Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 5
Æ G I R 111 Að þessu athuguðu, hlýtur að vakna hugsun um, livað liægt sé að gera til þess, að afstýra þessum vanda og, ef eigi tekst, hvað liægt sé að gera til atvinnuhjálpar því fólki, sem liér á lilut að máli. Tvær til fjórar milljónir króna árlega í vinnulaun — greiddar i erlendum gjald- eyri — til þeirra, sem fyrir 40—50 árum höfðu úr litlu að spila, virðast nú vera að ganga úr greipum vorum að miklu levti. Að sú stétt, sem hér er sérstaklega átt við, geti lækkað sínar kröfur í námunda við það, sem neyzluþjóðunum nægir, er — mér liggur við að segja — óhugsandi. Það er þessvegna mjög áknýjandi að leila nú þegar úrlausnar þessa máls. En hvað er liægt að gera til bjargar? Þelta hlýtur að verða umhugsunarefni hverjum, sem skyn her á. Nýmælið um niðursuðu fisks, sem Sölu- samband ísl. Fiskframleiðenda liefir nii hafizl handa um og vonandi verður að giftu, getur ekki, um ófyrirsjáanlegan tima, hætt þelta skarð og ei lieldur sá of- hraði visir að öðrum innlendum iðnaði, sem óumflýjanlega lilýtur að falla i rúst- ir að meiru eða minna leyti, er viðskipti landa á milli komast aftur í eðlilegan farveg. Ólafur Proppé. Síldveiðar Norðmanna í vetur. bað liggja nú þegar fyrir skýrslur um lJað, hvað Norðmenn öfluðu mikla sild á síðastl. vertíð og hvað heildarverðmæti liennar nemur. Alls öfluðust 5220 þús. id. af sild og var greitt alls fyrir liana npp úr sjó 21 milljón kr. og er það meira verðmæti en nokkru sinni fyrr. Árið 1930 fengust 19 milljónir kr. fvrir sildina upp úr sjó, og var það hámark þar til nú. Sj ómannadagurinn. Sá siður hefir verið ríkjandi alllengi er- lendis, að ýmsar stéttir þjóðfélagsins til- einki sér einlivern ákveðinn dag á árinu, sem notaður er einkum í því augnamiði, að vekja atlivgli á störfum stéttanna, að- ijúð þeirra og áhugamálum. Þessi siður liefir flutzt liingað til lands og hafa ýms- ar stéttir og félög lielgað sér ákveðinn dag á ári hverju. Nú er röðin komin að sjómannastéttinni og hefir hún kjörið sér fvrsta sunnudag i júni, nema þegar hann ber upp á livítasunnudag, þá verður Sjó- mannadagurinn haldinn annan í hvíta- sunnu. Það eru stéttarfélög sjómanna í Reykjavik og Hafnarfirði, sem hafa hund- izt samtökum um að hrinda þessu máli í framkvæmd. Lengi framan af, á árabátatímahilinu og skútuöldinni, var í vitund fiskimann- anna einn dagur á ári hverju sérstaklega þeirra dagur, en það var lokadagurinn. Hann var einskonar „töðugjaldadagur“ við sjávarsíðuna og því allt annað en Sjómannadeginum er ætlað að vera. Takmarkið með Sjómannadeginum er meðal annars að efla samliug sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina stéttarinnar, að lieiðra minningu látinna sjómanna og þá sérstaklega þeirra, sem hlotið liafa leg- stað í faðmi Ránar, að kynna þjóðinni lífsbaráttu sjómanna við störf þeirra á sjónum, að auka þekkingu þjóðarinnar á því, live þýðingarmikið starf stéttin vinn- ur í þágu þjóðfélagsins og að beita sér fyrir margskonar mehningarmálum, er varða stéttina. Þessu takmarki hyggst stéttin að ná með útvarpserindum, rit- gerðum í hlöðum og tímaritum, sýning- um, samkomum, íþróttum og öðru því, sem telja mætti líklegt að stéttin gæti vak- ið á sér athygli með. Til þess að sjá um framkvæmdir og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.