Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Síða 6

Ægir - 01.03.1947, Síða 6
68 Æ G I R Á árunum 1943, 1946 og 1947 hafa verið haldnar alþjóða ráðstefriur í Lundúnum til þess að ræða takmörkun fiskveiða í Norð- ursjónum fiskstofninum til hlífðar. Ýmsar raddir hafa komið fram um það með liverj- um hætti slíkar takmarkanir skuli fram- kvæmdar og verður ekki séð fyrr en siðar á þessu ári, hvað ofan á verður. Sú skoðun læfur verið látin í ljós, einkum af Fröltk- um og Belgíumönnum, að ef til þess kæmi að lakmarka fiskveiðar, skuli það fyrst og treinst hitna á þeim þjóðum, sem veiða fisk til útflutnings. Ef slíkri aðferð væri beitt og henni framfylgt til hins ýtrasta, mundi lokaniðurstaðan verða sú, að hver þjóð tengi að veiða lil allra sinna þarfa, hvar sem henni sýndist og væri þá útflutningur á fiski og fiskafurðum úr sögunni. Þessari stefnu i alþjóða fiskveiðamálum þarf að mótmæla, enda fljótt auðséð, hve hættuleg hún mundi reynast fiskveiðaþjóðunum og öllum alþjóðaviðskiptum yfirleitt, ef hún yrði síðar færð yfir á aðrar atvinnugreinar eins og rökrétt niundi virðast. Sannleikurinn í þessum málum virðist mér vera sá, að það sé tangt frá því, að allar l'iskveiðar eigi jafnan rétt á sér. Fyrst þarf að gera greinarmun á því, hvort veitt er i h'eimahöfum og þannig sótt í þær auðlindir, sem eru landfræðilegur hluti af gæðum landsins eða hvort seilst er til fiskveiða að ströndnm annarra landa. í öðru tagi má gera greinarmun á því, einkum ef sóttur er afli til annarra landa, livort veitt er til eigin neyzlu eða til útflutnings, þ. e. til þess að græða á veiðunum fé á kostnað annarra. Efiir þessu mætti skipta fiskveiðum í sjó í fjóra flokka og réttlætist sú skipting, livort sem á liana er litið frá landfræðilegu, þjóðhagslegu eða siðfræðilegu sjónarmiði. Réttarfarsleg rök eru allt annars eðlis og eiga eklci samleið ineð þessum hugleiðing- um að öðru leyti en því, að niðurstaðan af þeim kann að stefna í svipaða átt. Með „heimahöfum“ er hér á eftir átt við: 1) Landgrunn eyja, er afmarkast frá land- grunni annarra landa af álum eða úthafs- djúpi, 2) eða þann hluta sjávar sem er nær því landi, sem uin er að ræða en nokkuru öðru landi, en einnig þar geta álar ráðið mörkum og breytist þá skilgreiningin eftir því. 1. flokkur. Fiskveiðar í heimahöfum til eigin þarfa. Hér er að ræða um sjálfsögðustu og frutn- stæðustu tegund fiskveiða. Þarf vart orðum að því að eyða, að það er jafn sjálfsagt að sækja fisk út á miðin við ströndina til heimilisþarfa eins og að njóta þeirra gæða, sem landjörðin hefur að bjóða. 2. flokkur Fiskveiðar í heimahöfum til ®t- flutnings aflans. Hér verður að líta á það, og það þarf að l'ást viðurkennt, að auðæfin í höfunum við strendur Iandanna, fiskur jafnt sem ann- að, teljast frekar til landsins, sem að haf- inu liggur, en nokkurs annars lands. Þessa skoðun viðurkenna auðsjáanlega Þ®1' þjóðir, sem krefjast mikillar landhelg'? eins og t. d. Rússar gera í Barentshafinn. eða áskilja sér mjög víðtæk yfirráð í heima- Iiöfum, líkt og Bandaríkjamenn gera, og liún er fullkomlega í anda Atlantshafssátt- málans, sem furðu liljótl hefur verið um- í viðhót við þann skilning, að landgrunnið eigi að vera sérstakt, landfræðilegt, hags- munasvæði þeirrar þjóðar, sem landið byggir, kemur oft annað enn þá þýðingai'- meira alriði til greina. Landið kann að vera byggilegt, að verulegu leyti, eða jafnvel að- allega vegna fiskimiðanna eða annarra sjávarauðæfa við strendur þess. Fiskurinn í sjónum kann að vera aðal-, eða jafnvel þvi nær eina, litflutningsvara landsmanna, en önnur framleiðsla svo einhæf, að flesl þurfi að sækja til annarra landa, og (eða^ svo lítil og óhentug, að hún geti ekki fuH" nægt þeirri gjaldeyrisþörf, sem þarf að ful" nægja, ef lifa skal menningarlífi í Iandinu- En skorti grundvöll undir menningarlíf -l við það, sem tíðkast í nærliggjandi menn- ingarlöndum, flykkist fólkið úr landi og vi' höfuin fjarfægst það mark að gera sem

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.