Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 12

Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 12
262 ÆGIR með þessari lögun voru i borðum báts, merktu þeir ágætan atla og gæftir á hafinu. Svo komu blóðkvistir, sem táknuðu ó- gæfu, en verstur allra kvista var sá, er líktist mynd af ketti, þvi sæist slíkur i bátsborðum, varð að taka þau burt og láta önnur í áður en á flot væri farið, að öðrum kosti færist báturinn. Eftir að búið var að athuga þetta allt og bæta úr, voru bátar settir á flot og til þess valið hádegisflóð. Þegar menn voru sezt- ir við árar, var bát ávallt snúið með sólu, þegar lagt var út á fiskimið. Ár- lega byrjuðu veiðar á hafi úti, kringum þann dag, er Shetlendingar nefna »Belt- ana«, þ. e. 1. maí og hættu um Lauren- siumessu eða um miðjan ágúst og voru þá hátiðahöld (»foy«) meðal fiskimanna, með dansleikjum og ýmsum gleðskap, í miklu stærri stíl en lokadagurinn hér. Þá var drukkið mikið öl og aðalskálin, sem drukkin var, fór þannig fram, að einhver af elztu formönnunum steig fram og mælti: »Loard, hadd Dy haand aboot da koarn an open da mooth o’da grey fish«. (Þ. e. »Drottinn haltu þinni hendi yfir korninu og opnaðu munninn á hin- um gráa fiski«). Útræði til djúpmiða voru hingað og þangað með ströndum eyj- anna, í smávíkum og fjörðum, þar sem lega var góð og þar voru verbúðir líkar og hér, sem þeir nefndu »da lodges«; voru þær gerðar af grjóti og torfi. Einn- ig voru þar hús fyrir birgðir þær, er fiskimönnum voru nauðsynlegar, salt, veiðarfæri o. fl. Var sá nefndur »tacks- mann«, sem stóð fyrir verzluninni. Einn- ig voru þar fiskreitir, þar sem fiskurvar verkaður. Meðan veiðar voru stundaðar á úthaf- inu, 30—60 sjómílur frá landi, var að jafnaði róðið tvisvar á viku og legið yfir línunum, en á hverjum laugardagsmorgni komu menn að, og eftir að gengið var frá aflanum, byrjaði helgin »da helly« og ekki var róið fyr en á mánudags- morgun; hreppstjórar, »the rancelmen« litu eftir því, hver í sinu byggðarlagi að sem flestir færu í næstu kirkju á sunnu- dögum. Ofviðrið, sem byrjaði síðari hluta dags hins 15. júlí 1832, skall snögglega á; voru þá allir bátar að veiðum úti á reg- inhafi og tíð hafði verið góð undanfarið og afli góður. Menn voru nýbúnir að leggja lóðir og andþæfðu (»aandooed«) í hægðum sínum þegar veðrið skall á með hagléli og ofsa. Við ekkert var ráðið; reynt var að halda bátunum upp í veðr- ið en það kom fyrir eitt, rekakkeri voru reynd en ekkert dugði. Einstöku bátar náðu landi eftir langa útivist og fréttist ekki af sumum fyr en eftir vikur, og voru margir taldir af, sem fram komu síðar. Einni skipshöfn bjargaði danskt barkskip, sem var á leið til Ameriku, en vegna vindstöðu varð það að halda leið- ar sinnar með mennina, Ættingjar þeirra fréttu ekkert um þá og töldu þá löngu dauða er þeir loks komust heim, sem ekki varð fyr en hinn 5. janúar 1833. Á Shetlandseyjum er ojtenn þá minnst á þetta ofviðri (»da july gale«) og af- leiðingar þess, er 17 bátar týndust og 105 fiskimenn drukknuðu. (Sea Breezes). Togarinn »Geysir« (áður »Draupnir«), strandaði við Orkn- eyjar, sunnudagskvöldið 19. nóvember. Mannbjörg varð, en skipið talið ónýtt.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.