Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 33
Æ G I R 27 um, að hún geti tekið til starfa á árinu 1943. Er það verksmiðja h.f. Ingólfs á E\tí við Ingólfsfjörð. Hefur félagið feng- ið 1 eyfi til bvggingar 5 þús. mála verk- smiðju, en mun hefja starfrækslu með helming þeirra afkasta fyrst um sinn. Hafa verksmiðjuhúsin þegar verið reist, en eitthvað af vélum er enn ókomið, og fer vitanlega eftir því, hvernig gengur að ná þeim til landsins, hvort unnt verður að starfrækia verksmiðjuna á síldarver- tið 1943. b. Saltsíldin. Síldarsöltun liófst ' nokkru fyrr að þessu sinni en áður liefur tíðkazt. Var fiökun levfð hinn 21. júli og önnur sölt- un 22. júlí. Voru það gæði síldarinnar, sem réðu því að svo snemma var liafin söllun. Tunnubirgðir voru nægar fvrir hendi lil söltunar á þeirri síld, sem unnt var að selja, og voru þvi engar tunnur fluttar inn. Söltun var með allra minnsta móti á árinu og olli þar mestu, að mjög lítið var hægt að selja af saltsíld í Bandaríkjun- um, en það er nú eini markaðurinn, sem opinn er fyrir Norðurlandssíld. Mun síld- arútvegsnefnd hafa gert itrekaðar t>l- raunir til sölu á Norðurlandssíld til Bret- lands, en ekki fengið innflutningsleyfi fvrir liana þangað, enda þótt fagmaður frá matvælaráðuneytinu brezka væri á Siglufirði í sumar og kynnti sér gæði síld- arinnar og teldi liana mjög liæfa fyrir brezkan markað. Tafla XIII. géfur yíirlit vfir síldarsölt- unina á árinu. Alls voru saltaðar á árinu 49 548 tn. og voru þar af 10 714 tn. Faxa- sild, sem veidd var í reknet, aðallega um haustið. Norðanlands voru því salt- aðar 38 834 tn., og var það aðeins 112 tn. meira en á fyrra ári, en þá var söltun norðanlands minni en nokkru sinni frá því farið var að safna nákvæmum skýrsl- um um söltun síldar hér á landi. Við Faxaflóa var söltun einnig minni en á fvrra ári. Voru saltaðar þar 10 711 tn., en 31 281 tn. árið áður. Mestur hluti Norðurlandssíldarinnar var að þessu sinni matjessallaður, þar eð síldin var mjög feit og' vel hæf til þeirrar verkunar. Nam matjessöltunin 28 874 tn., eða tæpl. 75% af allri söltun norðan- lands. Á fyrra ári nam matjessöltunin aðeins 10 723 tn., eða tæplega af heild- arsöltun norðanlands. Af hausskorinni síld voru saltaðar rúmlega 7 000 tn. og um 2 400 tn. af flökum. Önnur verkun á síldinni var sáralítil. Eins og fyrr vor yfirgnæfandi meiri hluti síldarinnar salt- aður á Siglufirði. Var að þessu sinni salt- að þar læplega % af allri Norðurlands- síldinni. Aðrir söltunarstaðir voru: Sauð- árkrókur, Akureyri, Ólafsfjörður, Húsa- vík, Hrísey og Dalvík. Var hver þessara staða með frá 6% niður i 1% af heildar- söltuninni. Á árinu 1941 varð sú breyting á högum síldarútvegsnefndar, að hún var svipl einkaréttinum til útflutnings á matjessild og annarri léttverkaðri síld. Það ár liafði nefndin því til umráða aðeins um helm- ing saltsíldarinnar til útflutnings, en hafði áður haft mestan hlutann. Á þessu varð aftur brevting á árinu 1942, þannig, að nefndinni var veittur einkarétturinn á ný. Sá nefndin að þessu sinni um 95- 97% af útflutningsmagni framleiðsl- unnar 1942, þ. e. a. s. af Norðurlandssíld. Eins og venjulega ákvað nefndin lág- marksverð á fersksild til söltunar, og var það sem bér segir, og er þá miðað við uppsaltaða tn.: Grófsöltuð sild ............ kr. 25.00 Cutsild ....................... — 30.00 Matjessild ................... — 30.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.