Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 24
18 Æ G I R um, og' voru þá farnir enn færri róðrar en mánuðinn áður. Um verkuh fisksins er svipað að segja og í öðrum landshlutum. Fvrsta ársfjórð- unginn fór megnið af fiskinum í hrað- frystilnis, nema á Siglufirði, en þar voru að jafnaði skip til fiskkaupa. Eftir að kom fram í seinni hluta aprílmánaðar fór mest al' fiskinum í fjórðungnum til útflutnings isvarinn. Var yfirleitt ekki hörgull á skipum til fiskflutninga, þótt hinar einstöku veiðistöðvar stæðu að vísu nokkuð misjafnt að vígi með að koma fiskinum þannig frá sér. d. Austfirðingafjórðungur. Tafla IX gefur jdirlit yfir tölu fiski- skipa og' manna í fjórðungnum, i hverj- um mánuði árin 1941 og 1942. T janúarmánuði er sjór yfirleitl ekki stundaður á Austfjörðum, en það liefur líðkazl um allmörg ár, að stærri fiski- hátar færu á vetrarvertíð til Faxaflóa. Voru alls lö bátar, sem fluttu sig þannig til, og voru það jafnmargir og á fvrra ári. Hefur þeirra áður verið getið og eru þeir teknir á skjTslu i Sunnlendinga- f jórðungi. Um útgerð hotnvörpunga eða línu- gufuskipa var ekki að ræða i fjórðungn- um á árinu, og árabátar voru sárafáir. Flestir voru opnu vélbátarnir og svo þil- farsbátar undir og yfir 12 rúml. að stærð. Vertíð á Hornafirði hófst um mánaðar- mót janúar—febrúar. Hefðu veiðar sennilega bafizt fvrr, ef ekki hefði veður tnndrað aðkomubátana í að komast suð- ur. Eins og áður, voru að þessu sinni að- komubátar víða að frá Austfjörðum, sem verlíð sóttu til Hornafjarðar. Voru þar alls .‘il aðkominn bátur og frá eftirtöld- um stöðum: Norðfirði 20, Eskifirði 4, Fá- skrúðsfirði 4 og Seyðisfirði 3. - Bátar tieimilisfastir á Hornafirði voru 3, og einn þeirra fórst snemnia á vertíðinni. Aðkomubátarnir voru að þessu sinni 5 fleiri en á fyrra ári, og voru Norðfjarðar- hátarnir einkum fleiri. Vertíðin á Hornafirði stóð fram i maí- mánuð. Það var ekki fyrr en í apríl- mánuði. að útgerð hófst annars staðar á Austfjörðum, og hættust þá allmargir opnir vélbátar í hópinn. Fór nú bátum óðum fjölgandi og mest var þátttakan á tímabilinu júní—ágúst, en þó er lnin aldrei talin eins mikil eins og á fyrra ári. Um mið-sumarið var fjöldi hinna opnu vélbáta mestur, en þeim fækkaði mjög, er kom fram á haustið. Frá októherlok- um var lítið um útgei'ð i fjórðungnum. Þó voru taldir 33 hátar við veiðar í nóv- ember og voru þar af 26 opnir vélbátar, en róðrar munu aðeins hafa verið stund- aðir framan af mánuðinum. I desember er engin útgerð talin Iiafa verið á Aust- f jörðum. Um veiðiaðferðir, sem stundaðar voru í fjórðungnum á árinu, gefur tafla X vfirlit. Botnvörpuveiði i ís mun aðeins hafa verið stunduð af einum bát að stað- aldri á vetrarvertíðinni og fram í júni- mánuð. Fleiri bátar munu þó liafa gert tilraun til hotnvörpuveiða, en aðeins stuttan tima og með litlum árangri. Eins og áður voru línu- og handfæra- veiðar aðallega stundaðar fyrir Ausl- fjörðum. Hæst varð tala línubátanna í júnímánuði, þegar þeir voru taldir 171 af 197 bátum, sem gerðir voru út i fjórð- ungnum. Voru liinir stærri bátar þá komnir af Faxaflóavertíð og farnir að stunda veiðar fvrir austan, og margir þeirra línuveiðar, og i þeim mánuði fjölgaði mjög opnu vélbátunum, sem flestir eða allir stunduðu linu- eða hand- færaveiðar. Dragnótaveiðar vóru stundaðar af færri bátum að þessu sinni en árið áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.