Ægir - 01.02.1938, Side 15
Æ G I R
53
Fiskiþingið
var vse!t 15. febr. og slendur það yfir
enn þá. Frá störfum þingsins verður
sagt i næsla ))laði.
Fréttir úr verstöðvununi.
Grímsey:
Mánudagsmorguninn 7. febr. reru 7 bátar
úr Grímsey, og var þá bjart veður. En snögg-
lega hvessti af vestri og var komið stórviðri kl.
10VÍ> f. h. Allir bátarnir komust þó klakklaust
aS landi, nema einn, er fekk hinn versta barn-
ing. Hann komst þó undir eyna, en hrakti út
meS henni og barst aS siSustu inn i litinn vog
undir bjarginu og mölbrotnaSi þar. ÞaS vildi
mönnunum til lifs, aS lágsjávaS var, og gátu
þeir því skriSiS upp klungururS undir berg-
inu. A bátnum voru tveir menn, og voru þeir
mjög þrekaðir, er heim kom og annar meiddur
á fæti.
Isafjörður:
BeilingarkapiJmót fór fram i Alþýðuhúsinu
á Isafirði á vegum félagsins Bylgjunnar 28. jan.
Keppendur voru 28. Beitti hver 2 lóðir eða 200
öngla og lagði linuna, og giltn vissar reglur
um það, hversu verkiS skyldi af hendi leyst.
Urslit urðu þau, að fyrstu verðlaun hlaut Karl
Sigurðsson, 10 mín. 20 sek., önnur verðlaun
hlaut Ólafur GuSjónsson. 10 min. 55 sek. og
þriðju verðlaun hlaut Kristján Pálsson, 11 mín.
37 sek. Allir verðlaunahafarnir eru úr Hnifs-
dal. Verðlaunin voru: Fyrstu fánastöng og 40
kr., önnur 40 kr. og þriðju 20 kr. Þetta kapp-
mót er hið fimmta i röðinni. Hið fyrsta var
háð 1922. Styzti tími áður 12 mín. 17 sek.
Seinast i febr. voru allir stærri vélbátarnir
frá Isafirði farnir á veiðar. Var afli dágóður úti
fyrir firðinum og undir Jökli, en þangað sækja
stærstu bátarnir. Rækjuveiði var mikil i febr.,
einkum seinni bluta hans, cn veiðin var sótt
til Arnarfjarðar.
Ólafsvík:
Þar hefir verið dágóður afli síðan á áramót-
um og stundum ágætur. Einnig hefir aflazt
vel á Sandi, þegar gefið hefir á sjó.
Akranes:
A Akranesi hefir verið stofnað nýtt útgerð-
ttrfélag, er hejtjr Viðir b.f., og hefir það fest
kaup á togaranum ,,Sindra“. Af Akranesi ganga
alls á vertíðinni 24 vélbátar og auk þess
„Sindri“ og linuveiðarinn „Ólafur Bjarnason“.
Afli hefir verið dágóður á Akranesi og hafa
aflahæstu bátarnir fiskað um og yfir 20 skpd.,
þegar bezt hefir látið. Togarinn „Sindri' hefir
stundað ufsaveiðar, og er stærsti ufsinn flak-
aður og saltaður, en smærri ufsinn látinn i
verksmiðjuna og unninn i fiskimjöl.
Iteykjavík:
P'lestir togararnir þar hafa legið bundnir
við hafnargarðinn, síðan þeir hættu ísfisks-
veiðum. Stendur nú yfir verkfall, vegna kaup-
gjaldstreitu, seni er á milli útgerðarmanna og
togaraháseta, og verður ekki enn séð fyrir,
hversu lengi það muni vara. Fjórir togarar
hafa verið á ufsaveiðum og aflað vel. Þrir
togarar hafa undanfarið stundað saltfiskveiðar
við Norður-Noreg, og er einn þeirra úr Rvik,
„Reykjaborg“, en tveir úr Hafnarfirði.
Fjórir vélbátar úr Rvik stunda nit þorsk-
veiðar og auk þess linuveiðagufuskipið „Sig-
riður“.
Hafnarfjörður:
Bæjarútgerðin í Hafnarfirði hefir nýlega
fengið efni i 50 fiskhjalla, og ætlar hún að
herða i þeim ufsa á komandi vertið. Togarar
bæjarútgerðarinnar eru nú á ufsaveiðum.
Suðurnes:
Frá Grindavik ganga i vetur 30 bátar og er
þar af 5 þilbátar, en hitt eru flest opnir vél-
bátar frá 3—6 smál.
Afli á Suðurnesjum hefir verið í meðallagi.
það sem af er vertið.
Vikuna 13.—20. febr. nrðn Suöurnesjamenn
fijrir miklum ágancji erlendra togara, og misstu
þcir á fjórum dögum
242 bjóð af linu á 01/— ........... U762 kr.
62 uppistöður á 31/— .............. 1922 —
4 Ijósbaujur á 15S/— .............. 632 —
Alls 17316 —
Xú er tulinn vera jjar meðalafli, og áætla
fteir, að j>á fiskist hálft skpd. að meðaltali á
bjóð. Fá j)vi allir séð, að j>að er ekkert smá-
rcvðis tap, sem Suðurnesjamenn hafa orðið
fgrir, auk veiðarfæraíjónsins. Þecgar fregnir
jjessar bárust Fiskiþinginu, sem ná stendur
yfir, var samstiindis borin upp og samþykkt
svohljóðandi tillaga: