Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1940, Page 3

Ægir - 01.11.1940, Page 3
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 33. árg. Reykjavík — nóvember 1940 Nr. 11 Dr. phil. Bjarni Sæmundsson. F. 15. apríl 1867. — D. 6. nóvember 1940. Dr. phil. Bjarni Sæmundsson andaðist að heimili sínu 6. nóv. síðastl. og var til moldar borinn vikn síðar. Bjarni Sæmundsson fæddist að Járn- gerðarstöðum í Grindavík 15. apríl 1867. Boreldrar hans voru þau Sæmundur Jónsson og lcona lians Sigríður Bjarna- dóttir. Voru þau ætttraust og vel á sig komin um flesta hluti. Lék orð á heimili þeirra fyrir liáttprýði, myndarskap og' reglusemi. Mun Bjarni eigi hvað sízt liafa þakkað giftu sína því, úr hvílíkum jarðvegi liann var sprottinn og live holl- Rr honum reyndist heimilishlær gelgju- skeiðsáranna. Margt varð honum til lær- dónis í heimagarði, því að þar kynntist hann fjölbreytni íslenzkrar verkmenn- higar, eins og hún gat talist traustust liér a landi um þær mundir. Hvgg ég, að það hafi orðið honum svo haldgott reipi síðar nieir ásamt hinum mikla lærdómi iians, að eigi verði um of af þvi látið. Haustið 1883 þreytti Bjarni inntöku- l)róf í Lærða skólann og gekk af hólmi sem annar hezti í röðinni af þeim, er þá gengu í skólann. Honum sóttist námið greitt, enda gáfaður að eðlisfari og með afhrigðum iðinn. Öll skólaár sín hélt hann því sæti, er liann liafði krækt sér í i öndverðu, og lauk stúdentsprófi með hárri einkunn vorið 1889. Meðan Bjarni var í Lærða skólanum var hann jafnan til heimilis lijá Sigfúsi Eymundssyni og Solveigu konu hans, en hún og Bjarni voru systkinabörn. Mér mun lengi í iriinni með hvílíku ylriki og vinaliug Bjarni talaði um þessi hjón, enda mun lionum seint liafa fundizt, að hann liafi goldið þeim Torfalögin fyllilega. Síðustu tvo veturna í Lærða skólanum rnun Bjarni að fullu hafa ráðið við sig, að hverju skyldi horfið að náminu loknu. Að Iive miklu leyti Bjarni hefir orðið fyrir áhrifum annara í þá átt að nema náttúrufræði, veit ég ekki, en haft er fvrir satt, að tveir kennarar lians við Lærða skólann, þeir Björn Jensson og Þorvaldur Thoroddsen, hafi mjög hvatt hann til þess. Sumarið 1888 og lokavetur sinn í I.ærða skólanum hafði Bjarni nokkurn hug á að afla sér fjár til utanferðarinnar, því að faðir hans var eigi svo i álnum, að hann gæti styrkt Iiann svo dygði. Tók Bjarni því það til hragðs að smiða mjög

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.