Ægir - 01.01.1943, Qupperneq 32
26
Æ G I R
daga. Stjórn Ríkisverksmiðjanna af-
nam síðara veiðibannið hinn 9. ágúst,
vegna þess að veiðihorfur höfðu brej'tzt.
Sum skipin böfðu þá verið fullan tíma i
banninu, en önnur ekki niema tvo til þrjá
daga eða skemur. Á meðan síðara veiði-
bannið stóð hjá S. R. var viðskiptaskin-
um Rikisverksmiðjanna heimiluð lönd-
un hjá Sólbakkaverksmiðjunni. Fóru því
nokkur skip þangað vestur og lönduðu
þar.
Veiðibönn voru einnig sett á hjá
I)jú])uvíkurverksmiðjunni í tvo daga og
Hjalteyrarverksm. í 3 daga, og auk þess
lijá verksmiðjunni á Dagverðareyri.
Vöklu þessar ráðstafanir allmikla
óánægju meðal sjómanna og útvegs-
manna og spunnust úl af þeim og
fleiru í sambandi við rekstur Ríkis-
verksmiðjanna allharðar deilur. Skal
ekki farið út i það nánar hér, en væntan-
lega mun nefnd sú, er áður var getið,
komast að einhverjum uiðurstöðum um
þau atriði, sem mestu máli skipta í sam-
handi við rekstur verksmiðjanna.
Drög voru lö'gð að gifurlegri aukningu
sildariðnaðarins í landinu á árinu 1942.
Á aukaþinginu um sumarið var sam-
þvkkt frv. undirbúið af stjórn S. R., þess
efnis, að Síldarverksmiðjum ríkisins
skyldi heimilt að reisa eins fljótt og
auðið væri nýjar síldarverksmiðjur með
samtals 39 þús. mála afköstum á sólar-
bring. Mun ekki vera fjarri, að með þvi
yrðu tvöfölduð afköst sildarverksmiðj-
anna í landinu. Samkv. lögunum skulu
iiinar nýju verksmiðjur verða reistar á
eftirtöldum stöðum:
1. Á Siglufirði 10 þú
2. — Raufarhöfn .... 5 —
3. — Húsavík 9 —
4. — Sauðárkróki .... 5 —
5. — Skagaströnd .... 5 —
6. — Hólmavík 5 —
Var veitt heimild til 10 millj. kr. lán-
töku til byrjunarframkvæmda, en mcð
núverandi verðlagi mun láta nærri að
það sc til bvggingar einnar 10 þús. mála
verksmiðju. Veitti ríkisstjórnin síðan
levfi til byggingar 10 þús. mála verk-
smiðju á Siglufirði, og hefur verið sótí
um útflutningsleyfi á vélum í hana frá
Bandaríkjunum, en óvíst er enn hvorl
það verður veitt.
Hvenær hafizt verður handa um bygg-
ingu annarra ofangreindra verksmiðja
er allt mjög i óvissu, enda mun nú vera
miklum erfiðleikum buudið að fá nægar
vélar og efni til slíkra risaframkvæmda.
Á sumum þeim stöðum, þar sem nýjar
verksmiðjur eru ráðgerðar, skortir enn
nauðsvnleg hafnarmannvirki, og þau
yrði því að byggja áður en verksmiðju-
byggingin gæti liafizt. Má því gera ráð
fvrir, að æði langt verði í land, þar til
þær verksmiðjur komast upp. En vitan-
lega er sjálfsagt að leggja sem mest kapp
á að geta nýtt þau geysilegu auðæfi, sem
sildin getur veitt landsmönnum, og enn
skortir mikið á, að nægilega afkasla-
miklar verksmiðjur séu til i landinu til
þess að svo sé, jafnvel i meðal síldar-
árum.
Auk þess, sem aukning á ríkisverk-
smiðjunum befur verið ráðgerð, hefur
einslaklingum eða félögum verið veitl
levfi, ýmist til aukningar á afköstum
eldri verksmiðja eða til nýbygginga.
Levfi til aukninga á eldri verksmiðjum
munu nema einhvers staðar milli 10 og
15 þús. málum, en til nýbygginga 15 þús.
málum.
Samanlögð vinnsluafköst síldarverk-
smiðjanna mundu því aukast um, sem
næmi 65—70 þús. málum á sólarhring.
Af öllum þessum áætluðu nýbygging-
um og viðbótum, mun aðeins ein komin
það langt áleiðis, að gera má sér vonir