Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1939, Side 4

Ægir - 01.07.1939, Side 4
154 Æ G I R franska paleniið eða hleraungarnir hafa komið síðan. Skömmu áður en ég kom lil Englands, þekktist ekki að hafa hlera á botnvörpunni, heldur var notuð bóma til að halda lienni opinni. Voru margir Isléndingar á enskum tpgurum, þegar þér komuð til Englands? — Já, það voru þó nokkuð margir. FJestir voru þeir liásetar. Islenzkir skip- stjórar voru þá afar fáir þar, eða helzt engir, svo ég muni eftir, nema Árni Byron. En þeim fjölgaði svo smátt og smátt. Hvar og hvenær tókuð þér skipsljóra- próf ? — Eftir að ég var búinn að vera 2J/2 ár á togurum fór ég á stýrimannaskóla í Grímsby. Það var nú reyndar eldri löng skólavist — aðeins 6 vikna námskeið. Þá var það regla í Englandi, að veita ekki slýrimannspróf nema þeim, sem höfðu siglt í fjögur ár. Það sem hjálpaði mér, var að ég hafði verið á skútu heima áður en ég fór, svo að ég liafði nógu langan siglingatíma. Ég var svo stýrimaður í eitt ár, en að því liðnu fór ég aftur á skóla- Iiekk í 6 vikur og lók þá skipstjórapróf, og var það árið 1912. I júlí það sama ár varð ég svo skipstjóri. Á livaða skipi? — Ja, það var nú dálítið einkennilegt, ég byrjaði eininitt mína skipstjórnarævi á „Volante“, sama skipinu, sem ég hélt með að heiman fyrir 5 áruiii síðan. I millibilinu hafði ég verið á 4 togurum. Á „Volante“ var ég skipstjóri í eitt ár, en að því loknu fékk ég annað betra skip. Svo kom stríðið? — Já, svo kom stríðið. Áður en það liófst var ég í félagi við aðra byrjaður á að láta smíða nýlt skip, sem hét „Wal- pole“. Þegar stríðið skall á var það langt komið, en þó ekki skropjiið af stokk- unu,m. Þann 20. ágúst 1914 var „Walpole“ tilbúinn til veiða, og tók ég þá við skip- stjórn á honum. Þar með var ég kom- inn á skip, sem ég var sjálfur eigandi að að nokkru leyti, því að í „Walpole“ átti ég y±- hluta. Eftir að ég hafði farið á lion- um 4 veiðiferðir tók stjórnin hann, setti á hann byssur og notaði liann til liern- aðar. —- Meðan á stríðinu stóð stundaði ég fiskiveiðar á ýmsum skipum. Hvað er yður minnisstæðast frá þeim tima? — Á þessum árum liöguðu Englend- * ingar útgerð sinni þannig, að þeir létu 10 togara vera saman í flokki. Fallhyss- ur voru settar á tvo þeirra og var maður úr hernum hafður til að stjórna þeim. Það var svo árið 1916, að öll þessi skip voru á veiðum í Norðursjónum, kom þáuþp sprengja á öðrum hleranum á skipinu, sem ég var á. En er ég sá hvers kvns var, renndi ég' hleranum riiður aftur, en þá snerti hún skipið og sprengdi það undir sjómáli. Að 5 mínútum liðnum var skipið sokkið. En á þeirri örstuttu stundu hafði okkur tekizt að koma út bátunum og björguðumst við allir liéilu og liöldnu í þá. Síðan kom einn togarinn, sem var í sama flokki og við, og tók okkur. — Þessi alburður er mér hugstæðaslur frá stríðs- árunum. Þegar striðinu lauk . . . ? Þá fékk ég „Walpole“ aflur. Ég var þá hlutliafi í tveimur togarafélögum og kevpti það félagið, sem ég gekk seinna i „Walpole“ af liinu félaginu. Eftir að ég hafði verið 9 mánuði á „Walpole" að stríðinu liðnu, seldum við hann til Is- lands. Nokkru síðar seldum við alla log- ara félagsins — alls finnn — vegna þess hve gamlir þeir voru orðnir. Fór ég þá úr þessu togarafélagi og gekk í gamla fé- lagið aftur. — Svo leið þannig fram til 1923, en þá flutti ég alfarinn frá Grimsby til Hull. Réðist ég þar skipstjóri á einn

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.