Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1941, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.1941, Blaðsíða 13
Æ G I R 227 horfa lengur. Skora ég því á alla þá, er efla vilja sjávarútveginn og stvðja að þvi, að iiann verði rekinn með meira örygg'i en verið liefir, að vinna að þvi, að fyrr- greindum stöfnurium verði sem fvrsl komið upp, svo að vísindaleg rannsókna- starfsemi i þágu útvegsins geti sem skjót- ast fært út kvíarnar. Þetta kostar mikið fé, munu einhverjir segja. Rétt er það, að til þess þarf nokk- urt fé, en eru ekki miklar líkur fyrir því, að það nnmi skila sér margfaldlega aft- ur? Lítum á rannsóknir dr. Þórðar Þor- hjarnarsonar á karfanum og lýsinu. Það, sem til þeirra var kostað, greiddist skjótt aftur og það margfaldlega. Mörgum virðist mikið í munni að hrýna fyrir þjóðinni að J)úa sig undir „eftirstríðsárin“, því að þá munu marg- vislegir örðugleikar verða á vegi. Er nokkur viðhúnaður meira virði en sá, sem felst i þvi að leilast við að auka svið atvinnuveganna og gera þá öruggari en verið hefir. Einn hlekkurinn í þeim við- húnaði, og liann ekki ómerkilegur, er aukin vísindaleg rannsóknarstarfsemi í þágu útvegsins, sem heinist að miklu leyti í ])á átt, er lauslega hefir verið revnt að drepa á í þessari grein. Nýtt hámarksverð og tollur á ísfiski í Bretlandi. Undanfarið hafa verið að berazt fregn- ir um það hingað frá Englandi, að Bret- ar hefðu ákveðið nýtt hámarksverð á isfiski og jafnframt að tollur yrði lag'ð- ur á allan slíkan fisk. Fregnir þessar hafa ekki verið samhljóða, svo að örð- ugleikar hafa verið á að vita hið sanna í þessum málum. í þann mund, sem hlað- ið er að fara i prentun, berst hingað skeyti frá sendifulltrúa vorum í London, þar sem skýrt er náið frá hámarksverð- inu og töllinum. Samkvæmt hinu nýja hámarksverði verður verð á ísfiski í Bretlandi sem hér segir: Heilagfiski 210 shillings pr. kít. (63,5 kg). Flatfiskur 150 shillings pr. kit. Ann- ar fiskur 70 shillings pr. kit. Miðað við hið fjrrra hámarksverð lækkar ])ví lieilagfiski nú um 10 slrillings pr. kit, flatfiskur um 15 sh. pr. kil og annar fiskur um 10 sli. pr. kit. Tollur sá, sem ísl. litgerðarmenn verða að greiða samkv. hinni nýju ákvörðun, er 6 pence pr. stone (6,35 kg), er Bretar ælla að nola til að lækka dreifingarkostn- aðinn lieima f}rrir, og auk þess 8 pence pr. stone, er renna á í einhvern sjóð í Bretlandi. Á þessum 8 pence tolli stend- ur þannig, að hrezkir útgerðarmenn eru skyldir að greiða fiskimönnunum 8 pence pr. stone í upphót á kaupið, ef fiskurinn selst fvrir hámarksverð. Til þess að gera ekki ísl. útgerðarmönnum liærra undir höfði en hrezkum, er sagt að Bretar telji þörf á að taka þenna 8 pence skatt. Allir munu þó sjá, hve hér er óliku saman að jafna, þar sem á jann- an hóginn er um að ræða kaupliækkun til fiskimanna, en á hinn heina toll- greiðslu til erlends rikis. Aðeins tveir mánuðir eru liðnir síðan hrezk-islenzki fisksölusamningurinn var undirritaður. Með lionum var ferskfiskverðið lækkað mjög tilfinnanlega miðað við það, sem áður var. Síðan er nú komið að haki oss með nýtt, lækkandi hámarksverð í Bret- landi og mjög tilfinnanlegan toll. Um þessa tollgreiðslu og liámarksverðið er ekki unnt að fjölyrða hér nú, en öllum mun ljóst, að hvorttveggja hefur geig- vænleg áhrif fvrir íslenzka útgerð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.