Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1947, Qupperneq 10

Ægir - 01.03.1947, Qupperneq 10
72 Æ G I R Viðtal við Kristján frá Garðsstöðum. Kristján Jónsson frti Garðsstöðum, erindreki Fiskifélagsins í Vest- firðingafjórðungi, varð sextugur 18. febrúar síðastliðinn og litlu siðar átti Iiann aldarfjörðungsafmæli scm starfsmdður Fiskifélagsins. Af þeim mönn- um, sem nú starfa fyrir félagið, hefur cnginn unnið því jafn lengi og hann. Kristjún hefur jafnan verið áhugasamur um hag Fiskifélagsins og tekið mikinn þátt i störfum þess, auk erindrekastarfsins. Hann hefur lengi átt sæti á fjórðungsþingum vestra og á Fiskiþingum. í tilcfni af starfs- afmælinu átti Ægir við hann eftirfarandi viðtal. Ægir vill þakka Kristjáni fgrir góða samvinnu og óskar að honum gangi allt til tirs og tima. Hver var orsök þess, að þú gerðist erindreki Fiskifélagsins? —• Ég var fyrst kosinn fiskiþingsfulltrúi á fjórðungsþingi Vestfirðinga í janúar 1921. —■ Áður hafði ég, að mig minnir, mætt á fjórðungsþingi 1919, og hef ég setið óll fjórðungsþing fiskideilda Vestfjarða síðan. Fiskiþing var boðað sumarið 1921, sem stutt aukaþing, en ég mætti þar ekki. — Reglulegt Fiskiþing var svo haldið í febrúar 1922. —• Þá var lögum Fiskifélags- ins breytt allmikið, valdsvið fjórðunganna aukið nokkuð, forseti gerður að föstum starfsmanni, með talsverðum launum, að þeirrar tíðar liætti, 6000 krónum. —• Hannes Hafliðason lét af forsetastörfum, en Jón Bergsveinsson var kosinn. Matthías Ólafsson var kosinn fyrsti og einasti landserindreki eða ráðunautur Fislti- félagsins. — Síðar lók við Þorsteinn Júl. Sveinsson, en hann lézt skömmu síðar og síðan hefur enginn verið landserindreki. Fjórðungserindrekastörf höfðu þó áður verið tekin upp með smávægilegri þóknun, áOO kr. á ári. Arngrímur Bjarnason, og' sið- ar Árni Gíslason, gegndu erindrekastörf- um á Vestfjörðum. Nii voru erindrekunum ætlað víðtækara starf með skipulegri skýrslusöfnun, og meiri ferðalögum um fjórðungana. Launin ákveðin 2000 kr. auk ferðakostnaðar. — Með því að ég hafði ekkert fast starf með höndum þessi árin, sótti ég um erindreka- starfið á Vestfjörðum. —- Þrír aðrir sóttu, en hvorugur þeirra, Arngrímur eða Árni. Erindisbréf mitt'er gefið út 2. marz 1922, af hinum nýkjörna forseta, Jóni Berg- sveinssyni. Ætlaði ég að reyna þetta um svo sem 2—3 ára bil, en svo hefur tognað lir, að ég hef sinnt starfinu i aldarfjórð- nng. ‘ Hvernig var störfum deildanna háitað? StörfUm deildanna var eins eða mjög' svipað háttað og nú, að öðru en þvi, að eftir síðustu lagabreytingu Fiskiþingsins eru ekki aðrir deildameðlimir en fiskimenn og útgerðarmenn. Þangað til var öllum fullveðja mönnum heimil innganga í fiski- deildirnar. Er þér ekki ijmislegt minnisstætt fi'a deildafundum í fjórðungnum? Ýmislegt er mér eðlilega minnisstætt fra fundahöldum og samstarfi við marga nienn i sjávarplássuin Vestfjarða undanfarinn aldarfjórðung, og er ekki rúm til að rifjn það npp hér. Strax í marzmánuði 1922 lagði ég af stað i ferðalag um Vestfirði i heimsókn til deildanna. Matthías Ólafsson liafði stofnað eða átt þátt í stofnun flestra liskideildanna þarna, og hin vestasta var stofnuð í Víkum fyrir 4—5 árum. Guð- mundur heitinn Þórðarson á Patreksfirði,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.