Ægir - 01.03.1947, Síða 24
86
Æ G I R
Kol eða olía.
Grein sú, seni hér fer á eftir, er ])ýdd úr
enska tímaritinu The Fishing News, en
höfundur hennar er W. R. Gordan, sem er
meðlimur í stofnun, er Iieitir „Institute of
Fuel“.
Greinin er nokkuð stytt í þýðingunni.
Bráðlega mun koma að þvi, að hætt verð-
ur að nota kol til þess að kynda undir skips-
kötlum. Eftir nokkur ár mun verða hætt að
framleiða skipakol. Nýjustu tölur um skipa-
smiðar, þótt þær séu að visu ekki full-
komnar, sýna, að olian er að verða ofan á
i haráttunni milli kola og olíu um yfirráðin
á höfunum.
Brezki kaupskipaflotinn er nú um 13 500
þús. brúttó rúmlestir, þ. e. að segja skip
yfir 500 rúml. Af þessum skipastól eru um
0 milljónir rúmlesta ýmist vélskip eða skip,
sem brenna oliu í stað kola. Af nýbygging-
um þeim, sem nú eru framkvæmdar af
brezkum skipasmíðastöðvum, eru um 87 af
liundraði af þesari gerð og um 60 af hundr-
aði af þessum skipum eru vélskip. Allt
mælir með því, að þessi þróun haldi áfram.
Annars staðar í heiminum er sömu sög-
una að segja. Af því nær 600 skipum, sem
nú er verið að smíða víða um heim og sem
eru samtals 1 700 þús. rúmlestir, munu um
400 verða vélskip og aðeins 174 eimskip,
og af eimskipunum mun fjöldi brenna
olíu.
Á tímabilinu milli heimsstyrjaldanna var
greinilegt, að þróunin gekk í þá átt, að olia
kæmi í stað kola, en nú, þegar svo mikið
er byggt af skipum vegna hins gífurlega
skipastjóns á styrjaldarárunum, verður
þessi þróun enn þá örari.
Arið 1914 voru notuð kol í því nær 44
milljónum rúmlesta af skipum, og voru þau
um 89 af hundraði af kaupskipastól heims-
ins, en árið 1939 var rúmlestatala kola-
skipanna aðeins 31 milljón rúmlestir, eða
minna en 45 af hundraði. Á sama tima jókst
hlutfall þeirra skipa, sem brenndu olíu, úr
3 af hundraði upp í því nær 30 af hundraði,
þ. e. gufuskipa, og mótorskipin úr 1 fí
hundraði upp i 25 af hundraði. Á sania
límabili minnkaði hluti seglskipanna úr 8
af hundraði i rúmlega 1 af hundraði.
Hvers vegna vinnur olían á?
Spurningin um það, hvort nota skuli olíu
cða kol ákvarðast eingöngu út frá því sjón-
armiði skipaeigandans: hvort er ódýrara?
F.f miðað er við smálest af kolum og smá-
lest of olíu, þá munu kolin enn þá vera
ódýrari hér í landi, en mörg skip sigla til
landa, þar sem olía er ódýr, t. d. þau, sem
sigla til landa við Karíbahafið og austan-
vert Miðjarðarhaf. Olian liefur einnig um
50 af hundraði meira hitagildi lieldur en
meðal skipakol. En olían hefur einnig aðra
kosti frá sjónarmiði útgerðarmannsins. Hún
er i alla staði hreinlegri í meðförum og það
þýðir, að minni óhreinindi koma á og *
skipið, en það leiðir aftur af sér minna við-
hald.
Mikið minna umstang er við það að koma
olíu um borð i skip heldur en kolum, þar
sem olíunni er aðeins dæll í geyma í skip-
inu, sem má koma fyrir í hinum tvöfalda
botni þess. Með því móti er notað rúm, sem
að öðrum kosti væri ónothæft. Ivolin aftur
á móti þurfa að vera nær kötlunum og í
flestum tilfellum þurfa þau að liggja hærra
en ketilrúmið. Skip, sem brenna olíu, geta
þar af leiðandi haft meira rúm fyrir flutn-
ing heldur en skip af sömu stærð, sem
brenna kolum.
Um eitt skeið höfðu menn þá von, að kol
mundu verða notuð áfram í vöruflutninga-
skipum og skipum, sem sigla með strönd-
um fram, en hin tvöfalda krafa um meiri
hraða og færri menn á hverju skipi gerir
það að verkum, að einnig þessar tegundir
af skipuni munu sennilega fá dieselvélar.
Nú er svo komið, að krafizt er 15 og jafnvel
17 mílna hraða fyrir hin stóru flutninga-
skip.
Að því er snertir kostnaðinn þá má svo
fara, að nýjasta þróun á þessu sviði, þ- e.
með tilliti til skipavéla, muni leiða af sér