Ægir - 01.02.1938, Side 4
42
Æ G I R
sjó. Hvergi annarsstaðar á landinu voru
menn eins mikið upp á sjóinn komnir
með afkomu sina eins og hér.
Upp úr þessuni jarðvegi óx og dafnaði
Skipaábyrgðarfélagið. Hvergi annarsstað-
ar á landinu datl mönnum þá í liug að
tryggja skip sin og ekki fyrr en löngu
seinna nema liér, og skal ég gefa nokkrar
upplýsingar því viðvíkjandi.
Árið 1890 var á Stokkseyri stofnaður
Ábyrgðarsjóður opinna róðrarskipa í Ár-
nessýslu. Mun það vera eina tryggingar-
félag fyrir opin skip, sem þekktist þá á
landinu, auk Skipaábyrgðarfélags Vcst-
mannaeyja. Ábyrgðarfélag þilskipa við
Faxaflóa var ekki stofnað fyrr en 1898, en
ekki er mér kunnugt um, að þar liafi áður
slarfað ábyrgðarfélag fyrir róðrarbáta.
Það er ekki fvrr en vélbátaútgerðin hefst
að menn vakna til meðvitundar um nauð-
syn á stofnun ábyrgðarfélaga. Árið 1903
var svo stofnað Vélbátaábyrgðarfélag ísa-
fjarðar, 1909 Bátaábyrgðarfélag Evfirð-
inga, 1909 einnig Sjóábyrgðarfélagið Kóp-
ur á Patreksfirði, 1908 Ábyrgðarsjóður
fyrir vélbáta í Árnessýslu og 1914 Vélbáta-
áljyrgðarfélag Akurnesiuga.
Vestmannaeyingar höfðu þvi engar inn-
lendar fyrirmyndir um stofnun ábyrgðar-
félaga, þegar þeir hófust handa i þessu
máli árið 18(52. Forgöngumaður Skipa-
ábvrgðarfélagsins Bjarni E. Magnússon
var stjórnandi þess fvrstu 10 árin, og mun
hann hafa kynnst starfsemi trýggingarfé-
laga utanlands. Þessi merki maður gerðisl
hér sýslumaður árið 18(51 að nýloknu em-
bættisprófi og var hér sýslumaður í 11 ár.
Héðan fór hann til Húnavatnssýslu, eftir
að hafa fengið veitingu fvrir þeirri sýslu.
En þar naut hans skamma stund, þvi að
hann varð bráðkvaddur 25. mai 1876 að-
eins 45 ára að aldri. Ég skal ekki fjölyrða
i þessari minni ræðu um þennan merka
mann, því að lians mun verða minnst af
öðrum hér i kvöld, eins og skvlt er, þvi
að Bátaábyrgðarfélagið og allir Vest-
mannaeyingar standa í svo stórri þakkar-
skuld við ])etta stórmerka yfirvald, að af-
mæli félagsins má ekki halda án þess að
lians sé minnst. Skipaábyrgðarfélagið var
sérstaklega heppið, ekki einungis með for-
göngumanninn og fyrsta stjórnanda, held-
ur og að því er snerti sjótjón. Það má
segja, að það hafi ekki orðið fyrir neinu
verulegu tjóni allan þann tíma, sem það
iiafði aðeins opin skip í tryggingu, en það
var fram til ársins 1908. Á þessum fyrstu
45 starfsárum félagsins voru aðeins 674
kr. greiddar í skaðabætur, en á sama tíma
safnaðist i varasjóð nálega 4 495 kr., er
þólti i þá daga stór upphæð.
Um 1907 fóru breytingatimar í hönd um
útgerð Vestmannaeyja að því leyti, að
opnu skipin lögðust niður, en mótorskip
komu í staðinn. Við þetta jókst trygging-
arupphæðin gifurlega, og leiddi þetta vit-
anlega til ýmsra brevtinga á félaginu. Þar
á meðal að nafni þess var breytt í Báta-
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja. Hið breytta
félagsheiti var samþykkt á fundi 24. nóv.
1907. Eru því rétt 30 ár siðan félagið
breytti um nafn. Arið 1911 tók félagið
upp þá nýbreytni að endurtrvggja, lijá
Samáhýrgð Islands á fiskiskipum,öll þau
skip, er það hefir liaft i tryggingu og hefir
gert það jafnan siðan.
Hvað rékstur félagsins á undanförnum
árum snertir, vil ég leyfa mér að vísa til
greinargerða, er við herra Ástþór Matt-
híasson sömdum síðastliðinn vetur um
starf félagsins, í tilefni af þvi að Alþingi
hafði þá lil meðferðar lagafrumvarp um
tryggingu vélbáta, er skert hefði til muna
sjálfstæði þessa elzta skipatryggingarfé-
lag's landsins, ef ekki hefði fengizt sú und-
anþága, er i vetur var iögfest þvi viðvikj-
andi og sem gildir fyrst um sinn í 3 ár.
Nú eru liðin 76 ár siðan félagið var