (vagninn) ; hallaðist hann svo, að helzt leit út, að hann myndi velta. Stýrimaðurinn virti iyrir sér stjörnurnar (vísirinn), sem bentu á pólstjörnuna og renndi siðan augun- um niður að sjóndeildarhringnum, en ekkert var þar að sjá. Það hvein í reiða og siglum, meira af ferð sldpsins en af því vindur væri. Tvö glös, fjögur glös og sex glös (kl. 3 nótt) voru slegin og hugrekki þriðja stýrimanns óx eftir því sem leið á vökuna. Klukkan tvö var skift um mann við stýrið og sá sem frá fór gekk til þriðja slýrimanns og sagði stefnu þá, sem hann hafði sagt þeim að stýra, sem við tók, með viðbætir »Sir«=herra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.