Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1934, Page 8

Ægir - 01.06.1934, Page 8
134 ÆGIR ert hefur verið vátryggt fyrir jarðskjálft- um. Dagana næstu eftir aðalkippinn, var fólk furðu rólegt og farið að jafna sig; hélt það til í tjöldum, sem send höfðu ver- ið frá Akureyri og víðar, en hræringar hafa stöðugar verið, en þó vægar og var fólk farið að gera sér góðar vonir um, að geta flutt inn í húsin, en laugardags- kvöldið 9. júní komu tveir kippir í Dal- vík og víðar og einn á sunnudagsmorg- un hinn 10. Mánudagskvöld hinn 11. kom snarpur kippur í Dalvík og Svarf- aðardal kl. 7 og annar kl. 810, svo ekki þótti tiltækilegt að flytja í húsin að svo stöddu. Bjargráðanefnd og samskota- nefndir hafa verið kjörnar og fjársöfnun um allt land var þegar hafin, er um tjónið fréttist og hafa undirtektir verið með afbrigðum góðar. Útvarp og blöðin hafa flult landsmönn- um daglegar fréttir um atburði, miklu nákvæmar en hér er gert, en aðaldrætt- ir eru þeir, sem hér er getið og ná fram að 12. júní. t*að kemur æ betur og betur í ljós eftir því sem tíminn liður, að skemmdir og tjón er meira og minna fram með Eyjafirði, jafnt austan sem vestan. Skriðu- hlaup hafa komið úr fjöllum og ár hafa vaxið og Skagaljarðar undirlendi var sem einn fjörður í byrjun mánaðarins. Námskostnaður um síðustu aldamót. Arin kringum 1900 var meðaltal ment- unarkostnaðar manna talið svo: Skipstjóranám .... . kr. 490 Búfræðinám . — 560 Möðruvallaskólastúdent . . — 780 Prestaskólakandidat . . . — 1715 Læknaskólakandidat . . . - 3500 Latínuskólastúdent . . . — 2190 (Úr Almanaki Pjóðvinafél. 1901). Sumarveiöar viö Grænland. Eins og að undanförnu, eru Norð- menn hinir fyrstu, sem búa sig til veiða við Grænland í vor. 1 byrjun aprilmán- aðar var undirbúningur hafinn og unn- ið af kappi allan mánuðinn. Álasund má telja heimkynni hins norska fiski- flota og þaðan héldu tvö leiðangursskip norsk, áleiðis til fiskimiðanna, um miðj- an maí. Krossvíkur-leiðangurinn hefur 100 norska fiskimenn á móðurskipinu; Thors- havns-leiðangurinn hefur skráð 250 fiski- menn, á móðurskipið »Thorland«. 1 Krossvikurleiðangrinum eru auk móðurskipsins, hvalveiðabátarnir »Odd«, »Hauken« og »Sebaldi«. Þeir stunduðu hvalveiðar i fyrra en þær brugðust; var búist við líku þetta ár og verða þeir nú notaðir sem línuveiðaskip við Grænland. Skipinu »Thorland« fylgja mótorbát- arnir »Juvel« og »Iíoralen«. Ennfremur var móðurskip Helders- leiðangursins, »Arctic Queen« útbúið til veiða í Aalesund og skráði 200 norska fiskimenn. Til Aalesund kom »Arctic Queen« hinn 2 mai. Innflutningur. Samkvæmt skýrslum þeim, sem Hag- stofunni hafa borist, hel'ur verðinæti inn- flutningsins fyrstu 5 mánuði ársins num- ið þriðjuDgi meira heldur en á sama tíma í fyrra. Innflutningurinn er 5.2 milj. króna hærri heldur en útflutningurinn, en var í fyrra 0.5 milj. kr. hærri en út- fiutningurinn þá.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.