Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1946, Side 10

Ægir - 01.08.1946, Side 10
200 Æ G I R iil þess, nð útvega oss það, sem þarf til þcss, að slík útgerð geti blessazt, þ. e. fljót- andi vörugeymslur hlaðnar með varahluli og útgerðarvörur, er jafnframt séu verk- smiðjur, þar sem fiskurinn er frystur eða saltaður og vara unnin úr lifur og beinum. Slílcar fljótandi og færanlegar stórstöðvar eru skilvrði fyrir þvi, að veiðin verði ábata- vænleg á fjarlægum fiskimiðum. En með slíkum útbúnaði, er ekki þarf að vera dýr, ætti allt að ganga vel. Og slíkar fljótandi verksmiðjur ætti á öðrum tímum að mega nota úti á hafi eða inni á höfnum hér við land. Þessi brýna nauðsyn er önnur stoðin undir hinum liáværu kröfum sjómanna- samtakanna til landsstjórnar og Alþingis um, að þeir verði nú aðnjótandi fullra þegn- réttinda sinna á Grænlandi, og það án frek- ari tafar. Hin stoðin undir þessum kröfum fiski- mannasamtakanna er sú, að íslendingar eiga Grænland með öllum rétti. Þeir fundu það, þeir byggðu það, þeir gerðu það að hluta úr sínu víðlenda þjóðfélagi og þeir íi Grænland enn í dag, því það er harðsannað mál, að hinir núverandi íbúar Grænlands, Eskimóarnir, eru þeir íslend- ingar, sem i fornöld námu það og miklu víðáttuineiri strendur í Ameríku, glötuðu tungu sinni og þeirri menningu er á tung'- unni hvíldi, en blönduðust aðeins litillega við hina kolsvörtu og lmglausu dvergþjóð, er bjó í holum neðanjarðar á þessu svæði, c.g vér nefndum Skrælingja, enda er líkams- gerð Eskimóa að mestu istenzk og verkleg menning þeirra öll íslenzk. Ef nokkur þjóð á að hafa umsjón með mannúðar- og menn- ingarmálum Eskimóa, þá eiga það að vera hinir íslenzkuinælandi landar þeirra, en allra sízl Danir, er hafá öllum fremur ver- ið ógæfusmiðir Grænlands og haldið Græn- lendingum í egypskum þrældómi öldum saman. Og það er vissulega tími til kominn, að þetta stærsta evland heimsins, þar sem seglgarnsspotti með bognum nagla fyrir öng- ul er enn aðalveiðarfærið og sultur og neyð er fyrir hvers manns dyrum mitt i alsnægt- um náttúrunnar, hætti að vera danskar fangabúðir. Þótt tilut þinum sé stolið, átt þú hann eins fyrir því; þú átt hinn stolna hlut eins lcngi og þú vilt eiga liann. Danir hafa með lögleysu tekið sér ráð yfir Grænlandi. Það er að því leyli stolið land, en það hefur aldrei úr eigu íslands gengið, og það lýtur enn konungi íslands sem íslenzk eign. Seta Dana á Grænlandi er því löglaus íhlutun í máíéfni íslands. Danir eru útlendingar á Grænlandi, meira að segja löglausir erlendir óaldarmenn. En íslendingar eru þar þegnar og innlendir menn, sem fyrirmunað er að ná þar rétti sínum, meira að segja allar bjargir bannaðar af binum dönsku fangabúðar- vörðum. Þetta er hin stoðin undir áskorunum l;eim, sem samtök íslenzkra sjómanna og útgerðarmanna hafa sent landsstjórn sinni og þjóðþingi í þeirri trú og von, að þessar a>ðstu stofnanir mundu telja sér skylt að reka réttar þeirra og alls landsins í Græn- landsmálinu. Þessi tvöfalda nauðsyn, brýn þörf at- ^ innuveganna og hinn lagalegi eignarréttur íslands til Grænlands, og það, að ekki má lengur dragast að rcka þessa réttar, eru og meginuppistaða í hinni rækilegu greinar- gerð Péturs Ottesens fyrir tillögu sinni til þingsályktunar í Grænlandsmálinu, er hann bar fram á síðasta Alþingi, en náði ekki að komast til umræðu, vegna þess lrve tiðið var að þinglausnum. Hverjum þeim, sem fylgctisl með gangi Grænlandsmálsins á siðasta Fiskiþingi. hlýtur að hafa verið það ljóst, að það var einhuga vilji þeirrar samkomu, að hvorlci Dönum né nokkurri annarri erlendri þjóð vrðu veitt fiskiréttindi hér, líklega jió allra síst Dönum sem uppbót á viðskipti liðinna alda. Það var ekki meining Fiskiþingsins, að verzlað vrði með landsréttindi hér banda Færeyingum (tit þess beint eða óbeint að leppa fyrir Dani og aðra), lil |>ess að fá „tit- tekin“ réttindi fyrir íslenzka fiskimenn við Grænland. Meining Fiskiþingsins og allra annarra stórfunda sjómanna, útgerðar-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.