Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 4
110 Æ G I R ar skiptir nieslu máli i millilandaviðskipt- um. í þriðja Iagi, að reynslan hefir sýnt, að hæg't er að verka fiskinn i sjálfum neyzlulöndunum og það mun ódýrara en verðmunurinn er á milli verkaðs og' ó- verkaðs fisks héðan. Myndast í þessum löndum, á þennan hátt, atvinnugrein fyr- ir sambærilegt fólk við það, sem að fram- an er minnsl á. Eru þessar hreytingar á sÖlumeðferð fisksins, atvinnulega séð, svo alvarlegar, að horfast verður í augu við þær í tíma og finna ráð við. Höfum við spennl bogann, um kaup- gjald og verkunarkostnað, of bátt, eða var þessi breyting óumflýjanleg ? Vafalaust er það, að allur kostnaður við meðferð fisksins bér, eftir að á land kemur, er alltof liár samanborið við kostnað keppinauta vorra. Svo hár, að hvergi mun sambærilegt. Þó efast ég um, þótt lægri væri — eftir að reynsla var fenginn um möguleika verkunarinnar í neyzlulöndunum - að bægt befði verið að stemma á að ósi. Til þess eru skilyrðin svo gerólík. Það mun vafalítið, að verka- fólk liér þarfnast margs og meira, en sam- bærilegt fólk í suðlægum löndum, og þar- afleiðandi liærra kaupgjalds, enda er sam- anburðurinn nær ótrúlegur. Fyrir nokkrum árurn var ég' í Grikk- landi um nokkurt skeið óg gerði mér far um, að kynna mér allt um fiskverzlun og fisknevzlu þar í landi. Er Grikkland eitt af þeim löndum, er saltfisknevzlan befir aukizt í til muna liin síðustu árin, en eigi er að tala um sölur þangað nema á óverkuðum saltfiski. Þó er ekki svo, að fiskurinn sé matreiddur þánnig. Síður en svo. Neytendur vilja hafa bann nlinnst labradorverkaðan. En þegar ég liafði séð aðstöðu þeirra til verkunar og sannfærst um, að rétt væri skýrt frá þvi, að fiskverk- unarstúlkur liefðu i dagkaup, fyrir 10 tíma vinnu, í kringum 20 Draelnna, eða, með þáverandi gengi, um 90 aura, álíka og liér var greitt um klukkutímann fyrir sambærilega vinnu, skyldist mér fvrst til fullnustu, að fiskþurrkun íslendinga Iilyti að vera dauðadæmd. Hafði ég þó nokkr- um árum áður fengið lík rök, sem ég ekki þá tók eins alvarlega. Yar þetta í Portugal, en ég bafði þá selt þangað skips- farm af óverkuðum saltfiski. Atti ég leið þar mn, skömmu eftir að fiskurinn var affermdur, og buðu kaupendurnir niér að skoða fiskinn og verkunarstöðina, sem er skammt fyrir norðan Oporto. Þegar við snemma morguns komum á stöðina, sem var umgirt og í gegnum port að fara, sá ég úr bilnum, að islenzka fánann bar þar við loft og varð mér starsýnt á. En þeg- ar inn fyrir bliðið kom, var vegurinn að verkunarhúsunum, sem eigi var þó mjög langur, stráður blómum og trjálaufi. Spurði ég bverju sætti, en samtimis opn- aði verkstjóri stöðvarinnar billiurðina og bauð mig, í nafni verkafólksins, velkom- inn með þeim mnmælum, að mér bæri að þakka, að allt þetta fólk, sem ynni á stöð- inni, befði nú atvinnu.- Mér rann til rifja, en þegar spurningu miimi um kaupgjald þessa fólks var svar- að með því, að stúlkurnar hefðu um 5 Escudos á dag, fyrir 10 tíma vinnu, en það samsvaraði um 1 kr., trúði ég læpast og sannfærðist ekki til fulls, fyrri en eft- ir veru mína i Grikklandi. Lífsskilyrði eru lík í báðum löndunum — fátækt og nægjusemi. Mitt á milli, um verkunarkostnað, eru ítalia og Spánn. En í ítaliu er aukinn inn- flutningur á saltfiski orðinn staðreynd og svo mun verða á Spáni, þá er eðlileg við- skipti við það land hefjast aftur, og er þá ekki gert of mikið. úr þeirri viðleitni, er öll þessi lönd gera nú, til eigin salt- fiskveiða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.