Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1941, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.1941, Blaðsíða 24
238 Æ G I R mér sleggjuna sína á lofti, hvort mér væri ekki innanhandar, jjótt ganiall sé og lúinn, að senda honum hana aftur, og sanna, að það er ein- mitt sjálfur erindrekinn, sem fer algerlega með staðlausa stafi i athugunum sinum, sem hann reynir að gera sennilegar fyrir lesendum Ægis með þvi að gefa i skyn, að einhverjir ónafn- greindir séu á sömu skoðun og hann. Sem fyrsta lið í sönnun minni um rakaleys- ið i athugunum erindrekans hendi ég á dæmi úr þessari grein hans, sem hann tekur gott og gill. Hann segir (eftir Svb. Kr.) að 1903 hafi 17 áraskij) liley])t i einu til Skálavíkur. Hvað myndi erindrekinn hafa afráðið til björgunar þessum skipum, ef þannig hefði staðið á, að þau hefðu hvorki treystst að hleypa til Skála- víkur eða ná inn fyrir Stigalilíð, nema að freista lægis á Krossavík? íig hefði gaman af að sjá svar erindrekans því viðvíkjandi, en hversu sem það yrði marg- vafið og útúrsnúið stendur sá sannleikur ó- hrakinn, að í óveðrum gat skipafjöldinn orðið 16 eða meiri á þeim stöðum, sem helzt var skjóls að leita. Sannar erindrekinn því sjálf- ur, að ekkert er ósennilegt við skipatöluna í sögu minni, enda man ég þetta fyrir víst, þótt ég ekki kunni að greina nöfn allra skipanna, og skuli fúslega 'viðurkenna það rétt hjá höf- undi „Áraskipa“, að mig hafi misminnt dag- inn, sem þessir atburðir skeðu. Sem annan lið í sönnun minni um staðleys- ur erindrekans get ég vitnað til æfisögu Rein- alds Kristjánssonar fyrrv. pósts, sem prentuð hefir verið. Þar getur erindrekinn séð frásögn mína staðfesta. En Reinald var þá einmitt á sama skipi og ég. Erindrekinn státar af ritgerð sinni um ver- búðalíf í Bolungavik, sem birtist í Dvöl, og hók hr. Jóhanns Hjaltasonar: „Frá Djúpi og Ströndum“. Eu hvorttveggja hefði hann átt að forðast sem heitan eldinn. Ritgerð erindrek- ans er bæði ónákvæm og misherm, og getur J)að ekki orsakast af sinnuleysi hans. En um fyrrgreinda hók Jóhanns Hjaltasonar er það luinnugt, að tveir kunnugir menn, er athuguðu bók hans, fundu fimmtíu og níu villur í frá- sögninni á 36. blaðsíðum. Tók annar Jieirra sig til og ritaði upp flestar athugasemdirnar ásamt skýringum og sendi þær höfundinum með vin- samlegu bréfi, þessi maður var hr. Jens E. Níelsson kennari frá Bolungavík. Nefni ég manninn, svo erindrekinn hafi að hreinu að ganga frá minni hendi, en engum dylgjum. Það er slík sagnaritun og vandvirkni um heim- ildir og skilning, sem erindrekinn leggur bless- un sina yfir og kappkostar að sé styrkt úr sýslusjóði Norður-ísfirðinga og ríkissjóði. Sannast þar sem oftar, að líkur sækir líkan heim. Ef höfundur „Áraskipa“ telur ])að ómaksins vert að svara athugunum erindrekans er hann fyllilega um það fær. Skal því hér sleppt að hrófla við „athugunum“ hans, nema að J)ví leyti, sem þær snúa að mér. Þó vil ég ekki láta l)ess ógetið, að ég tel dóm erindrekans um „Áraskip“, sem hverl annað markleysuhjal, enda sýna J)ær viðtökur bezt, er bókin fékk, að ])eir eru ekki margir, sem fylla flokk erindrek- ans. Mætti og geta þess til eftir því sem orð falla í „athugunum" erindrekans, að hann hafi annaðhvort aldrei bókina lesið eða þá að lest- urinn hefir verið harla bágborinn og skrítinn, svona eitthvað í ætt við það, sem sagt er að viss persóna lesi biblíuna. ísafirði, 17. júlí 1941. Bjarni Sigurðsson. Fiskafli 31. ágúst 1941. (Miðað við slægðan þorsk með haus.) Agúst, Jan.—ágúst, smál. smál. 9 445 75 406 215 10 195 159 4 248 619 8 698 2 920 1 221 61 436 11 659 162 903 Verðmæti þess fisks, sem um ræðir i fyrsta iið skýrslunnar, nam fyrstu 8 mánuði ársins kr. 39 856 937.00, og hefur sú upphæð að mestu teyti runnið til vélbátaútgerðarinnar. Bátaútvegurinn hefur þvi fengið fyrir þennan afta tæpa 0,53 kr. pr. kg. að meðaltali. Ef allur aflinn hefði farið í salt, hefði hann numið 47 912 smál. miðað við fullverkaðan fisk. Bátafiskur isaður i út- ftutningsskip ...... Eigin afli togara, út- fluttur af þeim .... Kassafiskur, isaður .... Fiskur til frystingar . . . Fiskur i herzlu ........ Fiskur i salt ..........

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.