Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1934, Page 7

Ægir - 01.06.1934, Page 7
ÆGIR 133 gereyðilögð. En svo litið þarf til þess að þau hrynji, að hættulegt er að hafa þau uppistandandi. Timburhús eru þarna fleiri en stein- hús. Mörg þeirra eru ibúðarhæf, en flest skemmd og það meira en séð verður utan á þeim, í fljótu bili. Hafa þau t. d. skekkst, skilrúm í þeim skemmst, dyra- urnbúningar og þessháltar. Mest sést af skemmdum á grunnum þeirra, sem hafa mjög sprungið, og dottið úrþeim stykki. Svo mikill hávaði fylgdi jarðskjálftan- um, að menn í Dalvík héldu fyrst að orðið hefði ægileg sprenging. Þegar fólk þusti til dyra úr húsunum, gengu hurðir ekki upp víða, vegna þess, að dyraumbúningur skekktist. Tveir menn voru t. d. staddir í smiðju einni. Hlupu þeir á hurð smiðjunnar, er jarðskjálftinn kom, en fengu ekki bif- að henni. En rétt á eftir féll einn smiðjuveggur- >nn alveg, og þutu mennirnir þar út, sem veggurinn hafði verið. Þegar fólk í einu húsinu var komið út í anddyri þess, og ætlaði að rjúka út, vildi svo til að kvistur, sem verið hafði á húsinu féll niður rétt framan við dyrnar. Munaði mjög litlu, að fólkið yrði undir þeirri skriðu. í einu húsi í Dalvík hafði kona alið harn rétt áður en jarðskjálftinn kom. Húsið, þar sem sængurkonan var, skemd- ist mikið, féll t. d. úr því hálfur stafn. Hrundu flísar úr veggjum yfir konuna i rúminu. Varð henni þó bjargað ó- nieiddri. Þessar skemmdir urðu á húsum í Svarfaðardal, auk þeirra, sem áður hef- ur verið sagt frá : Stórt steinhús á Karlsá skemmdist mikið, og peningshús sprungu og skekt- ust. Á Upsum og Efstakoti skemmdust bæjarhús mikið. Á Svalbarði við Dalvík féll stafn úr húsi. Á Hóli eyðilagðist steinhús að mestu. Á Ölduhrygg féll fjós, og náðust kýrnar út með naumindum. Á Gullbringu og Grund féllu bæir að mildu leyti. Á Hrísum og Ytra-Garðshorni féll mikiðaf peningshúsum. Viðar hafa peningshús laskast og jafnvel fallið. Viða í Svarfaðardal og á Árskógsströnd komu sprungur í jörð. Eru sprungur þessar allt að því fet að vídd. Sumstað- ar hafa melhólar klofnað. Steinhús eitt fékk sprungu skammt of- an við jörð og náði sprungan gegnum alla veggina, svo húsið varð laust af grunni og kastaðist til um nokkra sentí- metra. Á 10—12 bæjum í Svarfaðardal hafa hús fallið meira og minna. Á Hrappstaðakoti t. d. eru peningshús öll fallin, en bærinn hangir uppi. Þar var byrjað að bjrggja steinsteypuhús. Hafði verið komin steypa í kjallaramótin. En allt það mannvirki jafnaði jarðskjálf- inn við jörð. í Hrísey urðu miklar skemmdir og eru þær helztu þessar: Fimm ibúðarhús eru það skemmd, að ekki verður í þeim húið, en ekkert hef- ur fallið. Kirkjan er slórskemmd, laus á grunni öðru megin og turninn rifinn frá, en stendur þó uppi. Nokkur útihúshafa fallið, en skólahúsið óskemmt. Hræringar hafa verið alla vikuna frá 3.—10. júní og halda áfram. 1 fyrstu var eignatjón, sem hlaust af jarðskjálftanum, áætlað 200 þús. krónur, en er nánar var athugað, var það talið 400 þúsund kr. og þar sem meira kem- ur daglega í Ijós af skemmdum mun ó- hætt að áætla það hálfa miljón og er hér um beint tjón að ræða, þar sem skaðabætur fást engar greiddar, því ekk-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.