Ægir - 01.02.1938, Qupperneq 14
52
Æ G I R
stjómin orðið að leigja alla varðbátana,
en nú er svo komið, að lokið er við smíði
á fyrsta varðbátnum af fjórum, og kom
hann lil Revkjavíkur 24. febrúar.
Uppdrátt að varðbátnum gerðu Páll
Pálsson og Hafliði Hafliðason skipasmið-
ir í Reykjavík. Smíði bátsins var boðið
út innanlands og kom lægsta tilboð frá
Gunnari Jónssyni og Herluf Ryel, skipa-
smiðum á Akureyri, og var því tekið.
„Óðinn“, en svo heitir báturinn, er 70
smál. að slærð og hefir 240 ha. „Delta“-
dieseivél. Báturinn hefir eina 37 mm.
fallbyssu og' verður útbúinn nauðsynleg-
um björgunartækjum.
Ivostnaðarverð bátsins varð rúmar 140
þús. kr. Aætlað er að báturinn kosti um
80 þús. kr. í rekstri á ári.
„Óðinn“ er fvrsta löggæzluskipið, sem
smiðað er liér á landi, og einnig mun hann
vera stærsta skipið, sem smiðað liefir ver-
ið hérlendis.
Skýrsla um aflabrög’ð
í Grímsey 1937.
Árið, sem er að enda, hefir verið Gríms-
evingum hagstætl að því leyti, að allt af
varð fiskvart, árið um kring, ef á sjó gaf,
en gæftir voru mjög stopular, t. d. gat
ekki heitið að fært væri á sjó frá 16. ágúst
og fram yfir miðjan októher. Aðal ver-
tíðin stóð yfir, frá 20. júni lil 16. ágúst,
eftir það var ekkert saltað til útflutnings,
alla aðra tíma ársins var fiskurinn hertur
til sölu innanlands, eins og endranær.
Til fiskveiða gengu: 1 þilfarsbátur 4
lesta, 6 opnir vélbátar um 10 lestir alls og
5 árabátar. Saltað var blautt með dálki
46000 kg. stórþorskur (59200), 174000
smáfiskur (88000), svigatölur afli 1936.
23 sjómenn stunduðu veiðarnar. Handfæri
var aðallega notað, að undantekniim 2
„trillum“ og þilfarsbátnum, sem notuðu
linu að meslu leyti.
Fiskvart varð í þorskanet í maí, en sú
veiði var oflítið stunduð, mest var það
svilafiskur, sem veiddist. Fjrir nokkrum
árum var talsverð netaveiði hér, og munu
menn liugsa sér að stunda hana meira
framvegis. Þilfarsbáturinn fór á rekneta-
veiðar i byrjun ágúst, en aflaði lílið, vegna
storma o. fl„ en saltaðar voru þó hér til
útflutnings á 2. lnmdrað tunnur af sild.
Lúðu- og liákarlaveiði brást alveg, en
brognkelsaafli var meiri en nokkurntíma
áður í manna minnum. Lifur var keypt
fvrir 15 aura líter.
Það bamlaði mjög aflabrögðum að veik-
indi voru hér meiri í sumar en 30 s. 1. ár.
Inflúenza gekk hér í vor, og mun hún hafa
átt mikinn þátt í þessari óvanalegu ó-
hreysti í ungum og gömlum. Læknir var
fenginn af Akureyri, og mun lionum ekki
hafa litist vel á heilsufarið yfirleitt. Sex
manns voru fluttir á sjúkrahús á Akurcvri
og Húsavík. Þrír fullorðnir karlmenn dóu
á árinu og ein stúlka 15 ára. Graftarígerð-
ir, blóðeitrun og bólguveiki ýmiskonar var
mjög áberandi.
Eggjataka og fuglaveiði var vel í með-
alJagi, og sama má segja um grassprettu,
en nýting beyja afleit vegna sífeldra rign-
inga og súlda. Að síðustu grófu margir
bráðabirgða súrbeysgryfjur og lítur út
fvrir, að súrheyið sé i bezta lagi, munu
bændur ætla að notfæra sér þessa sjálf-
sögðu votviðraheyverkun meira framvegis.
í sumar var reistur liér viti úr stein-
stevpu, var það hið mesta nauðsynjaverk,
og eru Grímseyingar þakklátir fyrir þær
framkvæmdir, en á honum verður þó ekki
kveikt fyrr en á næsta sumri.
Sandvik, 31. dcs. 1937.
Steinólfur E. Geirdal,