Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1946, Page 22

Ægir - 01.08.1946, Page 22
212 Æ G I R að veiðarærakostnaður hefur verið dreginn Jrá. Lökust var útkoman hjá þeim, sem stunduðu handfæraveiðar. Á 30 feta stórum vélbátum, er stunduðu handfæraveiðar, urðu hlutirnir um 800 krónur. Þeir sem voru á handfæraveiðum á smábátum, fengu um 90 krónur til hlutar um vikuna eða uin 680 krónur yfir vertiðina. Brúttólilulirnir nrðu miklu meiri hjá þeim, sem veiðar stunduðu með netjum en liinum, er veiddu með línu. Einkum var þetta áberandi i ár, því að fiskurinn var fullur af átu og tók því siður beitu. Að jafn- aði urðu bruttóhlutirnir 3300 krónur hjá netjaveiðurunum, en 2200 kr. hjá línuveið- urunum. En brúttóthlutir handfæraveiðar- anna urðu um 1300 kr. Þegar allt kemur til alls er kostnaðurinn meiri hjá línuveiður- unum en netjaveiðurunum. Einkum er það heitukostnaðurinn, sem ríður þar hagga- muninn. Talið er að beitukostnaðurinn nemi um 16% af verðmæti þess af'la, sem fiskast á lóð. Athuganir þær, sein gerðar voru á styrj- aldarárunum á afkomu línu- og netjaveið- aranna sýndu, að þessir tveir flokkar skipt- usl á að fá liæsta hluti, þegar allur kostn- aður hafði verið dreginn frá. Á styrjaldar- árunum reyndist mjög erfitt fyrir liand- færaveiðarana að mi jafn háum hlutum, þótt tilkostnaðurinn hjá þeim væri tiltölulega lítill. Hins vegar urðu tekjur handfæra- veiðanna l'ullt eins miklar fyrir styrjöldina, sem stafaði af jivi, að línu- og netjaveiðarn- ar lögðu þá í liltölulega mikinn veiðarfæra- J-iostnað. Það er fullvíst, að linu- og netja- veiðarnar hafa að tiltölu hætt hag sinn á slyrjaldarárunum \egna mikils afla. Niður- stöður jiær af þeim reikningum, sem fiski- niálaskrifslofunni hala borizt, gefa tilefni til að spyrja, h.vort jiessir tveir liópar hafi ekki notað of mikið af veiðarfærum fyrir slyrjöldina og þannig spillt hvor fyrir þðrum. Nú ber á J>að að líta, að hér að framan hefur eingöngu verið rætt um meðalhluti, cn vitanlega er mjög mikill mismunur á þvi hvað bátarnir hafa aflað. Reikningar jieir, sem fiskimálaskrifstofan liefur fengið, sýna, að iiæsti hlutur hjá netjaveiðurunum hefur orðið 5000 kr„ en lægsti 1000 kr. Hjá línuveiðurunum hefur hæstur hlutur orðið 3000 kr„ en lægstur 60 kr. Hjá handfæra- veiðurunum hæstur 1500 kr„ en lægstur 25 krónur. Vikukaup jiað, sem greint er l'rá hér að l'raman, að fiskimennirnir hafi fengið, sýnir að Lófótvertíðin 1946 hefur revnzt hetri en riokkur vertið stvrjaldaráranna og að sjálf- sögðu miklu betri en vertiðirnar fyrir styrjöldina, þegar litið er á afkomuna í heild. Handfæra- og línuveiðarnar gáfust þó betur á vertíðinni 1944. Það voru því í raun og veru. aðeins netjaveiðarnar, sem fengu ágætis hluti á siðustu vertíð og var jiað fyrst og fremst að þakka jiví, hversu fiskurinn hagáði sér. Hins vegar má telja, að afkoma hafi orðið góð hjá öllum flokkunum, og er Jiað meðal annars því að þakka, að fisk- verðið lækkaði ekki að ráði, en jió fyrst og fremst hinu, að afli var óvenju mikill. Jafnvel þó veiðin í Lófót minnkaði ekki ncma lílið eitt frá jiví sem var í vetur, mundi aðeins nokkur hluti af flotanum geta borið sig í rekstri. Þeir hátar, sem minnstir eru og' verst útbúnir, mundu ekki geta staðið undir sér, Jiótt aflabrögð héldust svipuð og í vetur og fiskverð lækkaði ekki. Bændur jieir, sem senda vinnumenn sína til sjávar í Lófót, cru margskiptir hvað at- vinnu áhrærir. Sumir stunda kvikfjárrækt, aðrir skógarhögg, enn aðrir veiðar í ám og á nokkrum jörðum eru berjaheiðar. Lófót- hafið er eins konar búbótarlind fyrir bændur í Norland og Troms, og jiaðan fá þeir það, sem á vantar að kotbýlin geti framfleytt þeim. \’el má vera að bændurnir verði ekki í framlíðinni svo margskiptir í alvinnu sinni og jieir gefi sig meira að rækt- un jarðarinnar, en það mun líða langur timi, jiar til þeir hætta að senda menn til sjávar i Lófót. Fiskimönnunum í Lófót er Jiað mikið í inuna að fiskverðið sé sem hæst. En það eru takmörk fyrir því, hve hátt það getur verið. Framhald á bls. 224.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.