Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1931, Page 19

Ægir - 01.10.1931, Page 19
ÆGIR 207 Við samanburð á árunum 1930 og 1929 kemur fram, að aflinn hefur fengist: 1930 1929 kr. kr. Við ísland 5.570.000 6,576 000 — Grænland 1.960.000 1.432.000 — Færeyjar 300.000 256000 Færeyingar sækja þannig enn meginið af afla sínum til íslands, veiðarnar auk- ast við Grænland, en eru hverfandi við sjálfar Færeyjar. Tala þeirra, sem fiskveiðar stunduðu frá Færeyjum, var sem hér segir: 1930 1929 Við ísland . . . 3.236 3.145 — Grænland . 1.513 781 — Færeyjar . 104 13 Þilskip Færeyinga (kútterar) eru talin 169, mótorbátar 147 og róðrarbátar 1470. Ennfremur einn togari. Úr rikissjóði Dana hafa Færeyingar fengið lánaðar alls á árinu til fiskiveiða (skipa og mótorbáta) 799.300 kr. og til þurkhúsa 120.000, samtals 919.300 kr. Hiö nýja konungsskip. Þar sem skip þetta er nefnt á öðrum stað í þessu tölublaði verður hér skýrt frá hvernig á því skipi stendur. Fjöldi íslendinga hafa séð hið gamla konungsskip »Dannebrog«, sem þótt lítið væri, var tignarlegt og fagurt skip. Það var smiðað handa Kristjani konungi ní- unda árið 1880 og er nú 51 árs gamalt, var afhent til notkunar hinn 17. júní þ. á. Kristján niundi notaði það mikið, fór til Lybeck á þvi á hverju sumri og dvaldi við böðin og víðar. Friðrik áttundi var enginn sjómaður og htið gefinn fyrir sigl- íngar, en notaði járnbrautir þegar hann fór i ferðalög, en þó varð »Dannebrog» til þess að flytja lík hans heim frá Þýzka- landi, er hann dó þar á ferðalagi 1912. »Dannebrog« flutti einnig Hákon kon- ung, er hann tók við stjórn í Noregi 1904. Kristján konungur tíundi notaði skip- ið mjög, enda er hann sjógarpur hinn mesti og hefur tekið fiskiskipstjórapróf. Hann og drottning hans fóru víða á skipinu til ýmsra staða á eyjunum og voru oft lengi á þeim ferðum. Ferðir með skipi þessu, sem er hiðsíðasta hjóla- skip (skófluhjól á báðum hliðum sem knýja skipið áfram, engin skrúfa) sem til er í Danmörku, voru ærið dýrar, t. d. þurfti það 1 smálest af kolum til að komast 12 sjómilur. Hinn 15. sept. s. 1. yar fáni þess dreg- inn niður og ætlunarstarfinu lokið. Síð- asti skipstjóri þess var kommandör-kap- teinn Barfod, sem margir kannast við hér, frá þeim tima sem hann var við strandgæzlu. Nú er það boðið til sölu, sem gamalt járn. Hið nýja skip sem hleypt var i sjóinn hinn 10. október, er dieselmótorskip, skrautlegt og fagurt. Mál þess eru sem hér segir: Lengd alls 74,90 metrar. Breidd 10,40 m. Skipið ristir 3,62 m. Þungi skipsins (deplacement) eru 1220 tons. Vélaafl 1300 hestöfl og hraði áætlaður 14 sjómilur á ldukkustund. Skipshöfnin verður alls 40 menn, á Dannebrog voru 56 menn, lengsta ferð gamla skipsins var farin er konungshjón- in fóru í heimsókn á því til Belgíu árið 1914. Að líkindum verða lengri ferðir farnar á hinu nýja skipi og máske það einhverntima sjáist hér við land; stærð þess er þvi ekki til fyrirstöðu.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.