Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1935, Qupperneq 18

Ægir - 01.07.1935, Qupperneq 18
156 Æ G I R Hið nýja dieselskip hf. Skallagríms í Borgarfirði, kom lil Reykjavíkur laust fyrir miðnætli 10. júlí og fór sína fyrstu ferð lil Borgarness daginn eftir. Á hið nýja skip að halda uppi sömu ferðum og es. »Suðurland« hefur gert mörg ár, og hættir það nú ferðum. Skipið er smíðað hjá Aalborg Maskin- og Skihsbyggeri og' er 280 smálestir hr. en 114 netto. Það heflr 780 ha. diesel- vél, sem smíðuð er hjá Möller & Jock- umsen í Horsens. Ennfremur er i skip- inu önnur vél, 30 ha. fyrir vöruvindu og akkerisvindu, knúin rafmagni. Er hún smíðuð hjá sama firma. Skipið er mið- stöðvarhitað. Stju'ið er svokallað straum- línustýri. — Skipið er 125 fel á lengd, 22 á hreidd og 13 á dýpt. Það ristir full- Iilaðið (um 300 smál.) um 12 fet, en í ferðum milli Borgarness og Reykjavík- ur, sé miðað við 125 smálesta flutning, ristir það 9 fet. En það er mesta hleðsla, sem ætlast er til, að skipið hafi á þeirri leið. Farþega má það flytja allt að 250, í flóaferðum. Tvö eru fari'ými, skjól gott á þilfari og promenadeþilfar á hæð stjórnpalls. Skipstjóri Pétur Ingjaldsson sótti skip- ið lil útlanda og fekk vont veður á leið- inni, og telur lumn »Laxfoss« ágætt sjó- skip, eftir þeirri reynslu að dæma, sem Ms. »Laxfoss«. liann fékk á ferðinni frá útlöndum; — getur Ægir ekki óskað eigendunum og hinum reynda skipstjóra, betri óskar en þeirrar, að honum megi ganga eins vel á hinu nýja skipi og honum farnaðist á »SuðurIandinu« gamla, og að »Laxfoss« megi endast eins vel og það. Undirrituðum var leyft að skoðaskip- ið og har þá ýmislegt fyrir augu, sem mér þótti nýstárlegt, en þótt eg mínnist á tvennt eða þrennt, skulu þeir sem lesa þetta, ekki taka það öðru vísi en, að það komi frá þeim, sem er kominn langt aftur úr allri siðmenningu nútímans og geti ekki fýlgst með. Sijórnpallur: .Tá, er nokkur stjórnpall- iii' á skipinu, þar sem þeim, sem trúað er fyrir dýru skipi og líli þeirra, sem ferðast á því, er gefið fullt næði til að gæla skyldu sinnar, eða það skjól, sem æskilegt er, fyrir yfirmenn og þann, sem stýrir? Getur skeð, að slíkur útbúnaður þyki góður, en ekki langaði mig til að standa þar við stýri, á haustnóttum í slydduhyl og máske eiga, ef beygja ætti við í hvelli, að snúa hjólinu 13 snún- inga, alls eru þeir 2(5, frá borði tíl borðs. Búast má við dansi og grammófónnnis- ik, svona 1—2 álnir frá yfirmönnum og þeim sem stýrir, máske í blindþoku, en þegar svo stendur á, vandist eg við það á sjóferðum mínum, að þá ætti brúin að

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.