Ægir - 01.11.1933, Síða 15
ÆGIR
265
ívilnana, sem Norðmenn njóta bæði á
íslenzkri landhelgi og í landi«.
10. Minnismerki sjómanna. (Nefndar-
tillaga): Út af erindi Sig. Gíslasonar.
»Fjórðungsþingið telur vel til fallið,
að reist verði minnismerki sjómanna,
og telur þakkarverða starfsemi séra Sig.
Gíslasonar í þá átt. Hinsvegar telur fjórð-
ungsþingið, að ekki sé unnt að taka nú
ákveðna afstöðu til þess, hvernig eða
hvar minnismerkið ætti að standa«.
11. Veðurfregnir. (Nefndartillaga):
»Fjórðungsþingið beinir því alvarlega
til stjórnar Fiskifélagsins, að hlutast til
um, að veðurathuganir verði framvegis
gerðar á útnesjum, þareð slíkar athug
anir, sem gerðar eru innfjarða, koma
alls ekki að tilætluðum notum. Og telur
fjórðungsþingið sig samþykkt tillögum
skipstjórafélagsins »By]gjan« ísafirði, til
framkvæmda í máli þessu«.
12. Rekstrarlán fyrir bátaúlveginn.
(Nefndartillaga):
»Fjórðungsþingið ítrekar enn þá kröfu
við Alþingi og ríkisstjórnina, að fyrir
hendi sé nægilegt rekstrarfé fyrir báta-
útveginn. — Jafnframl leggur fjórðungs-
þingið áherzlu á, að fé þvi, sem lánað
er út á fisk- eða fiskafurðir, verði dreift
sem jafnast um landið og að einstakir
smá-útgerðarmenn verði lánsfjárins jafnt
aðnjótandi hlutfallslega, sem hinir stærri«.
13. Ng síldarverksmiðja. (Nefndartill.):
»Fjórðungsþingið skorar eindregið á
Alþingi og ríkisstjórn, að hefjast handa
með byggingar síldarverksmiðju, er verði
fullger fyrir næsta síldveiðatímabil. —
Fjórðungsþingið .telur verksmiðju þessa
bezt setta í Djúpuvík við Reykjarfjörð«.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Greinargerð ngrrar síldarverksmiðju.
Síldveiðarnar eru nú orðnar einhver
umfangsmesti atvinnuvegur íslendinga.
Skiptir nú mestu fyrir mikinn hluta
fiskiflotans hversu síldveiðarnar gefast.
Enn þá hafa íslendingar ekki haft tæki
á, að hagnýta sér hina miklu auðsupp-
sprettu eins og vera ber. Hefur þó reynd-
ar orðið mikil breyting á þessu síðari
árin, einkum með fjölgun síldarverk-
smiðjanna, og sérstaklega með byggingu
síldarverksmiðju ríkisins. En þrátt fyrir
það, þótt allar núverandi sildarverk-
smiðjur séu starfræktar, þá geta ekki
nærri því öll fiskiskip landsins fengið
samning um sölu á bræðslusíld. Og það
sem verra er, þau skip, sem bræðslu-
samning hafa, verða einmitt að bíða
dögum saman eftir afgreiðslu hjá síldar-
verksmiðjunum. Má hiklaust gera ráð
fyrir því að siðastliðið sumar hafi skip þessi
misst af 1000—1500 málum af sild til
jafnaðar vegna þessa. Verða það 3000—
4000 krónur á skip, sé gert ráð fyrir
3 krónu verði á máli.
Bráðnauðsynlegt er því, að ríkið reisi
n^'ja síldarverksmiðju til viðbótar, er
bræði a. m. lc. 2000 mál á sólarhring.
Og það verður að gerast strax á kom-
andi sumri. Málið þolir enga bið.
Skiptar munu verða skoðanir um það,
hvar væntanleg síldarverksmiðja skuli
standa. Vér teljum mjög varhugavert, að
einskorða allan síldarútveg landsmanna
við Siglufjörð, einkanlega vegna síldveið-
anna sjálfra, þegar nær allur síldarflot-
inn verður að sækja á sömu eða svipuð
mið, fer varla hjá því, að mikill mis-
brestur verði á afla, nema í uppgripa
veiði. Og ef lengra þarf að sækja (vest-
ur á Húnaflóa eða austur á Axarfjörð),
verða mótorbátar að roiklu út undan,
einkum í misjafnri tíð, en gufuskip ein
geta þá stundað síldveiðarnar að ráði.
Margra ára reynzla er fyrir því, að
Húnaflóinn er eitt ábyggilegasta sildveiða-
svæði landsins, en vegalengdin til Siglu-