Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Síða 15

Ægir - 01.03.1947, Síða 15
Æ G I R 77 Fiskveiðar Sovétríkjanna. / grein þeirri, sem hér frr á eftir, er margvislegan fróðlcik að finna um fiskveiðar ráðstjórncirríkjanna, einkum hvaða ráðagerðir þau hafa á prjónunum i sambandi við þennan atvinniweg. Greinin er hluti af skýrslu frá isl. sendiráðinu i Moskva. I hinni nýju 5 ára áætlun Sovétríkjanna fyrir 1946—1950 er gert ráð fyrir verulegri eilingu fiskveiða og fiskiðnaðar í landinu, hæði hjá fyrirtækjum ríkisins og hjá sain- yrkjubúum. — Styrjöldin hefur dregið úr iiskframleiðslunni, og er ekki aðeins ætl- nnin að ná sama framleiðslumagni og fyrir stríð, heldur á aukningin að verða talsvert nieiri. í sambandi við liina fyrirhuguðu aukn- ingu framleiðslunnar hefur fisldmálaráðu- neyti Sovétríkjanna verið skipt. Eru nú 2 iiskimálaráðuneyti, annað fyrir austur- iduta landsins, og hitt fyrir vesturhlutann. Nefna má ráðstöfun, er mun vera ætlað nð styðja að eflingu fiskiveiðanna, sem sé M, að samkvæmt tilskipun frá 20. júlí s. 1. koma nú allir þeir, sem lokið hafa prófi frá .,fiskveiða sjómannaskólum ungsjómanna'' fiskimálaráðuneylanna, undir 10. og 11. gi'ein laganna um „varalið vinnuaflsins“ frá Í!>40. Þetta þýðir, að þeir teljast „mobili- seraðir", og eru skyldir til að vinna í 4 ár á þeim stað eða stöðum, er hið opinbera akveður, þó gegn fullum launum. I lögunum inn hina nýju 5 ára áætlun segir (11., 18): Arið 1947 skal liafa náðst sama veiðimagn og fiskafurðaframleiðsla og iyrir stríð, og árið 1950 á veiðin að vera 01'ðin 1.5 sinnum, framleiðslan á frystum íiski 1.8 sinnum og framleiðsla frosinna iiskflaka 3 sinnum það, sem var fyrir stríð. Auka skal mjög veiðar við norðurströnd- ina og auslurströndina, einkum við Suður- Shakalin, Kuril-eyjar og Kamtchatka. Efla skal fiskveiðar á Suður-Shakalin með því að taka upp nýtízku tækni við fiskveiðar og fara skal fram endurbygging þeirra fisk- vinnslufyrirtækja, sem þar eru ... “ Enn fremur: „... Endurreisa skal fiskiflotann og stækka hann miðað við það, sem hann var fyrir stríð. Taka skal í notkun á þess- um 5 árum 150 fiskitogara, byggja 13 fisk- niðursuðuverksmiðjur og 30 kælihús ...“ Samkvæmt sömu lögum á fiskaflinn árið 1940 að vera orðinn nálega 2.2 milljón tonn. Ekki liggja fyrir gögn, er sýna beint, hve mikil veiði Sovétríkjanna var árið áður en þau drógust inn í styrjöldina, þ. e. 1940, en ef 2.2 milljón tonna afli árið 1950 er 1.5 sinnum (þ. e. 50%) meiri en aflinn 1940, samkvæmt framansögðu, ætti aflinn árið 1940 að hafa verið nál. 1 460 000 tonn. — Samkvæmt bókinni „Strany mira“ 1946 (bls. 138) var afli Sovétríkjanna sem hér scgir: Árið 1913 ............ 1 018 000 tonn — 1929 .......... 956 000 — — 1933 ............ 1 303 000 — — 1938 ............ 1 560 000 — Arin um og eftir byltinguna munu hafa dregið mjög úr fiskiveiðum, en síðan fóru þær aftur vaxandi, einkum eftir að 5 ára áætlanirnar hófust. Fyrir styrjöldina voru Sovétríkin þriðja eða fjórða mesta fiskveiðaþjóð heims, mið- að við aflamagn. Til samanburðar má geta jiess, að fvrir slríð var afli mestu fiskveiða- þjóðanna sem hér segir (skv. „Strany mira“

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.