Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Síða 8

Ægir - 01.11.1933, Síða 8
258 ÆGIR Á þriðjudaginn 7. var enn leitað, en sú leit var árangurslaus og var þó leitað til mánudagskvelds og er nú talið víst, að Fram hafi farist og með bátnum fjór- ir eftirtaldir menn. Helgi Sigfússon, formaður, tengdason- ur Jóns Jóhannessonar, fiskimatsmanns á Siglufirði. Lætur hann eftir sig ekkju og tvö börn ung. Vélamaður á bátnum, Arngrímur Jóns- son frá Dalvík, ungur maður. Hinir tveir, Megvant Megvantsson frá Máná og Jón Valdimarsson, aldraður maður frá Dal- vik. Að þessum meðtöldum, er tala drukkn- aðra íslendinga hér við land, 68, talið frá áramótum s. 1. Hve margir útlend- ingar hafa drukknað við Island á þessu ári, er óvíst, en hópur sá er stór. Veðurathugunarstöðin í Papey. Vegna ummæla erindrekans i Aust- firðingafjórðungi í síðasta tbl. Ægis vil ég skýra frá þvi, að mér er eigi kunn- ugt um það, að komið hafi til orða að hætta við veðurathuganir 1 Papey, en þær hafa verið gerðar þar daglega síðan um síðustu aldamót eða yfir 30 ár. Gisli bóndi í Papey sendir veðurstofunni mán- aðarlega skýrslu um þessar veðurathug- anir. En vegna þess að ýmislegt í áður- nefndri skýrslu bendir til þess, að þar sé ekki átt við þessar veðurathuganir, heldur veðurskeyti frá Papey, þá vil ég ennfremur taka það fram, að veðurstof- an hefur eigi hingað til fengið veður- skeyti þaðan. Að vísu vildi veðurstofan um eitt skeið fá veðurskeyti þaðan og meðfram vegna þess átti að koma á skeytasambandi milli lands og eyjar, en með því að dráttur varð á þessu, gat veðurstofan eigi beðið eftir því og kom upp i þess stað veðurskeytastöð á Vatt- arnesi. Samt sem áður, þegar skeyta- sambandið við Papey síðar komst á, þá var hafinn undirbúningur til þess að fá veðurskeyti þaðan. En það var eigi fyr en um síðustu áramót, að veðurstofan fékk tilkynningu frá Papey, að veður- skeytin þaðan gætu byrjað, en þá var eigi hægt að fá samning við Landsím- ann um flutning veðurskeytanna, vegna þess að í ráði var að leggja niður, þá bráðlega, símastöðina í Papey. Veður- stofan verður nú að bíða eftir því, að annaðhvort verði símastöð sett þar upp aflur, eða samningur komist á um ann- arskonar skeytasamband við eyna, er tryggi það, að veðurstofan fái þaðan veð- urskeyti í framtíðinni. Reykjavik 11. nóv. 1933. Porkell Porkelsson. Frá utanríkismálaráðuneytinu. í sambandi við fyrri bréf um inn- flutningstoll á íslenzkri síld i Póllandi, skal Fiskifélagi Islands tjáð, að gildi heim- ildarinnar, sem pólski fjármálaráðherr- ann hefur haft til þess að lækka síldar- tollinn niðnr i J/3 af ákvæðistolli gild- andi tollaga, hefur verið framlengt til 30. april 1934. Þetta á þó því að eins við, að ekki fari meira en 60 síldar í 10 kiló. Til sama tíma hefur fjármálaráðherr- ann pólski heimild til þess að lækka tollinn á þurkuðum saltfiski niður í ]/s af ákvæðistolli tolllaganna, þ. e. úr 50 zloti í 10 zloti pr. 100 kg. (1 sterlings- pund er 28Va zloti).

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.