Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1936, Side 8

Ægir - 01.03.1936, Side 8
02 Æ G I R Hér er birl taíla um ársaflann í veiði- stöðvum fjórðungsins, og er aflaupp- hæðin fyrir 1934 sell í sviga aftan við. Rúmið í Ægi leyiir ekki að skýra frá afkomuhorfunum í veiðistöð hverri, eins og ég hafði upphaflega gert, en með samanhurði aflans í ár og í fyrra sjá menn mismuninn. í slórum dráttum má segja þetta: í Steingrímsfjörð gekk fiskur nijög seint og aldrei varð þar góðfiski, en reit- ingsafli í sumar og í hausl. Tiltölulega betri afli en í veiðistöðvunum hér í ná- grenninu. Á Gjögri hafa fiskveiðar lílið verið stundaðar, enda aflatregt mjög. Vorvertíðin í Sléttuhreppi (Hornstr., Aðalvík, Hesteyri) hrást lilfinnanlega, einkanlega urðu Strandir algerlega út- undau með aflafeng. Nokkur aflareit- ingur var í Mið-Djúpi i júni, en síðan ekki fiskvart þar. Um aðalveiðistöðvarnar hér (Álftafjörð, Isafj.kaupstað, Hnífsdal, Bolungavik) er það í stuttu máli að segja, að velrar- vertíðin varð mjög léleg og vorvertíðin engu betri. Undantekning frá þessu eru þó að nokkuru stærri bátarnir af tsa- firði, sem sörguðu upp nokkurn afla í vetur og framan af vori. Opnir vélbátar úr Hnífsdal og Bolungavík fengu oggóð- an afla í Djúpinu í maí. Álftfirðingar, Hnífsdælir og Bolvíking- ar höfðu samið um sölu á sumarafla sínum í ísfisktogara og réðu bátshafnir fyrir kaup, en aflinn brást algerlega, svo mikið tap varð af. Reknetaveiðarnar eru eini ljósdepillinn í fiskveiðunum á þess- um slóðum, en ekki stunduðu þær nema tiltölulega fáir bátar allan tímannn, nokkrir voru eigi tilbúnir fyr en sild- veiðunum var um það lokið. í haust hafa fiskveiðar mjög lílið verið stundað- ar í greindum veiðistöðvum, enda ákaf- lega aíllatregt oftast, helzt nokkur afli fyrir jólin. Sagt er mér, að hæstu hausthlutir í Hnífsdal og Bolungavik nemi um 100 krónum. Súgfirðingar höfðu mjög rýra vetrar- vertíð, en vorafla nokkuru skárri en Bolvikingar. Haustvertíðin hefir verið nokkuð meira stunduð en annarsstaðar og sell í togara, en aflinn mjög tregur. Frá Flateyri hafa íiskveiðar ekki ver- ið stundaðar svo teljandi sé síðan í vor. En þar er um mun fjölþættari atvinnu að ræða en í öðrum sjávarplássum. Rek- netahátarnir þaðan öfluðu nijög vel. Það- an gengu og þrír bátar á dragnótaveið- ar og gekk mikið vel, aflahæsti bátur- inu, Garðar, fiskaði fyrir 10.500 krónur, eii hásetahlutir námu um 700 kr. Geri aðrar fiskveiðar hetur! Þá skapaði og síldarverksmiðjan, eða einkum karfa- vinnslan, mikla atvinnu í kauptúninu. Ennfremur var hert þar nokkuð af ufsa af karfaveiðalogurunum o. 11. Um Dýrafjörð er ekkert sérstakt að segja umfram það, sem í síðustu skýrslu minni greinir. Yetrarafli línugufubátanna varð sæmiLegur, en vorallinn brást að mestu. Yélbátarnir úr Haukadal hættu veiðum í byrjun júní og síðan er ekki um þorskveiðar að ræða i Dýrafirði, nema lítilsháttar til heimaneyzlu. Um Arnarfjörð er svipað að segja. Línugufubátarnir frá Bildudal höfðu nokkurn afla yfir veturinn, mjög lítinn í vor. Tveir bátar voru á færaveiðum fyrri hluta sumars, en gekk illa. Aftur aflaði nýr hátur frá Bíldudal, eign Jens Hermannssonar, allvel um tíma í sum- ar, en hann sótti ávalt út úr firðinum. Bátur þessi er smíðaður af Gísla Jó- hannssyni á Bíldudal. Ilann er um 32 feta langur og 9 fet á breidd, eða um 0 rúmlestir að stærð, með þilfari að mestu

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.