Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1931, Síða 15

Ægir - 01.10.1931, Síða 15
ÆGIR 203 Fiskimálafundur Norðurlanda. Dagana kringum 20. septbr. s. 1., var fiskimálafundur haldinn í Kaupmanna- höín í tilefni fiskiveiðasamþykktar þeirr- ar, sem Danir og Sviar hafa gert með sér og einnig var friðun skarkolans tek- in til meðferðar. Fulltrúar fiskimála Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar sátu fund- inn. Af Dana hálfu var fiskimálastjóri F. V. Mortensen mættur, sömuleiðis formaður danska fiskifélagsins, fiskiskipstjóri og landsþingmaður M. C. Jensen frá Grenaa, og formaður dönsku líffræðistöðvarinnar, dr. phil. Blegvad. Fyrir Svíariki voru mættir, landshöfðingi von Sydow, um- sjónarmaður fiskiveiða dr. Rosen og fyrir Noreg fiskimálastjóri Asserson og fiski- málaráðunautur Bjarkan. Þátttaka Norð- manna á fundi þessum, var einkum til að koma á samræmi um stærð þeirrar rauðspreltu, sem leyft er að veiða, en Danir og Svíar hafa lengi haft lög, sem vernda veiði smáfiska. Fundurinn samþykkti að mynda nýja fiskiveiðasamþykkt fyrir Damörku, Sví- þjóð og Noreg og friðun skarkola, sem ekki ná 25,7 centimetrum og opna Eyr- arsund frá norðurtakmörkum friðunar- svæðis, að línu, sem liggur yfir Ellekilde, Hage og Lerberget, þó ekki Sviaríkis- megin. Andréleiðangurinn. Enn /undnir mun- ir á Hvítey. Veiðiskipið »lsbjörn« er ný- verið komið til Tromsö úr veiðiför norð- ur í höfum. Leiðangursmenn sigldu kring- um Spitsbergen, Kong Karls land og gengu á land á Hvítey. Þeir komu til staðar þess, sem André og félagar hans hötðu dvalið hina siðustu lifdaga sína og fundu þar örskammt frá, myndavél og segldúkshúfu. Skip mætir særðum hval. Særður hvalur hefur endrum og sinn- um sézt í Norðursjónum, síðari hluta sumars, en svo hætti hann að sjást um tíma og var ætlun manna, að enskir hvalveiðamenn hefðu náð honum og drepið, en svo er ekki. Um 20. septbr. s. 1., varð fiskiskipið »Svend Aage« frá Skagen á vegi hans í reginhafi, um 130 sjómílur frá Esbjerg. Skipstjórinn Joh. Jörgensen segir svo frá: Já, hvalurinn er enn á lifi og enginn vafi er á því, að hvalur sá, sem varð á vegi okkar, er búrhveli það, sem hinir ensku hvalveiðamenn fyrir nokkru, voruað elta. Á hvalnum sást greinilega gapandi sár fyriraftan miðju, vinstra megin á skrokkn- um og var sárið auðsjáanlega eftir skut- ul, sem rifnað hafði úr, um 4 fet á lengd. Hvalamenn hafa skotið skutli á hvalinn og er hann fann til sársaukans, hefur hann tryllst og rifið skutulinn úr sér. Þegar við sáum hvalinn var auðséð á öllu, að hann leið óþolandi kvalir eink- um vegna snýkjudýra sjávarins, svo sem hrúðurkarla og fleira sem sezt höfðu kringum sárið og í það, til að sjúga nær- ingu úr því. Hvalurinn lét illa, tók djúpköfogkom upp aftur með slikri ferð, að hann kom hálfur upp úr sjónum. Svo stefndi hann beint að skipi okkar og leizt okkur þá ekki á blikuna. Er hann kom að skips- hliðinni stöðvaðist hann og tók að nugga þeirri hlið, sem særð var, upp við skipið og lyfti svo undir það, að það hallaðist svo, að veiðarfæri og annað, sem var stjórnborðsmegin, rann til bakborðshlið- ar og hefðu veiðarfærin verið úti, tel ég vist, að illa hefði farið fyrir okkur. Sök- um þess að svo var ekki, hötðum við fulla stjórn á skipinu og gátum snúið þvi eftir vild, og notað vél að óskum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.