Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 8
198
Æ G I R
lands. Merkingarnar mundu liafa mikinn
kostnað í för með sér, þar sem fá þyrfti
skip, menn og veiðarfæri frá Noregi eða
Skotlandi. Ákveðið er að Norðmenn og
Skotar sendi Fiskideildinni áætlun um
slíkan kostnað og mun þá málið verða lagl
í hendur veiðimálastjóra og landbúnaðar-
ráðherra, er taka munu fullnaðarákvörðun
um þátttöku í þessum rannsóknum.
4. Norðux’sjávar-nefndirnar (The Northern
North Sea and The Southern North Sea
Committee).
Tvær merkar tillögur komu frá þeirri
fyrrnefndu:
a. Gefin slculu út 12 kort, eitt fyrir hvern
mánuð, er sýni útbreiðslu síldarinnar í
N.-Atlantshafinu og það í hvaða ásig-
komulagi hún er á hverjum stað og i
hverjum mánuði.
b. Gera skyldi tilraunir með botnvörpur
með ýmsum riðli til þess að kanna enn
betur en gert hefur verið áhrif riðilsins
á veiðina og hæfni stórriðinna veiðar-
færa til þess að hlífa ungfiski.
Á fundi suðurnefndarinnar var skýrt frá
hinum miklu merkingum á skarkola, sem
Englendingar hafa nú um hönd. Er ætlunin
að merkja eigi minna en 50 000 á næsta ári.
bessi nefnd taldi þýðingarmikið að gera til-
raunir með veiðarfæri með ýmsum riðli, en
háðar Norðursjávarnefndirnar lögðu kapp á
að könnuð yrðu áhrif styrjaldaráranna á
fiskistofnana.
5. Að öðrum samþykktum, sem gerðar
voru voru á ráðstefnunni, viljurn við nefna
þessar:
a. Auka skal sjávarrannsóknir (Hydro-
graphical Investigations) eftir föngum,
einkum í sambandi við biologiskar rann-
sóknir. Bent var á að mikið gagn mætti
hafa af skipum þeim (víst 9 að tölu),
sem P. I. C. A. hvggst að hafa víðs vegar
um N.-Atlantshafið vegna flugþjónust-
unnar milli Ameríku og Evrópu.
h. Ákveðið var að gefa Alþjóðafiskiskýrsl-
urnar (Bulletin Statistique) út í einu
lagi fyrir öll stvrjaldarárin, eins fljótl
og auðið verður,
Fiskaflinn 30. júní 1946.
(Miðað við slægðan fisk með haus.)
Júní Jan.-júní Jan.-jún!
1946 1946 1945
1. Fiskur, ísaður: tmál. smál. smál.
a) I útflutningsskip .. 88 33 964 60 306
h) Eigin afli fiskisk.
útfluttur af þeim 5 641 36 762 46 846
Samtals 5 729 70 726 107152
2. Fiskur lil frystingar . 2 966 62 935 53 322
3. Fiskur til herzlu .... » 736 1 834
4. Fiskur til niðursuðu. 3 525 278
5. Fiskur i salt 1 246 13918 1 154
6. Fiskur til innanlands-
neyzlu » 1 032 1 568
7. Sild » 481 »
Samtals 9 944 150 353 165 308
c. Akveðið var að rannsaka viðnámsþol
fiskieggja bæði á rannsóknarskipum og
í rannsóknastofum.
d. Skýrt var frá því, að töflur þær, er nota
skyldi til hægðarauka við ákvörðun á
svifdýrum, og samþykkt var á Kaup-
mannahafnarfundinum í fyrra að láta
gera, væru nú langt komnar, níu væri
þegar í prentun en auk þess væri til-
búinn fjöldi af handritum.
fslendingar eiga nú sæti í þessum sér-
fræðinganefndum innan Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins:
Árni Friðriksson: 1. Norðvesturnefndin,
2. Norðausturnefndin, 3. Fiskiskýrslunefnd-
iu, 4. Hvalveiðanefndin og 5. N.-Norður-
sjávarnefndin.
Finnur Guðmundsson: Svifnefndin.
Hermann Einarsson: 1. Svifnefndin og -■
sjórannsóknarnefndin.
Jón Jónsson: Norðausturnefndin.
Þór Guðjónsson: Laxnefndin.
J