Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1933, Side 22

Ægir - 01.11.1933, Side 22
272 ÆGIR í fyrsta sinn, að skipið hreyfðist lítið eitt, þegar ein holskeflan reið undir skut þess, sem var að nokkru í lausu lofti fram af klettinum, sem skipið stóð á. Mig langaði til að reyna að bjarga ein- hverju af dóti hásetanna, sem þeir voru búnir að róta fram á gólfið í klefa sín- um og einnig 2 fullum stórum pokum, með fötum o. fl., sem þeir höfðu skilið eftir i klefanum. Þetta afréð ég að gera, þótt ekki væri það létt fyrir mig einan eins og á stóð. Samt tókst mér að fylla 1 stórann fata- poka með ýmsum plöggum, og koma honum ásamt hinum tveimur aftur á þilfarið og yíir borðstokkinn, og renna þeim á kaðli niður til Guðlaugs og fé- laga hans, sem síðan komu þeim áleiðis til þeirra, sem voru á efri klettinum, og þá upp á Flösuna. Taka skal ég það fram, að þegar skip- stjóri og allir aðrir af skipsmönnum, sem ég hafði vakið, voru komnir á klett- ana fram við skipið, spurði ég þá hvort þeir væru allir, sem á skipinu voru, komnir þar saman, og kvað skipstjóri, ásamt hinum, að svo væri. — Þessa er getið hér viðvikjandi því, sem síðar verð- ur frá skýrt. Þegar ég var búinn að koma fatapok- unum úr háseta- og kyndara-bústaðnuin fyrir borð, þá fer ég aftur eftir skipinu og ætlaði inn í stýrimanna-herbergin til þess, að reyna að bjarga einhverju þar, en bæði var það, að þar var myrkur inni, en ég eldspýtnalaus, og svo, að nú hreyfðist og nötraði skipið talsvert þegar stór-brimsjór reið undir það að aftan, svo ég hætti við frekari aðgerðir, enda var nú farið ört að falla að, og voru félagar mínir farnir að kalla á mig með hinum mesta hávaða. Guðlaugur og fé- lagi hans voru fárnir yfir lónið og komnir á efri klettinn. Ég rendi mér nú niður af skipinu, sem ég nú fyrst veitti eftir- tekt hvað hét. — Nafnið var »Skandia«. Þegar ég var kominn niður á klettinn við skipshliðina, köstuðu félagar mínir til mín kaðli og batt ég hann um mig, en þeir drógu mig til sín yfir lónið, sem nú var farið mikið að stækka, og fékk ég þá ærlegt bað. Síðan héldum við sem eftir vorum af stað upp eftir Rifinu, og var þá orðið sumstaðar djúpt á því og mátti ekki seinna vera, því sumstaðar var það tæplega vætt. Allt gekk þó slysa- laust, og þegar upp að vitabyggingunni kom, þá voru félagar okkar að komast þangað með alla strandmennina, sem ekki höfðu verið liprir að ganga upp þangvaxið Rifið og vaða sjóinn djúpt, enda var það ekki von. Nú voru allir strandmennirnir leiddir heim til ísaks sál. vitavarðar, og þeim veittur hinn bezti beini og aðhjúkrun. Allir fengu þeir þur föt og heitt kaffi og aðra næringu. Síðan var farið með nokkra af mönnunum til gistingar að Hofi og Lambastöðum, en skipstjóra og öðrum yfirmönnum voru búin góð hvílu- rúm hjá ísak. — Þegar skipstjóri er svo- lítið farinn að jafna sig, skýrir hann mér og ísak frá því, að einn félaga sinna vanti í hópinn, það var brytinn. Sagði hann að brytinn, sem var aldraður maður hafi fengið slag, að líkindum af hræðslu þegar skipið kenndi grunns, og hefði hann verið lagður i athugunar-klefann og hefði ekkert lifsmark verið með hon- um áður en hann og aðrir skipverjar gengu til náða. Þetla þótti mér leitt að heyra, því ef ég hefði vitað um þetta meðan ég var á skipinu, mundi ég hafa athugað manninn, og að líkindum haft hann með hinum í land, þótt dauður hefði verið. Strax um nóttina, því nú var klukkan orðin yfir 2, skýrði skip- stjóri frá ferðalagi sínu og ýmsu, sem

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.