Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 4
254
ÆGIR
unar og til útgáfu þjóðernis- og skrá-
setningarskirteinís fyrir skipið.
2. dæmi: Samkv. 2. málsgr. 6. gr. of-
angreindra laga, skal skrá skip, sem er
undir 30 rúmlestum, þar sem eigandi
þess á heima; séu þeir fleiri en einn og
eigi ekki heima í sama umdæmi, mega
þeir velja um staðinn.
N. N. kaupir skip, sem er undir 30
rúmlestum, frá Akureyri, en er sjálfur
búsettur í Hafnarfirði.
Nú verður N. N. að fá skráningu skips-
ins flutta frá Akureyri til Hafnarfjarðar,
samkvæmt því sem áður er sagt.
Þegar N. N. hefur fengið í hendur
eignarheimild sína á skipinu, fer hann
til lögreglustjórans í Hafnarfirði, sýnir
honum eignarheimildina og æskir þess
við hann, að skráning skipsins verði flutt
frá Akureyri til Hafnarfjarðar, og um
leið á eigandi skipsins að útfylla beiðni
um skráninguna, og þjóðernis- og eign-
aryfirlýsinguna. — Eyðublöð þessi fást
hjá öllurn lögreglustjórum. — Því næst
er lögreglustjóranum á Akureyri skrifað
eða símað og hann beðinn að strika
skipið út úr bókum umdæmis sins og
senda vottorð um það ásamt þeim skrán-
ingarskjölum skipsins, sem hjá honum
eru, til lögreglustjórans i Hafuarfirði.
Eftir að lögreglustjóri heíur veitt öll-
um nauðsynlegum skjölum til skráning-
arinnar, móttöku, skráir hann skipið í
bækur sínar, en sendir síðan öll skjölin
til skipaskráningarstofunnar, til end-
urskoðunar og útgáfu nýs mœlinga-
bréjs.
Eg skal taka það fram hér, að það
getur í nokkrum tilfellum verið vand-
kvæðum bundið að fá skráningu skips
flutta milli umdæma, vegna veðbanda,
sem á þeim hvíla, en undir flestöllum
kringumstæðum, eru þau hverfandi.
3. dæmið: Opinn bátur skal alltafvera
skráður í því umdæmi er eigandi hans
á heima.
Þegar skrá skal opinn bát, lælur eig-
andi mæla bátinn, síðan fær hann eyðu-
blað hjá hlutaðeigandi lögreglustjóra,
»Beiðni um skráningu á opnum bát«,
útfyllir það að öllu leyti og afhendir það
siðan lögreglustjóra, er svo skráir bátinn
á sama hátt og áður er getið. Hafi eig-
andi afsal, ber að láta það fylgja með.
Um flutning á skráningu opins báts,
milli umdæma, gildir það sama og áður
er sagt.
Þegar lögreglustjórarnir hafa skráð
skip, sem er fiskiskip, gefa þeir því fiski-
veiðaskírteini.
Um eigendaskipti á skipi, segir svo í
16. gr. laga nr. 37, 19. maí 1930, um
skráningu skipa.
Ef eigendaskipti verða að skipi eða
skipshluta, þá ber eiganda eða eigendum
bæði núverandi og fyrverandi eiganda,
að skýra lögreglustjóra frá því innan 4
vikna ásamt sönnunum fyrir heimild
sinni og þeim öðrum skílrikjum, sem
nauðsyn er á, svo að skráin verði leið-
rétt samkvæmt því.
Þessi grein þarf engrar skýringar með,
en rétt er að geta þess, að brot á þess-
ari grein varða sektum samkvæmt 24.
gr. áður greindra laga, allt að 2000 kr.
Þá kem ég að nafnabreytingunni á
skipum.
Því miður kemur það alltof oft fyrir,
að breytt sé um nafn á skipi, og það í
algerðu heimildarleysi og jafnvel settar
umdæmistölur á skip, lika í heimildar-
lejrsi.
Það mun oft vera svo, að mörgum
skipaeigendum finnst það óþarfa afskipta-
semi að vera að fást um það þó skipt
sé um nafn á þeirra eigin skipi nokkr-
um sinnum, og dæmi veit ég til þess að
maður sem átti opinn bát og hafði feng-