Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1943, Síða 21

Ægir - 01.01.1943, Síða 21
Æ G I R 15 . Afli hjá bátum úr Dýrafirði mun vfir- leitt hafa verið tregur, en þaðan var sjór ekki mikið stundaður. í Arnarfirði var allgóður þorskafli um vorið, en dragnótaafli um sumarið var mun lélegri en sumarið áður. Haustver- tíðin varð mjög endaslepp, þar eð bát- arnir bættu veiðum, þegar braðfrysti- iiúsið á Bíldudal liætti móttöku í byrjun nóvember. Veiðar hófust óvenju snemma frá Pa'- reksfirði. Þiljubátar bvrjuðu veiðar þeg- ar í febrúar, og var afli vfirleitt góður á vetrarvertíðinni. I Tálknafirði og Patreksfirði var góður afli á smábáta um vorið og fyrri liluta sumars. Mun sumarið með beztu aflasumrum í Patreksfirði. Haustafli brást að mestu vegna ógæfta. I Víkum var afli góður á vorvertíð, en mjög lítið varð úr baustvertíð sökum ó- gæfta. Frá Flatey voru veiðar stundaðar aðeins í vor og sumar og tæplega að stað- aldri. Afli var talinn fremur tregur. Aflinn i Vestfirðirigafjórðungi var að langmestu leyti braðfrystur og fluttur út ísvarinn. Saltfiskverkun var sáralítil og einkum í smærri veiðistöðvunum. í sum- um hinna stærri veiðistöðva, eins og t. d. Isafjarðarkaupstað, var ekki saltaður uggi til útflutnings, og' munu slíks engin dæmi þar, jafnvel þó leitað væri meir en Iiundrað ár aftur i timann. Sýnir fáit betur en þetta, bve stórfelldar brevtingar bafa orðið á verkun fisksins bér á landi siðan styrjöldin bófst. Mest af afla bát- anna i Djúp-veiðistöðvunum og þeiin veiðistöðvum, sem næstar eru Isafirði, var sett í ísfiskflutningaskip, en í binum fjarlægari veiðistöðvum var yfirleilt meira setl i hraðfrystingu eða þá saltáð, þar sem engin frystihús voru, eins og i. d. í Steingrímsfirði. Vestfirðir eru vfir- leitt mjög vel settir með frystihús. Reituvandræði ,voru vfirleitt ekki i fjórðungnum á árinu, enda var mikið fryst af beilu baustið 1941, einkum kol- krabba, sem þá veiddist mikið af á Vesi- fjörðum. e. Norðlendingaljórðungur. Flgerð í Norðlendingafjórðungi var nijög lítil fvrstu tvo mánuði ársins, eins og sjá má í töflu VII. Er eiginlega ekki að ræða um útgerð nema frá Siglufirði um þetta leyti. Hvort tveggja er, að þá er ofl tregfiski á grunnmiðum og hafn- leysið í veiðistöðvunum, er næsl liggja þeim miðum, þar scm von er afla, gerir ökleift að hafa báta þar á floti um þetta levti árs, þegar allra veðra er von. Siglu- fjörður er bezt settur hvað þetta snertir, enda flytja bátar sig þangað um .vetrar- mánuðina, úr öðrum veiðistöðvum. Botnvörpungar voru engir í fjórðungn- um og línugufuskip mjög fá gerð út. Nokkrir af hinum stærri vélbátum voru sendir til Faxaflóa á vetrarvertíð, og þeir voru því fáir framan af árinu, en fjölgaði nokkuð eftir vertíðarlok á Suðurlandi. Seinni hluta ársins stunduðu þeir lítið sjó. Um hina smærri þiljubáta er svipað að segja, að þeir voru flcstir gerðir út um vorið og sumarið. Opnu vélbátarnir voru fjölmargir, en þó nokkru færri gerðir út að þessu sinni en árið áður. Voru þeir eðlilega langflestir um vorið og sumarið, en fáir framan af árinu og tvo síðustu mánuðina. Árabátar voru fáir, eða flestir 19 i marz, og voru þeir þó fleiri en á fyrra ári, þegar þeir voru flestir. En úlgerð þeirra er nú orðin all- stopul. Ef litið er á heildartölurnar, var úl- gerð nokkru minni um sumarið en sum- arið áður. Voru það einkum opnu vél- bátarnir, sem voru allmiklu færri, svo og minnstu þiljubátarnir. Fyrri hluta ársins var þátttaka í útgerðinni aftur á móli

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.