Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1938, Blaðsíða 9
Æ G I R 115 Sjálfritari kostar um 4.400 kr. og ætti sú upphæð ekki að vaxa þeim mönnum svo í augum, er með þessi mál hafa að gera, að ókleift þætti að eignast hann. Getur vel farið svo, að sú uppliæð greiðist margfaldlega aftur og ]>að áður en langt líður. Merkileg't aldarafmæli í sögu gufuskipánna. Um þessar mundir eru liðin hundrað ár síðan gufuskip fór fyrst yfir Atlanls- liafið, milli Evrópu og Ameríku. 1 því sam- handi þykir tillilýða að minnast hér á að- dragandann að stofnun þessa gufuskipa- sambands, sem þótti stórmerkilegur við- burður í samgöngumálum þeirra tima, og gela þeirra manna, er þar koma mest við sögu. Það er fyrst á árinu 1825 að bryddir á hreyfingu í þá átt að stofna til gufu- skipaferða yfir Atlantshafið, og á því sama ári er stofnað félag í Irlandi með ])að fyrir augum að hrinda ]>essari hugmynd í framkvæmd. Félagið eignaðist þó aldrei neitt skipið og þar með varð ekkerl úr framkvæmdum í það skiplið. Eftir 1833 var mál þelta vakið á ný og var tilefni þess, að kanadiska gufuskið „Royal William“ liafði þá farið mjög langa leið, án þess að nola segl. Það þótti nýlunda í þann tíma, meðan verið var að reyna, hvort hægt væri að knýja áfram skip með gufuvél. Sá maðuriim, sem mest barðisl fyrir því að koma á gufuskipaferð- um yfir Atlantsbafið og stjórnaði forust- unni, var ungur verkfræðingur, að nafni Isambard Brunel. Maður þessi vann hjá járnhrautafélaginu „Great Weslern" og naul þar mikils trausts. Það var álil Bru- nels, að þegar járnbrautin milli Brislol og London væri fullgerð, að þá væri nauð- synlegt fyrir járnbrautarfélagið að geta séð þeim far])egum, sem þurftu að kom- ast til Ameriku, fyrir áframhaldandi fari þangað vestur. Og til þess að koma þessu i framkvæmd, lagði hann til, að félagið léti byggja gufuski]), sem notað væri í þessar ferðir. Hugmynd Brunels mætti mikilli mótspyrnu, og þegar rætt var um liana á opinberum fundum, þá reyndu and- stæðingar lians að tefla fram liinum fá- ránlegustu röksemdum gegn máli Iians. Sá maðurinn, sem bezt gekk fram i því að ónýta þessa hugmynd Brunels, var hinn þekkti eðlisfræðingur dr. Lardner. Taldi Iiann að hjólagufuskij) þeirra tíma gætu ekki lestað svo mikil kol, að þau nægðu þeim vfir Atlanlshafið. Hann lét einnig svo um mælt á fundi í Liverpool, að það væri álíka lojálfalegt að tala um ])einar gufuskipaferðir milli Englands og New York, eins og að tala um að ferðast til tunglsins. Brunel hafði að engu ákúrur og full- yrðingar andstæðinga sinna, en vann sleitulaust að þvi að koma þessu áhuga- máli sínu í framkvæmd. Árið 1835 fekk hann því til leiðar komið við nokkra stærstu hluthafa járnbraulafélagsins, að slofnað var gufuskipafélagið Great West- ern, og skyldi það láta smiða gufuskip, sem liéldi upp ferðum milli Englands og New York. Leið nú ekki langur tími þar til bvrjað var á smíði skipsins og var því hleypt af stokkunum 19. júli 1837 og voru 20 þús. áhorfendur viðstaddir. Skip þetta var látið heita „Great Westeru“ og var það 212 fet á lengd og 35VÍ> fet á hreidd. I ])að var sett 750 hestafla vél, og var það sú stærsta gufuvél, sem fram til þess tíma hafði verið smiðuð i skip. „Great Western“ var knúð áfram með lijólum, eins og öll gufuskip á þeim tíma. Áliöfn- in á skipinu var 60 manns, en alls gat það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.