Ægir - 01.09.1941, Blaðsíða 10
224
Æ G I R
Iivar unnið sér heiðurssess á erlendum
markaði. í þessu sambandi má gela þess,
aS ufsalýsiS, sem lil skamms tíma hefir
veriS lang verðmætasta lýsið, metið í
þriðja flokki og sell sem slíkt, er nú selt
fyrir liærra verð en nokkurt annað með-
alalýsi. Liggja til þess þær ástæður, að
það hefir mikið meira vitamín A og D
magn en nokkurt annað þorskfiskalýsi,
en um það vissu ekki seljendurnir hér
lieima, áður en mælingarnar hófust.
Rannsóknir á síldariðnaðinuni.
Árið 1930 tóku síldarverksmiðjur rík-
isins (S R ’30) fvrst lil starfa. Trausti
Ölafsson efnafræðingur réðist þá til
j>eirra og starfaði í þágu jieirra til ársins
1937. Starf Trausta var aðallega íolgið i
efnafræðilegu eftirliti á framleiðslu
verksmiðjanna. Um viðtækar visinda-
legar rannsóknir af hans hálfu gat vil-
anlega ekki verið að ræða, því að hann
var einn við slarfið. Þó liggja eftir hann
i þessu efni mikil rannsóknarstörf og
„statistisk“ vinna, er glöggt má sjá vitni
i „Tímariti verkfræðingafélags íslands".
Eftirmaður Trausta við verksmiðjurnar
varð ungur efnafræðingur, Páll Ólafsson,
en starf hans varð áframhald af starfi
Trausta.
Sumarið 1939 hyrjaði rannsóknastofa
Fiskifélagsins að vinna að sjálfstæðum
rannsóknum fyrir sildarverksmiðjur rík-
isins, og var þeim rannsóknum haldið
áfram sumarið 1910. Rannsóknir þess-
ar hafa verið allsendis óskyldar eftirliti
með framleiðslu verksmiðjanna, cins og
])að hefir verið framkvæmt frá ])vi að
verksmiðjurnar tóku til slarfa. Enda hef-
ir aðaltilgangur þessara rannsókna ver-
ið sá, að hyggja með þeim öruggan
grundvöll fyrir það rannsóknarstarf,
sem væntanlega verður framkvæmt á vcg-
um íslenzks síldariðnaðar i framtíðinni.
Um árangurinn af starfi rannsókna-
stofu Fiskifélagsins í þessum efnum er
ckkerl hægt að fullyrða að svo stöddu,
en framtíðin mun leiða í ljós, hve örugg'-
ur sá grundvöllur er, sem hér er byrjað
að leggja.
Þá hefir Gísli Halldórsson verkfræð-
ingur gert tilraunir með kælingu síldar
með snjó og salti. Árangurinn af tilraun-
iinum hendir ákveðið í þá átt, að nauð-
syn beri til þess að lialda þeim rann-
sóknum áfram.
Haustið 1940 kom Ingi Rjarnason efna-
fræðingur heim frá Ameríku, eftir að
Iiáfa dvalið þar um nokkurt skeið. Hafði
Fiskimálanefnd styrkt liann til þess að
fara vestur og kynna sér þar ýmislegt,
er lýtur að fiskiðnaði. Ingi er nú fastur
starfsmaður rannsóknastofu Fiskifé-
lagsins, en þar liafði hann unnið nokk-
urn tíma, áður en liann tor lil Ameríku.
\restra kvnntist Ingi efni nokkru, er
heitir „Aquacide“ og Amerikumenn liafa
notað með góðum árangri við sildar-
vinnslu. Er efni þessú blandað saman við
sildina, með ])að fyrir augum að auka
vinnsluafköst verksmiðjanna, þegar þær
vinna úr gamalli síld. Ingi kom ineð
nokkuð af „Aquacide“ með sér að vest-
an, og var strax í fyrrahaust, í samvinnu
við stjórn ríkisverksmiðjanna, gerð til-
raun með það i einni verksmiðjunni.
Leiddi tilraun sú í ljós þann árangur, að
auka má afköst verksmiðjanna á lítl
vinnsluliæfri síld upp í allt að 100%, og
gaf fyllstu vonir um að halda mætti full-
um vinnsluafköstum, þó um gamla síld
væri að ræða. Öllum mun ljóst, hvílika
gevsi þýðingu slíkt getur haft i miklum
síldarárum, og má nefna sem dæmi í
þessu sambandi, að meðalafköst verk-
smiðjanna sumarið 1910 munu yfirleitt
ekki liafa verið nema um % miðað við
full afköst. Síðastliðið sumar var efni