Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 16
206
Æ G I R
jofn harðan sein stýrimaður á botnvörp-
unginn Frey. Árið eftir tók hann við stjórn
á enskum togara, þá aðeins tuttugu og
tveggja ára gamall. Árið 1914 lauk hann
prófi við Navigation School í Grímsby og
það sama ár tók hann við stjórn á togaranum
Skallagrími hinum eldri. Eftir það var hann
skipstjóri hjá fiskveiðahlutafélaginu Kveld-
úlfi í tvo ára tugi. Er hann hvarf frá Kveld-
úlfi, gerðist hann skipstjóri á „Reykjaborg“,
stærsta togaranum, sem íslendingar hafa
eignast. Síðast stjórnaði hann togaranum
íslending. — Litt er saga „Guðmundar á
Skalla“ sögð með þessari upptalningu, þótt
nokkuð gefi hún til kynna hve bráðger og
alfylginn hann hefur verið.
Nafn Guðmundar Jónssonar á Skalla-
grími var um langt skeið á vörum flestra
landsmanna. Sjómennirnir þekktu af eigin
reynd og orðspori hve ótvíræðir Skipstjórn-
arhæfileikar lians voru, en vítt um byggðir
landsins gengu sögur um aflamanninn, er
dró því líkan feng á land, að til ólíkinda
mátti teljast. Hann var slíkur veiðimaður,
að glóð sú, er tendrar ævintýr, varp ljóma
á hann. En jafnframt því, sem Guðmundi
\ar sú list lagin að ráða vind og báru og
greina dulspeki veiðimannsins, kunni hann
þau tök, er bezt sæma mannaforráðum.
Því vildu ja'fnán fleiri með honum vera en
þess áttu kost. Slíkir menn kenna jafnan
þeirrar ástsældar, sem á rót sína i fölska-
lausu trúnaðartrausti samfylgdarinnar.
Samfara því sem Guðmundur var gæddur
ýmsum kostum til forustu, ól hann sterka
þrá til umsvifa, en aldrei mun hann hafa
fengið svalað henni svo sem hann vildi og
iiafði hann þó fleiri en eitt járn í eldi í
senn.
Þótt hugur Guðmundar hneigðist fyrst og
fremst að sjónum, leit bann þó jafnframt
hýru auga til íslenzkrar moldar og þeirra
aflgjafa, er gátu gert hana að vitaðsgjafa.
Árið 1914 keypti Guðmundur i félagi við
annan mann jörðina Suður-Reyki í Mos-
fellssveit. Þar reistu þeir mágarnir, Bjarni
Ásgeirsson og hann fyrsta íslenzka gróður-
húsið 1923. f rúm 20 ár átti Guðmundur
heimili á Reykjum og hafði sjálfur búrekst-
ur þar í 16 eða 17 ár. Jafnframt eignáðist
hann jarðirnar Víðjries og Þerney og hafði
búskap á þeim býlum báðurii. — Bjarni,
mágur Guðmundar, liefur sagt, að svo hafi
verið sem moldin og miðin toguðust á um
hann og þar liafi ýmsum veitt betur. Vafa-
laust er bér í'étt mælt.
Þegar risið var sem lægst á íslenzkri tog-
araútgerð og flestum virtist horfa mjög
erfiðlega fyrir þessum atvinnuvegi, réðist
Guðniundur í ]>að ásamt nokkrum öðrum
mönnum að kaupa hingað til lands stærri
togara en landsmenn höfðu áður átt, og búa
hann betur að tækjum til vinnslu á hráefn-
inu en hér hafði áður þekkzt. Þessar að-
gerðir hans sýna vel stórhug hans og trú á
þessum atvinnuvégi. Að hans dómi dugði
ekki að leggja árar í bát, þólt móti blési,
h.eldur berjast til þrautar með stærri skip-
um, búnum nýtízku vélum til hráefna-
vinnslu. Eftir að Guðmundur var orðinn
skipstjóri á sínu cigin skipi urðu ýmsir
örðugleikar á vegi lians i sambandi við út-
gerðina, en gegn þeim gekk hann ótrauður.
Er markaður fyrir ísfisk í Bretlandi opn-
aðist til l'ulls, varð „Reykjaborg“ verðmæt-
asta skip ísl. fiskiflotans. En hörmuleg af-
drif biðu þess skips, og eru þau öllum í
lersku minni. Þótl atburður þessi legðist
þungt á Guðmund, brast hann elcki kjark
til þess að leggja enn í útgerð og fara aftur
á s'jóinn og að þessu sinni á minnsta tog-
ara flotans. Hlut sinn í þessu skipi seldi
liann eftir skamrna hríð og hvarf þá í land.
Síðastliðið sumar lióí' hann í félagi við
aðra undirbúning að stofnun hvalveiði-
stöðvar í námunda við Reykjavík og kaup
á hvalveiðaskipi. Hann sigldi þá utan íil
þess að kanna ýmislegt í sambandi við það
mál. En áður en varði þraut dagur hans,
dagur mikilla starfa og farsælla.
Guðmundur var kvæntur Ingibjörgu Pét-
ursdóttur, af Svefneyjaætt í Breiðafirði,
konu mikilla sanda og sæva. Fór saman i
fasi þeirra hjóna glæsibragur og fyrir-
mennska, mildi og hlýlyndi. Syni eiga þau
fimm og tvær fósturdætur,