Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Síða 4

Ægir - 01.03.1947, Síða 4
66 Æ G I R Bátaútvegurinn hafði kennt grunns og mátti sig ekki hreyfa. Framleiðslukostn- aðurinn var kominn fram úr fyrra árs út- flutningsverði, útflutningur á ísvörðum hátafiski var úr sögunni, og' fullkomin óvissa ríkti um markaði fyrir hraðfrystan og saltan fisk. —■ Það var því eigi nema um tvennt að velja, að hækka verðið og veita ríkisábyrgð í trausti á tálbeitugæði síldar- lýsisins, eins og Alþingi gerði, eða lofa ])jóðinni að horfast í augu við strípaðan veruleikann, lofa henni að sjá, að bátaút- vegurinn var kominn í strand sökum of mikils framleiðsluköstnaðar. Þegar það blasti við og' öllum var í raun og veru ljóst hvernig horfði, hefði ég talið rétta stund til að hefjast handa um aðgerðir í sam- bandi við framleiðslukostnaðinn. Og ég efast ekki um, að Alþingi hefði yfirleitt mætt þegnskap og skilningi þjóðarinnar við að koma fram réttlátum og' lialdkvæm- um aðgerðum til niðurfærslu á fram- leiðslukostnaðinum. En enn um sinn hefur Alþingi þótt betra að tjalda sýndarað- gerðum en gera tilraun með að ganga hreint til verks og reyna að skapa fram- leiðslulífi landsmanna varanlegt öryggi. Ýmsir þeir, er telja Alþingi hafa valið rétta leið með samþykkt ábyrgðarfrum- varpsins, benda á, að svo sé þetta í Nor- egi. Rétt er það, en ólíku er saman að jafna. Fiskverðið i Noregi liggur mikið nær þvi verði, sem frambærilegt er í markaðs- löndunum, og verðmæti sjávarafurða er miklu minni hluti af heildarútflutnings- verðmætinu i Noregi heldur en hér. Það, sem m. a. átti sinn þátt i því, að Alþingi gekk þess dulið, hvaða bagga það var að binda ríkissjóði með samþykkt ábyrgðarlaganna, var, að ekki höfðu verið sendir menn utan til að reyna að taka upp samninga við markaðslöndin um kaup á sjávarafurðum. Hvort íslendingar áttu einir sök á því veit ég ekki, en það mun flestum þykja einsætt, að Alþingi verður að láta svo veigamikið framkvæmdaratriði til sín taka, ef ekki situr stjórn við völd, sem telur sér skylt að gera það. Meira en mánuður var liðinn af vertíðinni, þegar viðskiptanefndir voru loks sendar til markaðslandanna. Nú er tekið að halla á vertiðina, en eigi að síður er allt í óvissu, hversu takast mun um sölu afurðanna. Eigi íslendingar einir sök á því, hvaða dráttur var á að taka upp samningauni- leitanir við markaðsþjóðirnar, verður það að leljast vítavert andvaraleysi og senni- lega svo varnaðarikt, að eigi verði látið koma til sliks framar. Svo virðist sem ahnenningur gangi upp í þeirri dul, að útvegsmenn eigi sölc á því, að ábyrgðarleiðin var valin. En því mun alls ekki svo farið um þá yfirleitt. Þeir töldu reyndar ógerning að gera út með sama afurðaverði og óbreyttum fram- leiðslukostnaði. Þeir töldu niðurfærslu framleiðslukostnaðarins veginn sem fara ætti, en ekki ábyrgðarleiðina. En Alþingi taldi ekki tök á því að ráðast gegn fram- leiðslukostnaðinum og því fór sem fór. Ekkert skal fullyrt hér um það, hvaða áhrif ábyrgðarsamþykktin kann að hata 1 för með sér, en ekki tjóar að loka augun- um fyrir því, að framleiðslukostnaðurinn verður að minnka. Þetta er öllum ljóst og ekki sízt þeim, sem reyna að gera sér grein fyrir því, hvað er að gerast hjá þeim þjóð- iun, sem mæta okkur á fiskmörkuðunuin. Sú aðferð, sem nú er við höfð til ao halda niðri dýrtíðinni, veitir enga lækn- ingu, þar er aðeins um sýndaraðgerð að ræða. Þeir menn, sem þjóðin hefur falið forsjá sina, geta ekki lengur skotið sér undan þeirri skyldu að hefjast handa um raunverulegar aðgerðir í dýrtiðarmálunum- Sé hins vegar ekki að vænta neins frá þeim, er eðlilegast að þjóðin fái að láta í lj(>s skoðun sína á þessum málum. Hefur vafa- laust oft verið leitað álits kjósenda um ómerkari mál. Eða vill Alþingi bera ábyrgðina á, að samtimis því, sem fjöldi nýrra skipa bætist í eigu landsmanna, sé gert ókleift að selja aðalútfíutningsvöru þeirra sökum of mikils framleiðslukostnaðar? Vill það bera ábyrgð á því, að framíeiðslu- og fjárhagslífi þjðð- J

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.