Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1933, Page 19

Ægir - 01.11.1933, Page 19
ÆGIR 269 h. Hafnarbætur á Akranesi. i. Lög Fiskifélagsins. /. Erindrekstur Fiskifélagsins í Norðurl. k. Styrkveitingar. l. Merking veiðarfæra. m. Síldarbræðslusföð í Norðurlandi. n. Vitamál. Þegar hér var komið, óskaði forseti þess, að allir fulltrúar störfuðu saman að undirbúningi til úrlausnar þessara mála á þinginu. Þá var fundi slitið þetta kvöld, en á- kveðinn kl. 4 e. h. daginn eftir. Hinn 19. nóv. kl. 4 e. h., var fundur settur á ný og þá tekið fyrir og samþ. eftirfarandi tillögur og ályktanir. 1. Fjórðungsþingið skorar á fiskút- flytjendur að standa saman um Fisk- sölusambandið, en brýnir hinsvegar fyr- ir íisksölunefndinni, að slanda vel á verði um öll þau atvik, sem valdið geta óá- nægju hinna ýmsu útgerðarmanna, svo það þurfi ekki að spilla félagsskapnum og heillavænlegum árangri, sérstaklega meðan svo stendur að ekkert má fara í handaskolum. 2. Fjórðungsþingið skorar á alla sjó- menn landsins og hugsandi fólk,að styðja i orði og verki hverskonar slysavarnir. því það er allt senn, fjárhags- mannúð- ar- og menningarmál. 3. Fjórðungsþingið lítur svo á, að hin nýjustu taltæki, séu eins og nú standa sakir, eitt hið öruggasta björgunartæki sem til er og skorar á alla útgerðarmenn að koma slíkum tækjum í báta sína, helzt fyrir næstu vertíð. 4. Fjórðungsþingið skorar á sjómenn í öllum verstöðvum við Faxaflóa að teggja nokkrar krónur af árlegum hlut sínum i björgunarskútusjóð, svo að þessu nauðsynlega máli verði fljótlega komið í höfn. Fjórðungsþingið þakkar Siglfirð- ingum það lofsverða dæmi, sem þeir sýndu síðastliðið vor í hliðstæða átt, þar sem allir bátar þeirra réru einn dag til ágóða fyrir björgunarskútusjóð sínn. 5. Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yíir dugnaði þeirra manna, sem hrundið hafa af stað innlendri veiðarfæragerð og skorar á alla útgerðarmenn að styðja þetta innlenda fyrirtæki sem bezt þeir mega. 6. Fjórðungsþingið vill benda á það sem fullkomið alvörumál, sérstaklega gagnvart togaraflotanum, hve hann með ári hverju rýrnar og gengur úr sér, án þess að um hæfilega endurnýjun sé að ræða. Með hliðsjón af þessu vill fjórð- ungsþingið beina þvi til stjórnar Fiski- félags íslands, að taka til yfirvegunar, hvort ekki sé hægt og á hvern hátt, megi koma hér við ellitrygging skipa. 7. Fjórðungsþingið treystir þvi, að Al- þingi viðurkenni starf Fiskifélagsins í þágu sjávarútvegsins, með því að veita því svo ríflegan styrk árlega, að starf- semi þess bíði ekki hnekki af þeim or- sökum. 8. Fjórðungsþingið skorar á rikisstjórn- ina að hafa gæzlubát í Faxaflóa á hættu- mestu tímum ársins, þangað til hin fyr- irhugaða björgunarskúta fyrir Faxaflóa kemur. 9. Fjórðungsþingið skorar ástjórn Fiski- félagsins, að hlutast til um það við rík- isstjórnina. að eftirlitsskip Vestmanna- eyja, hafi einniggæzlu á bátum frá Stokks- eyri og Eyrarbakka á tímabilinu frá 1. febr. til 31. maí ár hvert. 10. Þar sem á síðustu árum mikið hef- ur verið deilt um notin annars vegar og framtíðarhættu hins vegar af dragnóta- veiði í landhelgi, skorar fjórðungsþingið á þing og stjórn að hrapa að engu að úrslitum málsins, án þess að afla sér hjá sjómönnum víðsvegar að, þeirrar reynzlu,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.