Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Síða 11

Ægir - 01.05.1933, Síða 11
ÆGIR 129 að ca. helmingur »platningarinnar« sé á lofti, og helzt yíir sjó og óþélt, svo að kalda sjávarloftið leggi npp í skúrana. Eg hugsa mér þá gerða úr bárujárni á trégrind, veggi og þak. Mundu þeir þá kosta uppsettir með öllu, gluggum og hurðum, en án síldarkassanna og spor- anna kr. 10 þúsund. Eru þar með tald- ir geymsluskúrarnir«. Einn áberandi galla hef ég þó rekið mig á í þessari teikningu Sveinbjarnar, en það er, að hann gerir þarna ráð fyr- ir 4 pækilkerum. Haganlegast virtistmér að hafa aðeins eitt ker og stæði það fyrir utan skúrana og svo háttað að hafa mætti eina leiðslu frá því í gegnum skúr- ana undir þakinu, með afrennslislásum hér og þar, sem setja mætti á togleðurs- slöngu, svo að einn maður gæti gengið eftir tunnuröðunum og pæklað tunnurn- ar, í staðinn fyrir allan þann pækil- burð, sem nú almennt tiðkast á síldar- stöðvum. Mætti þá nota sömu dæluna til að dæla vatninu upp í pækilkerið og notaður er til þess að fylla geymslu- þrærnar. Annars vildi »Ægir« mælast til þess, að þeir sem lengi hafa fengist við síldar- verkun og sérstaklega eru kunnugir hvern- ig hagkvæmast væri að starfa að verk- uninni og haga útbúnaði stöðvarinnar í heild sinni, gerðu tillögur um það, og mundi blaðið fúslega birta greinar um þetta efni, væru þær hæíilega langar. Kr. Bergsson. Þorskafli Norðmanna 1933. Hinn 13. maí þ. á., var vertíðarafli Norðmanna þessi: Ár Afli alls Heri Saltað Lifur 1933 125 406 44 413 73 552 sml. 71 683 hl. 1932 146 974 60 767 77 116 — 88133 - Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Prolongation Urgell, 4—5. Barcelona 25. marz 1933. Nú stendur yfir hið daufa tímabil, sem venjulega kemur eftir páska, þegar neyzlan á saltfiski er með minnsta móti. Salan gekk þó all vel dymbilvikuna, svo að nú er ekki talið, að birgðir hér f Barcelona, séu nema tæplega 1000 lestir. Eru þær hér um bil allar hjá Hortet, því hinir innflytjendurnir hafa selt upp birgðir sínar og eru nærri fisklausir. Er því nokkur undirbúningur undir, að nýi fiskurinn komi, og ganga hér ýmsar sögur um, að Fisksölusambandið ætli sér að fela tveimur innflyljendum einkasölu á íslenzkum fiski hér i Kata- lóníu. Hef ég auðvitað borið þær til baka jafnóðum, enda væri slikt ekki nema til þess að hleypa færeyska fisk- inum enn betur inn á markaðinn, en áður. Einnig er nokkur eftirvænting um það hvert verð verði sett á það, sem fyrst kemur af nýja fiskinum. Færeyingar bjóða nú sinn fisk fyrir 26 sh., en geta auðvitað selt ódýrara en áður, vegna falls dönsku krónunnar. Fyrir okkur verður nauðsynlegt, að leita nokkuð fyrír okkur um það, hvaða verð markaðurinn þolir, og setja það ekki of hátt í byrjun. Liggja til þess tvenn rök. Önnur eru þau, að markaðurinn er allt af betri viðureignar, ef búist er við hækkun á verði frekar en lækkun, svo sem allir kannast við. Hin er sú, að svo virðist, sem kaup- geta sé með minnsta móti um þessar mundir. Má vera, að þelta sé að eins millibils ástand, þangað til vinna byrjar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.