Ægir - 01.10.1931, Síða 20
208
ÆGIH
Varðskip í stað „Fylla“.
1 »Politiken«, sem nýlega er hingað
komin, er þess getið, að búið sé að gera
teikningar og áætlanir um smíði á nýju
varðskipi, til að hafa landhelgisgæzlu á
hendi hér við land í stað »Fylla«, sem
er orðin gömul og eyðir miklu.
Er svo frá skýrt, að hinir íslenzku full-
trúar i lögjafnaðarnefndinn hafi krafist
þess, að hingað kæmi nýtízku, velútbúið
sk>p til að annast það starí, sem »Fylla«
hefur haft á hendi undanfarin ár. Danir
gátu engar ástæður fært gegn þessari
kröfu, svo búast má við, aðbyrjað verði að
smiða hið nýja varðskip í næstkomandi
aprílmánuði, þegar búið er að smíða hið
nýja konungsskip,- sem nú er unnið að.
Smíði hins nýja varðskips er að vísu
ekki á fjárlögunum dönsku, en allarlík-
ur eru til að tillaga um það verði sam-
þykkt í vetur.
Færeysk fiskiskip heimkomin frá
Grænlattdi og Islandi.
Frá Grœnlandi:
»Pólarfarið« . .
»Kristine Gjógv« .
»Karin« . . . .
»Lillie« . . . .
»Stella Maria«
aflaði 100.000 fiska
— 100.000 —
- 73.000 -
— 100.000 —
— 110.000 —
Færeyingar telja afla sinn enn í stykkj-
um eins og lengi var gert, hér á landi,
meðan skakskipin störfuðu.
Skipshafnir taka togara á leigu. t*eg-
ar það varð kunnugt snemma í haust,
að nokkrir togaranna myndu eigi verða
gerðir út á isfiskveiðar, vegna fjárhags-
örðugleika og óhagstæðs markaðar, tóku
skipshafnir þessara skipa, að ræða og í-
huga það, hvort eigi mundi þess kostur
að fá skipin á leigu.
Hugmynd þessi var rædd í sjómanna-
félaginu hér og var þar samþykkt, að fé-
lagið léti þetta mál afskiftalaust. Kom
svo málum, að samningar tókust um
leigu á bv. »Andra« og »Ver« og fór
»Andri« á veiðar 5. okt. en »Ver« 15.
oktbr.
Skipverjar allir eru hluthafar í útgerð-
inni og annast nefnd, kosin úr hópi þeirra,
framkvæmdir. */« af því sem afgangs er
beinum útgjöldum er lagt í sjóð, sem
geymdur er þar til endanleg skifti fara
fram. Andri seldi afla sinn í Þýzkalandi
19. oktbr. fyrir 20.118 rikismörk, sem
nemur rúmum 1200 £. Er það ánægju-
legt að svo vel skyldi takasl byrjunin, og
vonandi, að vel gangi áfram, þeir eiga
það skilið sjómennirnir, sem hér riðu á
vaðið í tvísýnu, til þess að afla sér og
sínum lifsbjargar.
Frá íslandi:
»Solo« . . . . . aflaði 18.000 fiska
»Fugloyggin« . — 33.000 —
»Sæborg« . . . — 38.000 —
»Phebe« . . . . — 31.000 —
»Guðrún« . . . . — 28.500 -
»Polarstjörnan« . — 42.000 -
»Esther« . . . . 35.000 —
»Haraldur« . . . — 25.000 —
»Firth of Forth«. Þar hefur fiskur
verið svo tregur undanfarið, að fjöldi
línuveiðaskipa hefur hætt veiðum um
stundarsakir.
Hinn 22. septbr. var fiskkaupmanni
Peter Forge i Billingsgate, send lúða frá
Noregi, sem vóg 546 lbs. Er það hin
stærsta lúða sem á Billingsgate-markað
hefur komið. Lúðan seldist þegar.