Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 13

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 13
Æ G I R 119 ált, að viðhalda hvalstofninum í Suður- höfum, en þær þykja ekki nógu róttækar og þess vegna hefir verið efnt til nýrrar ráðstefnu. Árabátaformaður í hálfa öld. Þeir eru fáir sjómennirnir nú á tímum, er stöðugt hafa haldið sig á árahátum við fiskveiðarnar, en aldrei á mótorbát að ekki sé talað um togara. Einn þeirra ör- fáu hér um slóðir, sem altaf hefir lialdið sér við árabátinn sinn er Bjarni .Tónsson, að Berjadalsá á Snæfjallaströnd. Hann hefir líka verið formaður flestum lengur, eða 51 ár alls, og jafnan á fjögramanna- fari, þar til fyrir nokkrum árum, að hát- urinn minnkaði. Bjarni hyrjaði formennsku vorið 1886, þá 19 ára að aldri, fvrir Sigurð bónda Jós- efsson á Sandevri, sem um þær mundir hafði útveg mikinn. Síðar var iiann for- maður fvrir tengdaföður sinn, Bjarna Guð- mundsson að Berjadalsá. — Arið 1912 eignaðist hann loks hát, fimmmannafar, og iiefir verið formaður á honmn, jíar til allra síðustu árin, að fiskur hefir geng- ið frá. Hefir Jiann nú stundað róðra i nokkur vor, einn á hát, og enn í vor reri gamli maðurinn einn, þegar færi gafst. Má þvi segja að hann hafi vcrið formaður til þessa dags. Hann hefir altaf verið formaður úr sömu verstöðinni, á Snæfjallaströnd. Fyr á árum var sjór stundaður þarna mestan hluta árs, en oftast haust og vor. Nú hefir lengi aðeins verið róið þarna á vorin, og þó mjög stutt og stopult, því fiskur hefir lagst þar mjög frá síðari árin, svo sem annarsstaðar hér vestra. Bjarni var jafnan aflamaður og oftast hlutahæstur á ströndinni, sjómaður góð- ur, gætinn og öruggur. Aldrei hefir hann orðið fyrir slysi öll þessi ár. Má- það teljast vottur um mikla giftu í sjóferðum. Bjarni er fæddur og uppalinn þarna á Snæfjalla- ströndinni, og hefir átt þar heima alla æfi. Hafa þeir frændur verið farsælir sjómenn og aflamenn, svo sem Kolbeinn Jakobs- son, fyrrum ln-eppstjóri í Unaðsdal, Kol- beinn Elíasson, frá Ögri, sem lézt i vor í hárri elli, og jafnan var mjög aflasæll. En engir hafa þeir þraukað jafn lengi við sjósóknina og formennskuna og Bjarni gamli. Bjarni er ennþá furðu ern, og fer til fiskjar er færi gefst. Gæti ég trúað þvi, að hann ætti eftir að manna út hát sinn i vor, ef verulegur afli kæmi í Djúpið, eins og títl var fyrrum, og má því vera að enn sé nokkur spölur til fullra vertíðarloka lijá honum. í marz. K. J. Fiskveiðar Nýfundnalands 1937. Fjárhagsafkoma Nýfundnalands var i heild sinni Jietri árið 1937, en undanfarin 6 ár. Nálega allar atvinnugreinar þjóðar- innar jukust nokkuð á árinu, nema þorslc- veiðarnar, en þær eru höfuðalvinnuveg- urinn og er talið að fjórði liluti þjóðarinn- ar liafi atvinnu við þær. Heildarþorskafl- inn var 10 þús. smál. minni en árleg með- alveiði. Einnig var óhagstæð veðrátta fyrir fiskverkun. Þrátt fyrir það, að fiskverðið væri 10% liærra cn fyrra ár, þá bætli það ekki afkomu fiskimannanna, þar sem flestar útgerðarvörur liækkuðu i veðri. En þó að fiskveiðarnar gengu frekar illa, þá voru þó miklu færri fiskimenn, sem nutu stuðnings eða voru á framfæri þess opin- ijera árið 1937, en mörg undanfarandi ár, og var það einkum að J)akka þvi, live miklu fleiri menn fengu nú atvinnu við skógarliögg en verið hefir undanfarið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.