Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1939, Blaðsíða 14
248 Æ G I R 2. Enginn má gangast inn á að kaupa eða selja, í Newfoundlandi, neinn þurrkaðan salt- þorsk, nema á þeim grundvelli, að ákveðið verð sé greitt fyrir fisk af hverjum flokki, sem þessi rcglugerð kveður á um, hvort held- ur er að rœða um harðverkaðan eða léttverk- aðan fisk. 3. Þrátt fyrir ákvœði 2. greinar þessarar reglugerðar, má sá fiskur ganga kaupum og sölum, sem seljandi hefir áður afhent kaup- anda, og sem hefir, þegar afhending fór fram, verið flokkaður af fiskimatsmanni í þá flokka, sem reglugerð þessi skipar fyrir um, og þá strax verið pakkað í ílát, merktur eða brennimerktur með orðum, er gefa til kynna, að hann sé af einhverri þeirri tegund, stærð og gæðum, sem viðurkennd er í útflutnings- verzluninni, gegn verði, sem er hæfilegt fyrir fisk af þeirri tegund, stærð og gæðum, er merkið eða brennimarkið gefur til kynna. 4. Ekki má fara fram sala og afhending á fiski, nema öðruvísi sé kveðið á um i þessari reglugerð, nema því aðeins, að fiskurinn hafi um leið og afhending fer fram, verið flokk- aður af fiskimatsmanni i þá flokka, sem þessi reglugerð ákveður. 5. Þrátt fyrir ákvæði 4. gr. þessarar reglu- gerðar, má, án frekari flokkunar, afhenda fisk, sem seljandi hefir áður afhent kaupanda, og sem hefir, þá er afhending fór fram, verið flokkaður af fiskimatsmanni í þá flokka, sem reglugerð þessi ákveður og hefir þvínæst þeg- ar í stað verið pakkað i ílát og merktur eða brennimerktur með orðum, er gefa til kynna, að hann sé af einhverri þeirri tegund, stærð og gæðum, sem viðurkennd eru í útflutnings- verzluninni, eftir að sala hefir farið fram. (i. Ekki má flokka þurrkaðan saltþorsk nema á matshorði, og skal fiskimatsmaðurinn handleika og skoða hvern fisk út af fyrir sig við flokkunina. 7. Sérhverjum eftirlitsmanni, sem skipaður er af Fiskimálanefnd (Newfoundlands Fish- eries Board) skal, hvenær sem er á sann- gjörnum tíma, vera lieimill aðgangur að hverjum þeim slað, þar sem fiskur er keypt- ur, seldur, geymdur, pakkaður, merktur eða brennimerktur. Ennfremur skal eftirlitsmanni vera heimilt að vera viðstaddur flokkun, pökkun, merkingu eða breniiimerkingu á öll- um fiski eða fiskpökkum, og skal sérhver fiskimatsmaður, eða annar sem feest við slíkt, fara eftir fyrirmælum slíks eftirlitsmanns við flokkun, pökkun, merkingu eða brennimerk- ingu. Sé eftirlitsmanni neitað um aðgöngu að einhverjum þessháttar stað, þá er það brot á reglugerð j)essari af hálfu eiganda staðarins eða þess, sem hefir umráð yfir honum. Ef fiskimatsmaður eða sá annar, er við slíkt fæst, neitar eða vanrækir að fara eftir fyrir- mælum eftirlitsmanns, þá er það brot á reglugerð þessari og getur það varðað fislci- matsmann missi á löggildingu hans. 8. Þurrkuðum saltþorski skal skipla í eftir- farandi flokka: a) Harðverkaðan. b) Léttverkaðan. 9. Harðverkaður fiskur skal metinn í flokka eftir eftirfarandi reglum: a) Úrvalsfiskur (Choice) : (Spanskur). Gallalaus fiskur, fremur harðþurrkaður, sér- staklega þykkur, bliknaður, holdið nokkuð glært, slétt yfirborð, vel flattur, fullkomlega hreinn á baki og framhlið, og laus við blóð- bletti, kekki, lifur, garnir eða salt á framhlið. b) Markaðshæfur fískur (Mercliantable) : Gallalaus fiskur, sæmilega þykkur, harð- þurrkaður, slétt yfirborð, vel flattur, full- komlega hreinn á baki og framhlið, laus við blóðbletti, kekki, lifur, garnir, eða of mikið salt á framhlið. c) Madeira: Gallalaus fiskur, harðþurrk- aður, en jafnast þó ekki á við Merchantable að gæðum, en má þó ekki vera of saltur, brot- inn, sólbrunninn, slepjaður, dökkbrúnleitur eða á annan hátt gallaður. Má vera dálítið hrjúfur að útliti. d) Vestur-Indiu fiskur (West India): Harð- þurrkaður fiskur, sem ekki fellur undir neinn hinna ofangreindu flokka. e) Fiskur, sem er að öðru leyti eins og ofangreindir flokkar, en ekki fullkomlega þurrkaður skal kallaður Rakur Úrvalsfiskur (Damp Choice,) Rakur Markaðshæfur (Damp Merchantable,) Rakur Madeira (Damp Ma- deira) eða Rakur Vestur-India fiskur (Damp West Iridies), eftir því sem við á. 10. Stærðaflokkun á öllum grunn- og djúp- miðafiski skal vera sem hér segir: a) Handfiskur (Tomcods): Þorskur frá 8 til 12 þumlungar að lengd, að báðum tölum meðtöldum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.