Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 11

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 11
Æ G I R 117 ust þess, að snúið yrði við til sama lands, en skipstjóranum tókst að sefa þá svo, að ferðinni var lialdið hindrunarlaust áfram þeirra vegna. Alls voru 40 farþegar með skipinu, 11 slúlknr og 29 karlmenn, skipshöfnin var 37 menn. Þann 22. apríl, að kvöldi, lenti „Sirns“ í liöfn i New York, og hafði þá verið I8V2 sólarhring á leiðinni yfir Atlantshafið. Það hafði eytt 450 smál. af kolum. Lengst liafði það farið 220 sjómílur á sólarhring. Koma skipsins til New York vakli mikla undrun og var talin iioða gerbreytingu á samgöngum milli álfanna. „Sirus“ fór frá New York 1. maí eins og ákveðið hafði verið og fór síðan eina ferð aftur til Ameríku. Sextán stundum síðar en „Sirus“ lenti i „New York“ kom „Great Western“ ])ang- að, eftir 15 daga ferð og liafði eytt 655 smál. af kolum á leiðinni. Móttökurnar, sem Great Western fékk voru mjög mikil- fenglegar, enda var þelta fyrsta skipið, sem kom þangað, er heinlínis liafði verið smíðað til þess að halda uppi gufuskipa- ferðum á milli Englands og New York. >,Great Western“ sigldi milli Englands og Ameríku til ársins 1847. Félagið liafði þá eignast risaskipið „Great Britain“. Það var þó ekki nema 280 fet á lengd, en þótti feiknarstórt á þeirra tíma mælikvarða, og var það fyrsta járnskipið sem fór yfir At- lantsliafið og fyrsta skipið, sem knúð var áfram með s])öðum i stað hjóla. Þau þrjú félög, sem liófu gufuskipa- ferðir milli Ameríku og Evrópu, lifðu öll heldur stutt, en hrautryðjendastarf þeirra er merkilegur þáttur í sögu gufuskipanna °g samgangnanha milli „nýja- og gamla- hcimsins“, og lciddi meðal annars til jiess, að á næsta ári, 1838, var hyrjað á að senda póst yfir Norður-Atlantsliaf. Við sögu gufuskipaférðanna yfir Al- lantshaf, munu lengi knýtt nöfn þeirra Isamhard Brunels, mannsins, sem fvrst og mest barðist fvrir því að gufuskip yrðu noluð á þessari leið, og skipstjórans Rich- ard Roberts, er fyrstur stýrði gufuskipi milli Englands og Ameríku og fyrstur manna týndi gufuskipi og allri áhöfn á þessari leið. Hvalveiðarnar í Suðurhöfum síðastliðna vertíð. Heildaryfirlit yfir hvalveiðarnar í Suð- urhöfum 1937—38 er nú þegar fyrir hendi. Ef veiðin við Suður-Georgíu er talin með heildaraflanum, ]iá hefir hvallýsisfram- leiðslan alls numið 3.352 þús. fötum, en á vertíðinni þar á undan var liún 2.658 þús. föt. Hvallýsisframleiðslan skiplist nú þannig á þær þjóðir, er þátt tóku í veið- unum: Norðmenn 967 þús. föt, Bretar 1.111 þús. föt, Þjóðverjar 560 þús. föt, .Tapanir 389 þús. föt, Bandarikin 114 ])ús. föt og Panama 116 þús. föl. Enn þá liggja ekki skýrslur fyrir um það, hvernig heildarveiðin skiptist niður eftir hvaltegundum, nema hvað snertir veiði Norðmanna. Veiði steypireiðarinnar virðist ininnka með Iiverju ári, og var nú aðeins 34.43% af heildarafíanum. Eru uppi ýmsar getgátur um það, livaða or- sakir liggja til þess, að steypireiðinni fækk- ar svo mjög. Sumir halda því fram, að Iiim hafi flutt sig af aðalmiðum hvalveiðaranna og sé nú einkum í Weddelhafinu, en aðrir telja að með veiðunum undanfarandi ár hafi verið gengið of nærri stofninum. Miklu minna veiddist af lmúfubak á þess- ari vertíð en fyrra ár, og telja menn að ])að stafi af því, að svo mikið var lagt sig eftir að veiða hann 1936—’37. Að meðaltali fengust úr hverjum lival

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.