Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1943, Page 35

Ægir - 01.01.1943, Page 35
Æ G I R 29 varð lítið eða ekkert síldarvart á Aust- fjörðum. Að þessu sinni var aðeins eitt erlent skip leigt til síldveiða hér við land, en önnur erlend skip stunduðu ekki síld- veiðar hér um sumarið. Nam afli þessa skips 10 882 málum, og var allur lagður upp í Síldarverksmiðj- una á Seyðisfirði. Veiddi þetta skip svo að segja einvörðungu austan Langaness. 3. Togaraútgerðin. -V árinu 1941 fórusl 3 togarar, og voru þeir 32 í ársbyrjun 1942. Einn togari fórst á árinu 1942. Þar af stunduðu 31 veiðar, en einn var í viðgerð allt árið, og var því ekki gerður út. Tafla XIV gefur jdirlit yfir útgerð tog- aranna á árinu. Samanlagður iithalds- tími togaranna var heldur lægri á árinu 1942 en árið áður, en þar sem skipin voru færri, var meðalúthaldstíminn þó nokkru liærri, eða rúmlega 247 dagar á móti rúmlega 223 döguni 1941. Samt skorti allmikið á, að meðalúthaldstíminn yrði eins liár og þegar liann varð liæst- ur. Var það árið 1940, og var hann þá 340 dagar. Hefði úthaldstími togaranna vafalaust orðið æði mikið hærri, ef ekki liefði komið til siglingastöðvunarinnar tvo síðustu mánuði ársins, en þess verð- ur getið nánar siðar. Saltfiskveiðar voru sáralítið stundað- ai' af togurunum á þessu ári. Fóru að- eins sex skip á þær veiðar, og fóru sam- tals 21 veiðiferð. Voru samanlagðir út- haldsdagar þeirra 197. A fyrra ári voru veiðiferðirnar 92, og samanlagðir út- haldsdagar 1 046, enda voru þá 20 skip, sem stunduðu saltfiskveiðar lengri eða skemmri tima. — Tala veiðiferða togar- anna á saltfiskveiðum og' úthaldsdagar voru síðastliðin 10 ár, sem hér segir: VeiCiferðir Úthaldsdagnr 1942 ........... 21 197 1941 .................. 92 1 046 1940 ........... 6 60 1939 ................. 162 2 139 1938 ................. 157 2 035 1937 ................. 128 1 653 1936 ................. 154 1 812 1935 ................. 309 3 085 1934 ................. 340 3 362 1933 ................. 361 3 421 Hefur þvi aðeins einu sinni á þessu 10 ára timabili verið minni útgerð tog- ara á saltfiskveiðar en árið 1942, en það var árið 1940. Afli togaranna á saltfiskveiðum á út- haldsdag var undanfarin 10 ár eins og hér segir: Afli (smál.) 1942 6.6 1941 5.0 1940 6.1 1939 4.3 1938 4.1 1937 4.2 1936 4.4 1935 - 5.8 1934 6.1 1933 6.6 Vegna þess hve þátttakan í saltfisk- veiðunum var lítil, er nokkrum erfiðleik um bundið að gera samanliurð við árin fyrir styrjöldina, livað aflahrögð snertir. Einnig verður að gæta að því, að um % úthaldstimans falla á tímabilið frá því rétt eftir miðjan marz til aprílloka, en afgangurinn á maímánuð. Hefur því verið fiskað svo til aðeins urxi hávertíð- ina, og allur samanburður af þeim or- sökum erfiðari, vegna þess að fyrir styrj- öldina voru tog'ararnir einnig á sallfisk- veiðum á þeim tímum árs, þegar fisk- magn er yfirleitt minna á miðunum. Togararnir stunduðu isfiskveiðar lang- samlega mest. Fóru þeir alls 304 ferðir. en 188 á fyrra ári. Voru úthaldsdag-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.