Ægir - 01.02.1938, Síða 9
Æ G I R
47
smál. Þorskveiðarnar við Lofóten gení,fu
vel í meðallagi. Þátttakan í veiðunum var
minni en árið áður. Yertíðaraflinn i Lo-
fóten varð alls 82 þús. smál. en 53 þús.
smál. árið 1936. A tímabilinu 1929— 1937
liéfir árleg meðalveiði verið 87 þús. smál.
Fyrir fiskinn var goldið 10—13Vo evrir pr.
kg., lifur 18—32 aurar pr. líter og fvrir
lirogn 15—30 aura. Heildarverðmæti Lo-
fótenaflans nam 13,6 millj. kr. en 9 millj.
kr. árið áður. Hlutir sjómanna urðu að
meðaltali yfir vertíðina 136 kr. brutlo,
en 270 kr. 1936. Þorskveiðarnar við Finn-
mörk beppnuðust vel og varð Jieildarafl-
inn mjög svipaður og fyrra ár, eða um
14 þús. smál. Fiskur var yfirleitt smár
og lifrarlítill, bæði við Lófóten og Finn-
mörk.
Þorskveiðar Norðmanna við Island
gengu mjög illa. Alls voru farnar 17 veiði-
ferðir og veitt fyrir samtals 235 þús. kr.,
en 929 þús. siðastl. ár. Norður til Sval-
barðs og Bjarnarevjar voru farnar 1 18
veiðiferðir og aflað alls 2500 smál. af
þorski en 1000 smálestir fvrra ár. Eng-
lendingar og Færevingar öfluðu vel á
þessum slóðum, Jiótt Norðmenn fiskuðu
þar sama og ekkert á lóðir. Sunnmæring-
ar stunduðu flvðruveiði við Færeyjar, eins
og undanfarin ár, og gafst það vel. Fjórir
norskir leiðangrar stunduðu veiðar við
5restur-Grænland og fiskuðu alls fyrir 290
jiús. kr. A þessari útgerð varð mikið tap,
og sérstaklega mun Thorlands-leiðangur-
inn, sem sagt var frá i 7. tbl. Ægis 1937,
bafa orðið afar liart úti. Talið er að á
næstu árum verði ekki liægt að stunda
ábatasama flyðruveiði í Davíssundi eða á
miðunum þar i nánd, vegna þess liversu
gengið hefir á flyðrustofninn á þessum
slóðum undanfarandi ár. Allir norsku leið-
angrarnir veiddu alls 14 smál. af flyðru,
og má greinilega marka á þvi, liversu hún
er upp urin á þessum miðum.
Átta togarar stunduðu veiðar á árinu
og veiddu alls fyrir 2 430 þús. kr. Hlutir
háseta urðu frá 3—5 þús. kr. yfir árið. En
árshlulir liáseta á línuveiðagufuskipum og
síldveiðigiifskipum eru ekki taldir hafa
farið fram úr 2000 kr.
Ufsaveiðin gekk svipað og síðastl. ár,
og fiskuðust alls 26 þús. smál. og var hert
af því 23 580 smál. Sala á hertum ufsa
gekk greiðlega. Sjómönnum var borgað
8 aura fyrir kg. af ufsanum og nam heild-
arverðmæti lians 2 080 þús. kr.
Makrílveiðin gekk lakara en fyrra ár og
varð heildaraflinn 2 177 smál. minni, en
eigi að síður nam heildarverðmæti ma-
krilsins 1 850 þús. kr.
Rækjuveiðarnar gengu miklu ver en ár-
ið áður og varð heildaraflinn 2100 smál.,
en 2600 smál. árið 1936. Heildarverðmæli
rækjanna á árinu nam 1600 þús. kr.
Flvðrunetaveiðin. Frá áramótum og
fram í aprílmánuð var þessi veiði stund-
uð mjög mikið og i sumum héruðum al-
veg einliliða. Talið er, að á þessu tímabili
liafi fiskast um 2 500 smál. af flyðru.
Menn gerðu sér góðar vonir um að liaust-
veiðin yrði mikil, en hún brást alveg. Úl
af Andenes var dágóð veiði, en bvergi
annarsstaðar, og er það athvglisvert, að
einmitt á þeim slóðum veiddist ekkert af
flyðru haustið áður. Yeiðin við Andenes
nam um 40% af haustaflanum, en hann
var nálægt 700 smál. Þegar lilið er á það,
að um 600 bátar mcð 3000 manna áhöfn
tóku þátl i þessari veiði, þá dylst manni
ekki, að slík úlgerð liafi verið rekin með
miklum halla. Það virðist svo, að liin ó-
venju mikla flyðruveiði síðari lilula árs-
ins li)36 og fyrri hluta árs 1937 bafi haft
sorglega mikil neikvæð áhrif á flyðru-
stofninn, og er það álit margra, að það
muni taka langan tíma að hann komist á
það stig, sem hann var áður en flyðru-
netaveiðin. bófst. Ilin síðari ár hefir