Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 9

Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 9
ÆGIR 127 er kælingin aðallega í því fólgin, að tunn- urnar eru geymdar undir vatni eða sjó, sem við og við er endurnýjað. Ber þess að gæta að vatnið eða sjórinn sé vel hreint og svo kalt sem hægt er. Geri ég ráð fyrir 7—8 gr. hila. Ég hef gert til- raunir með hvort tunnurnar mundu út- vatnast, við geymslu í vatni, þ. e. pæk- illinn sýjast (diffundera) i gegnum tréð. Eftir 3 mánaða tima er ekki hægt að flnna saltbragð af vatninu utan við tn. sem 25 gr. pækill var í. Ég hef einnig feng- ið upplýsingar um að síldartunnur, sem legið hafa í sjó t. d. við skipsströnd, hafa reynzt ágæt vara. Tunnurnar haldast al- veg hreinar og verða gulhvitar að lit. Gjarðir ryðga ekki meir en þótt tunn- urnar væru úti undir vætu og vindi. Við þessa geymslu innilokast hver tunna í loftþéttri og kælandi kápu, sem jafnframt heldur henni þéttri. Verða að- alkostir geymslunnar þessir: 1. Tunnurnar haldast í jöfnu, lágu hitastigi og geta ekki orðið fyrir áhrif- um lofts eða sólarhita. 2. Pækillinn í tunnunum rýrnar ekki né breytist, séu tunnurnar sæmilega þélt- ar þegar þær eru látnar í þrærnar og þarf því aldrei að pækla tunnurnar. 3. Tunnurnar haldast alveg hreinar. 4. Auðvelt að tæma þrærnar og rann- saka ásigkomulag síldarinnar. 5. Stotnkostnaður við »Anlegg« geymsl- unnar þarf ekki að vera meiri en ca. 75 aurar á tunnu. 6. Reksturskostnaður er mjög lítill. Auk þessa má benda á hve ómetan- legt það er, að geta geymt síldina hér heima fram eftir haustinu, og þurfa ekki að senda hana á yfirfylltan markað. Þrærnar hugsa ég mér byggðar þann- — Upp úr þróarstæðinu hugsa ég uiér grafið ca. 30 sm. lag. Sá útgröftur er svo notaður í þykka veggi hringinn í kringum allar þrærnar og er ca. 45 gr. halli á veggjunum að utan og innan, (sjá uppdr.). Skáhliðar veggjanna eru klæddar með kollóttu grjóti, en ofan séu þeir þaktir og látnir gróa. Skilveggir þrónna skulu steyptir og ná ca. 50 sm. niður í botninn. Botn þrónna sésaman- þjappaður leirbotn, og ef jarðvegurinn er sendinn, þarf að flytja leir að. Til þrifnaðar þarf að leggja malarlag yfir Ieirinn, og þar á 2x3” renninga undir tunnurnar. Afrennsli þrónna þarf að vera þannig gert að tæma megi að nokkru eða alveg, hvenær sem er, og að þær geti ekki yfirfyllst. Aðstreymið þarf að vera útbúið þannig að fylla megi hvaða þrö sem er á skömum tíma og hvenær sem er. Þrær af þeirri stærð sem sýnt er á uppdrættinum og á sæmilega hent- ugum stað, mundi kosta um 4500 kr. með aðstreymis og frástreymisröri og litlum mótor og dælu, eða sem næst 73 aurar á tunnu. Ef ráðlegt þætti að byggja enn stærri þrær, lækkaði verðið mikið hlutfallslega«. Hvað hinu atriðinu viðvíkur, að síld- in sé söltuð undir þaki, hef ég nokkr- um sinnum átt tal við hr. Sveinbjörn Jónsson, sem er mjög hagsýnn maður, og hefur hann gert uppdrátt þann að yfirbyggri síldverkunarstöð, sem hér birt- ist, og hefur hann borið þessar teikn- ingar undir nokkra helztu síldveiðamenn á Akureyri og farið eftir leiðbeiningum þeirra, en auðvitað breytir það heildar- kostnaðinum ekki mikið, þó að nokkuð sé brugðið út af, að því er fyrirkomu- lag söltunarkassa og »salt og geymslu« snertir. Hvað kostnaðinum við yfirbyggingu stöðvar, eins og sýnd er á myndinni við- víkur, skrifar Sveinbjörn: »Ég hugsa mér að »platning« og bryggj- ur séu byggðar áður og er nauðsynlegt

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.