Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 20

Ægir - 01.11.1933, Qupperneq 20
270 ÆGIR sem fengist hefur á þessu veiðarfæri á hinum ýmsu stöðum. 11. Þar sem fjórðungsþingið lítur svo á að smábátaútvegurinn sé sá áhættu- minnsti, en um leið að ýmsu leyti sá notadrýgsti fyrir þjóðarheildina, skorar fjórðungsþingið á Alþingi og ríkisstjórn að greiða fyrir þvi, að þessi útvegur hafi nægilegan aðgang að áriegu rekstursfé, svo ekki þurfi þess vegna að sæta hvers konar afarkostum um árlegan rekstur. 12. Fjórðungsþingið skorar á Alþingi og ríkisstjóru að segja upp norsku samn- ingunum svo fljótt sem verða má, þar sem ívilnanir til Norðmanna eru þeim margvislega mikils virði, en geta hins vegar verið okkur mjög skaðlegir, enda þótt til þess tæki ekki verulega síðast- liðið sumar. 13. Fjórðungsþingið skorar á næsta Fiskiþing, að beita áhrifum sínum í þá átt, að næsta reglulegt Alþingi veiti á fjárlögum ritlegan styrk til áframhalds byggingar hafnargarðs á Akranesi. 14. Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélagsins, undantekningarlaust, að leggja fyrir næsta Fiskiþing, breytingar á lögum Fiskifélagsins í þá átt sem fram komu á síðasta þingi. 15. Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir húsbyggingu félagsins og auknum starfskröftum (Þórðar Þorbjarnarsonar fiskiðnaðarfræðings), og telur að félagið hafi með því mjög aukið við möguleika sína til þess að vinna málum sjávarút- vegsins gagn. 16. Fjórðungsþingið vitir stjórn Fiski- félagsins fyrir aðgerðaleysi í því að halda saman, eða stofna fiskideildir í fjórðung- unum og hafa áhrif á störf þeirra, og telur að hún hafi í því falli minna gert en erindrekar félagsins í öðrum lands- fjórðungum til þess að viðhalda og tryggja starfsemi deildanna og samband þeirra við aðalstofnunina og krefst þess, að er- indreki verði sendur í allar veiðistöðvar nú þegar til tilrauna í þessa átt og síðar meir, þó ekki væri nema að hausti eða vetrarlagi. 17. Eftirtaldar fjárhæðir samþykkir fjórðungsþingið að veita af sjóði sínum með hér greindum skilyrðum. a. Að fénu sé varið í samráði við íjórð- ungsstjórnina, eftir fjárhæð i hverju til- felli, til þess sem að mestu gagni getur komið í viðkomandi veiðistöð. b. Að féð sé ekki greitt fyr en að upp- fylltu þessu skilyrði, og að því að verk- ið sé fullkomið, eða að svo verði gert: Til Eyrarbakka . . . 500 kr. Til Stokkseyrar . . . 500 - Til Akraness . . . 500 — Til Keflavikur . . . 250 — Til Voga á Vatnsl.str. 100 - Til Grindavíkur. . . 150 — Samtals 2000 kr. 18. Fjórðungsþingið heimilar stjórn sinni að verja allt að 300 kr., ákveðnum manni eða mönnum i ferðakostnað milli deilda, til þess að vekja þær og hvetja til starfa eða að stofna deildir þar sem því verður viðkomið. 19. Að gefnu tilefni telur fjórðungsþing- ið rétt að safnað verði rækilega á næsta ári, veiðaríæramerkjum i markaskrá fyr- ir Sunnlendingafjórðung og þá gefin út. Að því loknu telur fjórðungsþingið rétt, að skráin sé gefin út þriðja til fimmta hvert ár, en ný mörk á þessu millibili verði jafnan birt í »Ægi«. Að þessu loknu var fundi frestað og hann ákveðinn næsta dag kl. 1 e. h. Hinn 20. nóv. kl. 1 e. h. var fundur settur á ný. Eftirfarandi var tekið fyrir og samþykkt samhljóða atkv. 20. Fjórðungsþingið skorar á vitamála- stjórnina að setja sem allra fyrst upp

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.