Ægir - 01.01.1943, Page 31
Æ G I R
25
<>g meðalafla hvers skipaflokks, svo og
meðalaflann árið 1941.
Aberandi er, hve meðalaflinn hefur
liækkað mjög frá árinu áður, sérstaklega
þó afli línugufuskipanna og tvilenfbing-
anna. Hefur meðalafli skipanna aldrei
áður verið svo hár. Fékkst á þessu sumri
sá mesti afli, sem nokkurn tíma hefur
fengizt á eitt skip hér við land, svo vitað
sé. Voru það 28 338 mál síldar.
Eins og áður var flugvél höfð i síldar-
leit um sumarið meðan síldveiðarnar
slóðu yfir. Útgerð flugvélarinnar var
kostuð af Síldarverksmiðjum ríkisins,
Síldarútvegsnefnd, Fiskimálanefnd og
einkaverksmiðjum þeim, sem starfrækl-
ar voru. A meðan veiðin hélzt óslitin á
öllu veiðisvæðinu, þurfti að sjálfsögðu
ekki á flugvélinni að halda, en þegar
veiðin fór að strjálast seinnihlula vertið-
arinnar, kom vélin í góðar þarfir. Hefur
þetta fyrirkomulag við síldarleitina
margsannað gildi sitt, og' verður því vafa-
laust haldið áfram í framtíðinni.
Af 16 síldarverksmiðjumí landinu vo'.'u
11 starfræktar á árinu. Auk Ivrossanes-
verksmiðjunnar voru það hinar eldri og
smærri verksmiðjur, sem lágu óhreyfð-
ar, þrátt fvrir uppgripaafla. Mun þar
hafa valdið nokkru um, að miklum erfið-
leikum var bundið að fá nægilegt starfs-
fólk til verksmiðjanna. Rikisverksmiðj-
urnar voru allar starfræktar nema Húsa-
víkur-, Norðfjarðar- og gamla Raufar-
hafnarverksmiðjan. Þó var Sólljakka-
verksmiðjan aðeins starfrækt stuttan
tíma og ekki fvrr en allt yfirfylltist hjá
þeim verksmiðjum, sem i gangi voru frá
byrjun. Tók hún aðeins á móti 11092 hl
alls, en liún var ekki starfrækt árið áður.
Um afköst síldarverksmiðjanna Verður
ekki getið að þessu sinni. Allmiklar deil-
ur spunnust út af því á s.l. sumri og
hausti, hver telja bæri hin raunvernlegu
afköst síldarverksmiðjanna. Seinl á ár-
inu var síðan skipuð nefnd af ríkisstjórn-
inni, er rannsaka skvldi rekstur síldar-
verksmiðja rikisins. Nefnd þessi mun m.
a. leitast við að ákvarða vinnsluafköst
sildarverksmiðjanna, en þar sem liún
hefur ekki enn lokið störfum, er yfirtit
þetta fer í prentun, munu niðurstöður
hennar verða að bíða birtingar til næsta
tölublaðs.
Alls nam aflinn í bræðslu, eins og áður
hefur verið sagl og sýnt er í töflu XII
1 529 650 hl. Mestur liluti þessa afla
fékkst á rúmum mánuði. Þar eð svo
mikið líarst að á svo stuttum tíma, kom
brátt að því, að allar þrær yfirfylltust
og verksmiðjurnar hæltu að hafa undan
að vinna síldina. Rilnaði þetta einkum á
Ríkisverksmiðjunum, sem höfðu lang-
samlega flest skipin, en miklar löndun-
artafir urðu einnig við aðrar verksmiðj-
ur. Þess var heldur ekki langt að bíða,
að grípa varð til róttækra ráðstafana iil
að halda uppi vinnsluafköstum verk-
smiðjanna. Hinn 22. júli var sett veiði-
hann1) á öll skip samningsbundin við
Rikisverksmiðjurnar, og stóð það í fjóra
dag'a. En það dugði ekki, því að 5.
ágúst varð að selja á veiðibann í annað
sinn, og skyldi það einnig standa í fjóra
1) Veiðibönn hjá síldarverksmiðjunum eru fram-
kvæmd þannig, að veiðibannstímann, sem er mis-
munandi langur, stundum tvcir, þrir eða fjórir dag-
ar, cr sildveiðiskipunum bannað að afla síld til
bræðslu Iijá þeirri verksmiðju, sem þau skipta við,
en er hins vegar lieimilt að veiða þessa daga til
söltunar, i íshús eða til annarra verksmiðja, ef þ-er
kynnu að-vilja kaupa síldina. Veiðibannstiminn hjá
Iiverju skipi telst frá þeim tima, að löndun cr
lokið úr skipinu i fyrsta sinn eftir að veiðihannið
er setl á, þar til liðinn er binn ákveðni veiðibanns-
tími, t. d. 4 dagar. Að þeim tima liðnum verður að
sýna fulitrúum verksmiðjanna, að skipið sé ekki
með sildarafla í sér. Þar sem löiulun úr skipunum
er lokið á mismunandi tíma, losna þau á mismun-
andi tima úr veiðibanninu, þótt hvcrt um sig sé
jafnlengi i þvi.