Ægir - 01.10.1931, Qupperneq 16
204
ÆGIR
Við létum svo skípið fara fulla ferð og
losnuðum þannig við hvalinn, sem eftir
því sem hann lét, virtist liða óþolandi
kvalir. Stundum lá hann grafkj'r í sjávar-
fletinum, tók síðan sprett og hentist hálf-
ur upp úr sjónum. Að lokum stefndi
hann að vesturslrönd Jótlands og hvarf.
111 meðferð á dýri.
Peter Freuchen sendi »Politiken« grein
um hval þann, sem um er getið hér á
undan og birtist grein sú i blaðinu hinn
20. septbr, s. 1.
Hann skrifar svo :
Radio-blaðið flutti þær fregnir í gær,
að dauður hvalur hefði fundist. Um leið
var þess getið að einhverjir fiskimenn
hefðu barist við þennan hval í marga
mánuði og var auðheyrt, að menn voru
hreyknir af þvi, einnig var þessgetið, að
fiskimennirnir hefðu veitt honum stórt
svöðusár á bakið og virtist frásögnin bera
keim af sigurgleði.
Eg vil leyfa mér að vekja athygli manna
á þvi, sem hér fer á eftir, út af hinni
hroðalegu meðferð á dýri þvi, sem hér
um ræðir. Búrhvelið, á dönsku Kaskelot,
á norsku Spermacethval, er fremur lítils
virði. t*að er tannhvalur, hefur því eng-
in skíði og varla er vinnandi úrspikinu,
sem í fyrsta lagi er mjög hart, líkast tré
og í öðru lagi, gefur það lítið lýsi. Auk
þess er kjötið mjög óholt, ef ekki ban-
vænt. Eftir frásögninni um bardaga fiski-
mannanna við hvalinn að dæma, kemur
það greinilega fram, að þeir hafa engin
vopn haft meðferðis, til þess að vinna
hval.
Hvar eru nú dýraverndunarfélögin ?
Eg minnist aumingja rostungsins, sem
fyrir tveim árum, eða svo, viltist að
Jótlandsskaga og var drepinn þar, eftir
sárar kvalir og hörmungar og náðist
fyrst eftir að fiskimenn þeir, sem eltu
hann, höfðu skotið úr honum bæði aug-
un með höglum.
Búrhvelið gerir ekkert af sér. Það er
voldug skepna og slík sjón, að hún gleð-
ur þá rétthugsandi menn, sem fá að lita
hana.
Er óhugsandi, að þessar línur yrðu
til þess, að mönnum þeim, sem eltast
við stórhveli og önnur varnarlaus dýr,
með því augnamiði að kvelja úr þeim
lífið, væri bent á, að allur ávinningur
þeirra verður að eins, fyrirlitning allra
góðra manna.
Orðugt ár fyrir danska fiskimenn.
Það er lítið um fisk í Norðursjónum.
Eftir því sem veiðar hafa gengið fram
á þennan dag frá ársbyrjun, er óhætt að
segja að árið 1931 verði fiskileysisár.
Verðlækkun sú, sem hvervetna hefur
orðið á neyzluvörum, en sem til þessa
befur orðið miklu meiri á landbúnaðar-
vörum en sjávarafurðum, er ekki eins
um að kenna hve útkoma fiskimanna
verður rýr í ár, eins og hve lítið hefur
aflast af fiski.
Fiskur er orðinn svn tregur í Norður-
sjónum, að til vandræða horfir. Fiski-
skipin flytja sig frá einum stað á annan
til að leita að fiski og auka þær leitir út-
gerðarkostnað mjög. Þannig hefur verið
ástatt fyrir dönsku skipunum, sem stunda
veiðar við Jótlandsstrendur, þau eru á-
valt að leita að fiski og hið sama er um
þau dönsku skip að segja, sem haldið
hafa tíl á Doggersbank og fleiri skip hafa
reynt fyrir sér við Hollandsstrendur þetta
ár, en nokkurntíma áður. og hefur þar
verið hin sama fiskitregða og annarsstað-
ar, þar sem leitað hefur verið.
(»Fiskeren« 23. sept. 1931).